Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun bíleigenda í Bandaríkjunum og Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:16 Höfuðstöðvar Volkswagen. Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent
Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent