Gunna er fædd frjáls Þorsteinn Siglaugsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Maðurinn er fæddur frjáls, en alls staðar er hann í hlekkjum“ segir franski heimspekingurinn Jean-Jaques Rousseau í frægri ritgerð sinni um samfélagssáttmálann. Hugmyndafræði Rousseau, ásamt kenningum annarra frumkvöðla nútíma stjórnmálaheimspeki grundvallast á þeirri afstöðu að hið náttúrulega ástand mannsins sé frelsið, og að það megi aðeins skerða á grundvelli augljósra almannahagsmuna. Þessi afstaða er grundvöllur frjálsra vestrænna lýðræðissamfélaga: Í stað þess að konungar, keisarar, einræðisherrar, eða þess vegna þingmenn, skammti þegnum sínum réttindi úr hnefa, er frelsi einstaklingsins útgangspunkturinn. Enginn maður hefur rétt til að skerða frelsi annars nema almannahagsmunir krefji. Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem vilja hafa forræði yfir öðru fólki, ekki hjá þeim sem vilja lifa frjálsir. Orð Rousseau koma óneitanlega upp í hugann þegar fylgst er með umræðu um hvort leyfa skuli sölu áfengis á almennum markaði. Svo virðist sem andstæðingar hins sjálfsagða réttar fólks til að eiga viðskipti sín á milli líti svo á að þeim sem verja frelsið beri að sanna með einhverjum hætti tilkall sitt til þess. Sýni ekki stuðningsmenn þess fram á það, sé valdboðið og hömlurnar hið eðlilega, náttúrulega fyrirkomulag. Þannig fullyrðir til dæmis leiðarahöfundur Fréttablaðsins mánudaginn 1. febrúar að þar sem stuðningsmenn frumvarps um sölu áfengis hafi ekki sýnt fram á að frumvarpið styðji við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ séu rök þeirra einskis virði. Hér er hlutunum rækilega snúið á hvolf. Hugsum okkur nú að enn væri við lýði bann við sölu mjólkurafurða nema í sérstökum mjólkurbúðum, bann við að aðrir en Bifreiðaeinkasala ríkisins seldi bifreiðar, bann við stofnun útvarps- og sjónvarpsstöðva svo fátt eitt sé nefnt. Væri það þá eðlilegt að þeir sem njóta vilja sjálfsagðs réttar til að selja mjólk eða bifreiðar eða stofna ljósvakamiðla yrðu að sýna fram á að krafa þeirra styddi við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ til að fá henni framgengt?Hvað með skotvopn og sykur? Slíkt væri auðvitað fráleitt. Að öðrum kosti gætu forsjárhyggjumennirnir, sem telja sig hafa guðlegan rétt til að ráðskast með samborgara sína, snúið sér næst að öðru því, sem þeir eru andvígir. Hvað um sölu skotvopna svo dæmi sé nefnt? Er ekki fráleitt að skotvopn séu seld í almennum verslunum, en ekki af ríkisstarfsmönnum í bláum sloppum? Og hvað um sykur? Er ekki sykur heilsuspillandi og sjálfsagt að stofna Sykureinkasölu ríkisins, í nafni lýðheilsu? Væri það þá eðlileg krafa að þeir sem andmæltu þessum nýju stofnunum sýndu fram á „siðmenningarlega framþróun“ sem af því hlytist að halda áfram að selja haglabyssur í veiðiverslunum og sælgæti í sjoppum? Myndu 2/3 hlutar þjóðarinnar láta linnulausan áróður forsjárhyggjupostulanna blekkja sig til að lýsa stuðningi við frelsisskerðinguna? Eða myndum við einfaldlega hlæja að þeim? Yrði okkur ekki ljóst, að sönnunarbyrðin hvílir einfaldlega ekki á Gunnu í Vesturbænum, sem langar að stofna sælkeraverslun á Högunum, svipaða þeirri sem hún vann í á námsárunum á Ítalíu, og selji þar hráskinku (já, hún var bönnuð á sínum tíma), melónur og rauðvín? Sönnunarbyrðin hvílir á Jóni, sem vill banna henni að láta drauma sína rætast. Það er sama þótt Jóni þyki draumar Gunnu ómerkilegir, sama þótt honum hafi til þessa tekist að hindra að hún léti þá rætast, sama þótt Gunnu hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að búðin hennar leiði af sér „siðmenningarlega framþróun“ og sama hvað Jónarnir eru margir, frekir og háværir. Gunna er nefnilega fædd frjáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er fæddur frjáls, en alls staðar er hann í hlekkjum“ segir franski heimspekingurinn Jean-Jaques Rousseau í frægri ritgerð sinni um samfélagssáttmálann. Hugmyndafræði Rousseau, ásamt kenningum annarra frumkvöðla nútíma stjórnmálaheimspeki grundvallast á þeirri afstöðu að hið náttúrulega ástand mannsins sé frelsið, og að það megi aðeins skerða á grundvelli augljósra almannahagsmuna. Þessi afstaða er grundvöllur frjálsra vestrænna lýðræðissamfélaga: Í stað þess að konungar, keisarar, einræðisherrar, eða þess vegna þingmenn, skammti þegnum sínum réttindi úr hnefa, er frelsi einstaklingsins útgangspunkturinn. Enginn maður hefur rétt til að skerða frelsi annars nema almannahagsmunir krefji. Sönnunarbyrðin liggur hjá þeim sem vilja hafa forræði yfir öðru fólki, ekki hjá þeim sem vilja lifa frjálsir. Orð Rousseau koma óneitanlega upp í hugann þegar fylgst er með umræðu um hvort leyfa skuli sölu áfengis á almennum markaði. Svo virðist sem andstæðingar hins sjálfsagða réttar fólks til að eiga viðskipti sín á milli líti svo á að þeim sem verja frelsið beri að sanna með einhverjum hætti tilkall sitt til þess. Sýni ekki stuðningsmenn þess fram á það, sé valdboðið og hömlurnar hið eðlilega, náttúrulega fyrirkomulag. Þannig fullyrðir til dæmis leiðarahöfundur Fréttablaðsins mánudaginn 1. febrúar að þar sem stuðningsmenn frumvarps um sölu áfengis hafi ekki sýnt fram á að frumvarpið styðji við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ séu rök þeirra einskis virði. Hér er hlutunum rækilega snúið á hvolf. Hugsum okkur nú að enn væri við lýði bann við sölu mjólkurafurða nema í sérstökum mjólkurbúðum, bann við að aðrir en Bifreiðaeinkasala ríkisins seldi bifreiðar, bann við stofnun útvarps- og sjónvarpsstöðva svo fátt eitt sé nefnt. Væri það þá eðlilegt að þeir sem njóta vilja sjálfsagðs réttar til að selja mjólk eða bifreiðar eða stofna ljósvakamiðla yrðu að sýna fram á að krafa þeirra styddi við „siðmenningarlega framþróun og hagsmuni hinna dreifðari byggða“ til að fá henni framgengt?Hvað með skotvopn og sykur? Slíkt væri auðvitað fráleitt. Að öðrum kosti gætu forsjárhyggjumennirnir, sem telja sig hafa guðlegan rétt til að ráðskast með samborgara sína, snúið sér næst að öðru því, sem þeir eru andvígir. Hvað um sölu skotvopna svo dæmi sé nefnt? Er ekki fráleitt að skotvopn séu seld í almennum verslunum, en ekki af ríkisstarfsmönnum í bláum sloppum? Og hvað um sykur? Er ekki sykur heilsuspillandi og sjálfsagt að stofna Sykureinkasölu ríkisins, í nafni lýðheilsu? Væri það þá eðlileg krafa að þeir sem andmæltu þessum nýju stofnunum sýndu fram á „siðmenningarlega framþróun“ sem af því hlytist að halda áfram að selja haglabyssur í veiðiverslunum og sælgæti í sjoppum? Myndu 2/3 hlutar þjóðarinnar láta linnulausan áróður forsjárhyggjupostulanna blekkja sig til að lýsa stuðningi við frelsisskerðinguna? Eða myndum við einfaldlega hlæja að þeim? Yrði okkur ekki ljóst, að sönnunarbyrðin hvílir einfaldlega ekki á Gunnu í Vesturbænum, sem langar að stofna sælkeraverslun á Högunum, svipaða þeirri sem hún vann í á námsárunum á Ítalíu, og selji þar hráskinku (já, hún var bönnuð á sínum tíma), melónur og rauðvín? Sönnunarbyrðin hvílir á Jóni, sem vill banna henni að láta drauma sína rætast. Það er sama þótt Jóni þyki draumar Gunnu ómerkilegir, sama þótt honum hafi til þessa tekist að hindra að hún léti þá rætast, sama þótt Gunnu hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að búðin hennar leiði af sér „siðmenningarlega framþróun“ og sama hvað Jónarnir eru margir, frekir og háværir. Gunna er nefnilega fædd frjáls.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun