Kári og 11 prósentin Guðmundur Edgarsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Kári Stefánsson stendur nú fyrir undirskriftasöfnun í því skyni að framlög ríkisins til heilbrigðismála verði aukin í 11% af þjóðarframleiðslu og verði þannig á pari við það sem þekkist hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum.Bandaríkin og 16 prósentin En hví er markið ekki sett enn hærra og miðað við þau tæp 17% sem Bandaríkjamenn verja til heilbrigðismála? Það væri ekki skynsamlegt því þvert á það sem fólk heldur stafar hinn óheyrilegi kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum af síaukinni þátttöku ríkisins í heilbrigðisgeiranum sem smám saman hefur grafið undan skilvirkni markaðarins á því sviði. Til marks um hve umfangsmikill ríkisrekstur er orðinn í heilbrigðiskerfinu þar vestra má nefna að meðal-Bandaríkjamaður borgar nú meira í skatt vegna heilbrigðisþjónustu en meðal-Norðurlandabúinn. Þróun bandaríska heilbrigðiskerfisins frá fyrirkomulagi þar sem einkarekstur var ráðandi til kerfis sem einkennist æ meir af miðlægum ákvörðunum og kostnaðarþátttöku ríkisins hefur nefnilega leitt til meiri óhagkvæmni en áður voru dæmi um.Aukum frelsi og samkeppni Reynsla Bandaríkjamanna bendir til að vægi einkaframtaks í heilbrigðiskerfinu þyrfti að aukast en þá að mestu án niðurgreiðslna sem gjarnan brengla verðvitund neytandans. Slík einkavæðing með tilsvarandi skattalækkunum gæti nefnilega hentað vel í heilsugæslunni sem og á einkastofum sem sinna smærri aðgerðum. Ríkið gæti þá einbeitt sér að stærri aðgerðum og alvarlegri veikindum, hugsanlega með aukinni aðkomu sjálfstæðra tryggingafélaga að því tilskildu að skattar lækki til samræmis. Átak Kára er á margan hátt lofsvert. Heilbrigðiskerfinu hér á landi hefur hnignað undanfarin ár sem merkja má af gömlum tækjabúnaði, sífelldum vinnudeilum og löngum biðlistum. Því er mikilvægt að setja heilbrigðismál í forgang á næstu misserum. En gætum að einu. Aukin ríkisframlög ein og sér leysa ekki vandann til frambúðar. Á þessu hafa hin norrænu ríkin nú áttað sig. Fyrr en síðar þarf nefnilega að losa um miðstýringuna og yfirbygginguna í heilbrigðiskerfinu og auka þess í stað rými fyrir einkaframtak í fjölbreytilegu samkeppnisumhverfi. Með þeim fyrirvara skrifa ég glaður undir hjá Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dýr í neyð Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. 30. maí 2016 06:00 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson stendur nú fyrir undirskriftasöfnun í því skyni að framlög ríkisins til heilbrigðismála verði aukin í 11% af þjóðarframleiðslu og verði þannig á pari við það sem þekkist hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum.Bandaríkin og 16 prósentin En hví er markið ekki sett enn hærra og miðað við þau tæp 17% sem Bandaríkjamenn verja til heilbrigðismála? Það væri ekki skynsamlegt því þvert á það sem fólk heldur stafar hinn óheyrilegi kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum af síaukinni þátttöku ríkisins í heilbrigðisgeiranum sem smám saman hefur grafið undan skilvirkni markaðarins á því sviði. Til marks um hve umfangsmikill ríkisrekstur er orðinn í heilbrigðiskerfinu þar vestra má nefna að meðal-Bandaríkjamaður borgar nú meira í skatt vegna heilbrigðisþjónustu en meðal-Norðurlandabúinn. Þróun bandaríska heilbrigðiskerfisins frá fyrirkomulagi þar sem einkarekstur var ráðandi til kerfis sem einkennist æ meir af miðlægum ákvörðunum og kostnaðarþátttöku ríkisins hefur nefnilega leitt til meiri óhagkvæmni en áður voru dæmi um.Aukum frelsi og samkeppni Reynsla Bandaríkjamanna bendir til að vægi einkaframtaks í heilbrigðiskerfinu þyrfti að aukast en þá að mestu án niðurgreiðslna sem gjarnan brengla verðvitund neytandans. Slík einkavæðing með tilsvarandi skattalækkunum gæti nefnilega hentað vel í heilsugæslunni sem og á einkastofum sem sinna smærri aðgerðum. Ríkið gæti þá einbeitt sér að stærri aðgerðum og alvarlegri veikindum, hugsanlega með aukinni aðkomu sjálfstæðra tryggingafélaga að því tilskildu að skattar lækki til samræmis. Átak Kára er á margan hátt lofsvert. Heilbrigðiskerfinu hér á landi hefur hnignað undanfarin ár sem merkja má af gömlum tækjabúnaði, sífelldum vinnudeilum og löngum biðlistum. Því er mikilvægt að setja heilbrigðismál í forgang á næstu misserum. En gætum að einu. Aukin ríkisframlög ein og sér leysa ekki vandann til frambúðar. Á þessu hafa hin norrænu ríkin nú áttað sig. Fyrr en síðar þarf nefnilega að losa um miðstýringuna og yfirbygginguna í heilbrigðiskerfinu og auka þess í stað rými fyrir einkaframtak í fjölbreytilegu samkeppnisumhverfi. Með þeim fyrirvara skrifa ég glaður undir hjá Kára.
Dýr í neyð Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. 30. maí 2016 06:00
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun