Eftirlit með lögreglu Eyþór Víðisson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Formlegt, borgaralegt eftirlit með störfum lögreglu tíðkast víða um heim en þar tekur hópur fólks, sem óháður er lögreglustörfum, fyrir kvartanir, ábendingar og einstök mál til skoðunar. Einhverjir vilja meina að innra eftirlit sé eina leiðin til aðhalds lögreglu þar sem óbreyttir borgarar skilji ekki störf lögreglu nægilega vel til að geta rýnt þau réttilega. Einnig að til staðar séu önnur eftirlitsúrræði; s.s. ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari og jafnvel fjölmiðlar. Öðrum finnst þetta ekki nóg. Samkvæmt lýðræðislegu kerfi eftirlits og jafnvægis ætti engin(n) að hafa eftirlit með sjálfum sér. Yfirgripsmiklar valdheimildir og svigrúm lögreglu og mikilvæg staða hennar sem hliðvörður refsikerfisins gerir það mjög mikilvægt að almenningur eigi óháða leið til kvartana ef þessi mikilvæga stofnun misnotar vald sitt og leitar t.d. skjóls á bak við hinn svokallaða „bláa vegg þöggunar“. Þessi sýn segir að aðeins með utanaðkomandi rýni geti samfélagið verið öruggt um að löggæslan taki jákvæðum breytingum í verklagi sínu og menningu. Báðar þessar hliðar eiga við rök að styðjast; sjónarhorn og reynsla lögreglu er mikilvæg í umræðu sem þessari, á meðan allir geta verið sammála um að einungis innra eftirlit hennar er ekki nóg.Tilfinningarík og pólitísk umræðaUmræðan er bæði tilfinningarík og pólitísk. Við viljum gott eftirlit með jafn mikilvægum störfum og löggæsla er, en viljum þó ekki kæfandi vinnuumhverfi þar sem árangur líður fyrir of mikið eftirlit. Jafnvægi næst aðeins ef við veitum löggæslunni frelsi til að vinna sína vinnu innan laga, reglna og þess verklags sem gildir í hinu formlega kerfi. Þessu jafnvægi er erfitt að ná og þó svo að erfitt sé að staðhæfa að borgaralegt eftirlit sé árangursríkara en það innra, þá er enginn vafi á að það ríkir meiri sátt um það fyrrnefnda hjá almenningi. Því miður er það svo að margar þessara nefnda eru settar saman í kjölfar atburðar sem vakið hefur athygli og því er þeim hættara við að rekast á þau úrræði sem fyrir eru og skapa þannig oft fleiri vandamál en þær leysa. Slíkt fyrirkomulag ætti að láta lögreglu um rannsókn eigin mála en það væri síðan í höndum óháðra að fara yfir þá rannsókn og meta hana, kalla eftir frekari gögnum og gefa álit. Talsvert svigrúm ætti að veita löggæslu til að þróa sína menningu og verklag, einnig ætti að láta stjórnendur innan löggæslunnar sjá áfram um agaviðurlög vegna misferlis eða vanrækslu; það er jú þeirra starf. Löggæsla hér á landi er á leið að frekari fagmennsku og við ættum að treysta henni fyrir þeirri vegferð og því að sjá um mistæka starfsmenn sína. Þó er óháð eftirlit mikilvægt því það verða alltaf einhverjir sem misnota vald sitt, stjórnendur eru mannlegir og aðhald er öllum hollt. Lykillinn að bættri löggæslu er góð stjórnun, því það eru að mestu meginreglur í vinnustaðarmenningunni sem ákvarða samþykkta hegðun, en þar vísa stjórnendur leiðina, í gegnum ráðningar, þjálfun og verklagsreglur. Viðeigandi, óháð eftirlit er, ásamt öðrum leiðum, tímabær leið til að fá það besta út úr þessari mikilvægu stofnun sem löggæslan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Formlegt, borgaralegt eftirlit með störfum lögreglu tíðkast víða um heim en þar tekur hópur fólks, sem óháður er lögreglustörfum, fyrir kvartanir, ábendingar og einstök mál til skoðunar. Einhverjir vilja meina að innra eftirlit sé eina leiðin til aðhalds lögreglu þar sem óbreyttir borgarar skilji ekki störf lögreglu nægilega vel til að geta rýnt þau réttilega. Einnig að til staðar séu önnur eftirlitsúrræði; s.s. ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari og jafnvel fjölmiðlar. Öðrum finnst þetta ekki nóg. Samkvæmt lýðræðislegu kerfi eftirlits og jafnvægis ætti engin(n) að hafa eftirlit með sjálfum sér. Yfirgripsmiklar valdheimildir og svigrúm lögreglu og mikilvæg staða hennar sem hliðvörður refsikerfisins gerir það mjög mikilvægt að almenningur eigi óháða leið til kvartana ef þessi mikilvæga stofnun misnotar vald sitt og leitar t.d. skjóls á bak við hinn svokallaða „bláa vegg þöggunar“. Þessi sýn segir að aðeins með utanaðkomandi rýni geti samfélagið verið öruggt um að löggæslan taki jákvæðum breytingum í verklagi sínu og menningu. Báðar þessar hliðar eiga við rök að styðjast; sjónarhorn og reynsla lögreglu er mikilvæg í umræðu sem þessari, á meðan allir geta verið sammála um að einungis innra eftirlit hennar er ekki nóg.Tilfinningarík og pólitísk umræðaUmræðan er bæði tilfinningarík og pólitísk. Við viljum gott eftirlit með jafn mikilvægum störfum og löggæsla er, en viljum þó ekki kæfandi vinnuumhverfi þar sem árangur líður fyrir of mikið eftirlit. Jafnvægi næst aðeins ef við veitum löggæslunni frelsi til að vinna sína vinnu innan laga, reglna og þess verklags sem gildir í hinu formlega kerfi. Þessu jafnvægi er erfitt að ná og þó svo að erfitt sé að staðhæfa að borgaralegt eftirlit sé árangursríkara en það innra, þá er enginn vafi á að það ríkir meiri sátt um það fyrrnefnda hjá almenningi. Því miður er það svo að margar þessara nefnda eru settar saman í kjölfar atburðar sem vakið hefur athygli og því er þeim hættara við að rekast á þau úrræði sem fyrir eru og skapa þannig oft fleiri vandamál en þær leysa. Slíkt fyrirkomulag ætti að láta lögreglu um rannsókn eigin mála en það væri síðan í höndum óháðra að fara yfir þá rannsókn og meta hana, kalla eftir frekari gögnum og gefa álit. Talsvert svigrúm ætti að veita löggæslu til að þróa sína menningu og verklag, einnig ætti að láta stjórnendur innan löggæslunnar sjá áfram um agaviðurlög vegna misferlis eða vanrækslu; það er jú þeirra starf. Löggæsla hér á landi er á leið að frekari fagmennsku og við ættum að treysta henni fyrir þeirri vegferð og því að sjá um mistæka starfsmenn sína. Þó er óháð eftirlit mikilvægt því það verða alltaf einhverjir sem misnota vald sitt, stjórnendur eru mannlegir og aðhald er öllum hollt. Lykillinn að bættri löggæslu er góð stjórnun, því það eru að mestu meginreglur í vinnustaðarmenningunni sem ákvarða samþykkta hegðun, en þar vísa stjórnendur leiðina, í gegnum ráðningar, þjálfun og verklagsreglur. Viðeigandi, óháð eftirlit er, ásamt öðrum leiðum, tímabær leið til að fá það besta út úr þessari mikilvægu stofnun sem löggæslan er.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun