Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu – svör flokkanna lofa góðu Hrund Þrándardóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Sálfræðingafélag Íslands fyrirspurn til stjórnmálaflokka um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum. Eins og fram kom í fyrirspurninni tilgreina lög um réttindi sjúklinga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á gagnreynd sálfræðimeðferð (sú meðferð sem hefur í rannsóknum sýnt mestan árangur) að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og fleiru. Þrátt fyrir það er slík meðferð ekki raunhæfur valkostur fyrir nema hluta almennings þar sem hún er a) í mjög litlum mæli í boði innan heilsugæslunnar og b) ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Utan sjúkrahúsa, þar sem biðlistar eru langir eftir meðferð, er hún því fyrst og fremst í boði á starfsstofum sjálfstætt starfandi sálfræðinga, óniðurgreidd, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu. Síðan var spurt: Hvernig hyggst flokkurinn beita sér í því að laga það ósamræmi sem þarna blasir við? Skáletruð svör við spurningu b eru tekin beint upp úr svörum flokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér í því að sjúkratryggingar komi að niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjónusta sálfræðinga eigi að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Píratar sögðust aðhyllast vísindalegar aðferðir og ákvarðanir byggðar á gögnum?… Bestu aðferðirnar eiga að sjálfsögðu að fá forgang, það er hagkvæmasta leiðin til lengri tíma. Samfylkingin telur eðlilegt að þjónusta sálfræðinga sé niðurgreidd með sambærilegum hætti og þjónusta annarra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Vinstri grænir vilja gera sálfræðiþjónustu hluta af almenna heilbrigðiskerfinu og brýnt sé að vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum á næstu árum. Við teljum þessa stefnu fela í sér að sálfræðiþjónusta verði studd af Sjúkratryggingum Íslands. Björt framtíð telur mikilvægt að greiðsluþátttaka sé til samræmis við aðra heilbrigðisþjónustu. Þessi svör hljóma ljómandi vel og góður samhljómur milli flokkanna ætti að létta verkið. Sálfræðingafélag Íslands er tilbúið til að aðstoða við að koma málunum í betra horf. Góðar fyrirmyndir eru til erlendis frá og í smærri verkefnum hérlendis. Aðgengi að bestu meðferð við kvíða og þunglyndi og öðrum vanda er réttindamál fyrir almenning sem á að geta sótt sér þá meðferð sem sýnt hefur bestan árangur, óháð efnahag. Nú er mjög í umræðunni aukinn kvíði meðal barna og unglinga og að ekkert dregur úr örorku af völdum geðræns vanda milli ára. Við skulum ekki sitja hjá heldur taka höndum saman og bregðast við með aðferðum sem virka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Sálfræðingafélag Íslands fyrirspurn til stjórnmálaflokka um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum. Eins og fram kom í fyrirspurninni tilgreina lög um réttindi sjúklinga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á gagnreynd sálfræðimeðferð (sú meðferð sem hefur í rannsóknum sýnt mestan árangur) að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og fleiru. Þrátt fyrir það er slík meðferð ekki raunhæfur valkostur fyrir nema hluta almennings þar sem hún er a) í mjög litlum mæli í boði innan heilsugæslunnar og b) ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Utan sjúkrahúsa, þar sem biðlistar eru langir eftir meðferð, er hún því fyrst og fremst í boði á starfsstofum sjálfstætt starfandi sálfræðinga, óniðurgreidd, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu. Síðan var spurt: Hvernig hyggst flokkurinn beita sér í því að laga það ósamræmi sem þarna blasir við? Skáletruð svör við spurningu b eru tekin beint upp úr svörum flokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér í því að sjúkratryggingar komi að niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjónusta sálfræðinga eigi að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Píratar sögðust aðhyllast vísindalegar aðferðir og ákvarðanir byggðar á gögnum?… Bestu aðferðirnar eiga að sjálfsögðu að fá forgang, það er hagkvæmasta leiðin til lengri tíma. Samfylkingin telur eðlilegt að þjónusta sálfræðinga sé niðurgreidd með sambærilegum hætti og þjónusta annarra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Vinstri grænir vilja gera sálfræðiþjónustu hluta af almenna heilbrigðiskerfinu og brýnt sé að vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum á næstu árum. Við teljum þessa stefnu fela í sér að sálfræðiþjónusta verði studd af Sjúkratryggingum Íslands. Björt framtíð telur mikilvægt að greiðsluþátttaka sé til samræmis við aðra heilbrigðisþjónustu. Þessi svör hljóma ljómandi vel og góður samhljómur milli flokkanna ætti að létta verkið. Sálfræðingafélag Íslands er tilbúið til að aðstoða við að koma málunum í betra horf. Góðar fyrirmyndir eru til erlendis frá og í smærri verkefnum hérlendis. Aðgengi að bestu meðferð við kvíða og þunglyndi og öðrum vanda er réttindamál fyrir almenning sem á að geta sótt sér þá meðferð sem sýnt hefur bestan árangur, óháð efnahag. Nú er mjög í umræðunni aukinn kvíði meðal barna og unglinga og að ekkert dregur úr örorku af völdum geðræns vanda milli ára. Við skulum ekki sitja hjá heldur taka höndum saman og bregðast við með aðferðum sem virka.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun