Veruleikafirring neytandans Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Eru nútíma lífshættir umhverfissprengjur? Neysluvenjur á 21. öld krefjast umfangsmikillar hráefna- og vöruframleiðslu til að fullnægja kröfum neytenda um allan heim. Framleiðslan hefur hliðarverkanir sem raska jafnvægi í náttúrunni. Neikvæð umhverfisáhrif spanna allt frá framleiðslu lyfja, matvæla, bóka, húsbúnaðar, farsíma og tölva upp í framleiðslu á bifreiðum, skipum, olíuborpöllum og byggingarvörum fyrir skóla, verslunarmiðstöðvar og flughafnir. Við þetta bætist jarðvegseyðing vegna ofyrkju og ofbeitar og mengandi áhrif af notkun jarðefnaeldsneytis til að knýja samgöngutæki, hita húsakynni og framleiða orku fyrir rekstur tæknibúnaðar. Gríðarleg umhverfismengun af plastefnum er alþjóðleg umhverfisvá. Ný spá Alþjóða efnahagsráðsins áætlar að meira verði af plasti en fiski í sjónum árið 2050. Offita er alvarlegt heilbrigðisvandmál sem tengist nútíma neysluvenjum. Eru einhverjar líkur á að stemma megi stigu við slíkum afleiðingum neyslumenningarinnar?Þarfir og gerviþarfirNeysluhagkerfi 21. aldar speglar þróunina frá frumvinnslu hráefna upp í þjónustumiðað hátæknisamfélag. Í sumum tilvikum er um að ræða grunnþarfir mannskepnunnar en í öðrum tilfellum má flokka eftirspurn neytenda undir „gerviþarfir“. Skilin eru óljós. Það sem í gær var talin gerviþörf, kann að þykja nauðsyn í dag. Þegar farsímar ruddu sér til rúms á síðustu öld, flokkuðu margir þá undir óþarfa. Fáum dettur slíkt lengur í hug enda þykir farsíminn þarfasti þjónninn á samskiptaöld og mikilvægt öryggistæki. Grunniðnaður fyrir neyslusamfélög nútímans felst í framleiðslu á efnum á borð við stál, ál, kopar, kísil, gull, silfur, króm, klór, natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum, títan, olíu, plast, gler, timbur og pappír auk margvíslegra flókinna efnasambanda, lífrænna og ólífrænna. Framlag okkar Íslendinga felst í orkusæknum iðnaði, aðallega áliðnaði, en einnig í framleiðslu á kísiljárni sem er mikilvægt íblendiefni stálafurða.Með einn kaldan á kantinumMargir andæfa neikvæðum áhrifum verksmiðjuframleiðslu og spyrja: „Er þetta ekki komið út í öfgar?“ Félagasamtök kalla eftir breytingum ásamt einstaklingum sem finna til ábyrgðarkenndar gagnvart umhverfinu. Slík gagnrýni er mikilvægt aðhald gagnvart stjórnvöldum og framleiðendum og hefur t.d. jákvæð áhrif á reglugerðir og eftirlit með losun efna. Gallinn er bara sá að flestum gagnrýnendum er fyrirmunað að átta sig á orsakarsamhenginu milli eftirspurnar neyslusamfélagsins og óumflýjanlegrar framleiðslu til að fullnægja eftirspurninni. Blindastir eru gagnrýnendurnir á eigin neyslu. Er það til dæmis ekki svolítið broslegt að sjá fyrir sér einstakling hamast gegn áliðnaði með farsíma úr áli í hendi, tölvu úr áli fyrir framan sig og einn kaldan í áldós á kantinum? Á skrifborðinu liggur útprentaður farmiði til útlanda með flugvél úr áli. Í eldhúsinu eru búsáhöld og matvælaumbúðir úr áli og lyfjaumbúðir úr áli í lyfjaskápnum. Utan dyra standa reiðhjól og bifreið úr áli, til þjónustu reiðubúin. Sannleikurinn er sá að með virkjunum og álverum er verið að svara kröfum og óskum fólks sem jafnvel gagnrýnir hvort tveggja harðlega. Fólk ferðast með léttum og sparneytnum farartækjum úr áli og finnst það sjálfsagt. Fólk situr við tölvuna og finnst að rafmagnið komi úr veggnum en ekki frá virkjunum. Við drekkum bjór og gosdrykki úr áldósum. Viljum við frekar drekka þá úr plastílátum? Menn hafa þægindin í hendi sér en hneykslast um leið á því hvernig þau verða til. Nútímamaðurinn er aftengdur raunveruleikanum. Ef menn vilja virkilega leggja af virkjanir og orkusækinn iðnað, væri kannski nær að leggja fyrst af þá lífshætti sem kalla á þessa starfsemi. En er það raunhæft? Við getum kannski horfið aftur til fortíðar varðandi einhver áhöld og umbúðir en getum við verið án rafmagns, bíla og flugvéla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Eru nútíma lífshættir umhverfissprengjur? Neysluvenjur á 21. öld krefjast umfangsmikillar hráefna- og vöruframleiðslu til að fullnægja kröfum neytenda um allan heim. Framleiðslan hefur hliðarverkanir sem raska jafnvægi í náttúrunni. Neikvæð umhverfisáhrif spanna allt frá framleiðslu lyfja, matvæla, bóka, húsbúnaðar, farsíma og tölva upp í framleiðslu á bifreiðum, skipum, olíuborpöllum og byggingarvörum fyrir skóla, verslunarmiðstöðvar og flughafnir. Við þetta bætist jarðvegseyðing vegna ofyrkju og ofbeitar og mengandi áhrif af notkun jarðefnaeldsneytis til að knýja samgöngutæki, hita húsakynni og framleiða orku fyrir rekstur tæknibúnaðar. Gríðarleg umhverfismengun af plastefnum er alþjóðleg umhverfisvá. Ný spá Alþjóða efnahagsráðsins áætlar að meira verði af plasti en fiski í sjónum árið 2050. Offita er alvarlegt heilbrigðisvandmál sem tengist nútíma neysluvenjum. Eru einhverjar líkur á að stemma megi stigu við slíkum afleiðingum neyslumenningarinnar?Þarfir og gerviþarfirNeysluhagkerfi 21. aldar speglar þróunina frá frumvinnslu hráefna upp í þjónustumiðað hátæknisamfélag. Í sumum tilvikum er um að ræða grunnþarfir mannskepnunnar en í öðrum tilfellum má flokka eftirspurn neytenda undir „gerviþarfir“. Skilin eru óljós. Það sem í gær var talin gerviþörf, kann að þykja nauðsyn í dag. Þegar farsímar ruddu sér til rúms á síðustu öld, flokkuðu margir þá undir óþarfa. Fáum dettur slíkt lengur í hug enda þykir farsíminn þarfasti þjónninn á samskiptaöld og mikilvægt öryggistæki. Grunniðnaður fyrir neyslusamfélög nútímans felst í framleiðslu á efnum á borð við stál, ál, kopar, kísil, gull, silfur, króm, klór, natríum, kalíum, kalsíum, magnesíum, títan, olíu, plast, gler, timbur og pappír auk margvíslegra flókinna efnasambanda, lífrænna og ólífrænna. Framlag okkar Íslendinga felst í orkusæknum iðnaði, aðallega áliðnaði, en einnig í framleiðslu á kísiljárni sem er mikilvægt íblendiefni stálafurða.Með einn kaldan á kantinumMargir andæfa neikvæðum áhrifum verksmiðjuframleiðslu og spyrja: „Er þetta ekki komið út í öfgar?“ Félagasamtök kalla eftir breytingum ásamt einstaklingum sem finna til ábyrgðarkenndar gagnvart umhverfinu. Slík gagnrýni er mikilvægt aðhald gagnvart stjórnvöldum og framleiðendum og hefur t.d. jákvæð áhrif á reglugerðir og eftirlit með losun efna. Gallinn er bara sá að flestum gagnrýnendum er fyrirmunað að átta sig á orsakarsamhenginu milli eftirspurnar neyslusamfélagsins og óumflýjanlegrar framleiðslu til að fullnægja eftirspurninni. Blindastir eru gagnrýnendurnir á eigin neyslu. Er það til dæmis ekki svolítið broslegt að sjá fyrir sér einstakling hamast gegn áliðnaði með farsíma úr áli í hendi, tölvu úr áli fyrir framan sig og einn kaldan í áldós á kantinum? Á skrifborðinu liggur útprentaður farmiði til útlanda með flugvél úr áli. Í eldhúsinu eru búsáhöld og matvælaumbúðir úr áli og lyfjaumbúðir úr áli í lyfjaskápnum. Utan dyra standa reiðhjól og bifreið úr áli, til þjónustu reiðubúin. Sannleikurinn er sá að með virkjunum og álverum er verið að svara kröfum og óskum fólks sem jafnvel gagnrýnir hvort tveggja harðlega. Fólk ferðast með léttum og sparneytnum farartækjum úr áli og finnst það sjálfsagt. Fólk situr við tölvuna og finnst að rafmagnið komi úr veggnum en ekki frá virkjunum. Við drekkum bjór og gosdrykki úr áldósum. Viljum við frekar drekka þá úr plastílátum? Menn hafa þægindin í hendi sér en hneykslast um leið á því hvernig þau verða til. Nútímamaðurinn er aftengdur raunveruleikanum. Ef menn vilja virkilega leggja af virkjanir og orkusækinn iðnað, væri kannski nær að leggja fyrst af þá lífshætti sem kalla á þessa starfsemi. En er það raunhæft? Við getum kannski horfið aftur til fortíðar varðandi einhver áhöld og umbúðir en getum við verið án rafmagns, bíla og flugvéla?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun