Athugasemd við grein Þorvaldar Gylfasonar „Um heiður og sóma“ Helgi E. Eyjólfsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Í grein Þorvaldar Gylfasonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 21. janúar síðastliðinn, er fjallað um spillingu og traust. Þorvaldur ræðir mælingar á trausti og spillingu og lýsir því yfir að fjölþjóðleg gögn séu til um mælingar á félagslegu trausti, nokkuð aftur í tímann, og því kjörið að bera saman lönd til að sjá hvort félagslegt traust sé alla jafna mikið eða lítið á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Allt er þetta rétt hjá prófessornum en svo fer að halla undan fæti. Þorvaldur segir að þegar fólk sé spurt „hvort flestu fólki sé treystandi eða hvort gæta þurfi ýtrustu varúðar í samskiptum við annað fólk kemur í ljós að traustið sem Íslendingar bera hver til annars var löngu fyrir hrun miklu minna en annars staðar um Norðurlönd. Spilling og vantraust voru því trúlega meðal orsaka hrunsins frekar en afleiðingar?…“. Þetta er rangt. Meðal þeirra fjölþjóðlegu gagna sem Þorvaldur vísar til er rannsóknarverkefnið European Social Survey (ESS) sem hefur verið unnið síðan 2002. Hluti ESS er samhæfður spurningalisti sem lagður er fyrir íbúa fjölmargra landa í Evrópu á tveggja ára fresti þar sem sömu úrtaks- og viðtalsaðferðum er beitt. Gögnin eru af miklum gæðum og gera því samanburð á milli þátttökulanda auðveldan. Ísland hefur tvisvar sinnum tekið þátt, árin 2004 og 2012. Meðal þeirra fjölmörgu atriða sem verkefnið mælir er einmitt félagslegt traust. Gögn og niðurstöður eru öllum opin og aðgengileg sem það kjósa. Félagslegt traust er oft mælt með því að fá fólk til að leggja mat á hvort það telji að flestu fólki sé treystandi eða hvort það sé aldrei of varlega farið í samskiptum við aðra. Í ESS leggur fólk mat á það með því að staðsetja sig á kvarða frá 0 (það er aldrei of varlega farið) til 10 (flestu fólki er treystandi). Því er mögulegt í þessu samhengi að bera saman lönd með því að sjá hvert meðaltal hvers lands er á þessum ellefu punkta kvarða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá fyrirlögninni 2004 raða Norðurlöndin sér í efstu sæti. Þetta mynstur er þekkt, en Norðurlöndin raða sér alla jafna í efstu sæti í mælingu á félagslegu trausti. Þar sem Þorvaldur vitnar ekki í neina rannsókn er erfitt að sjá hvaðan sú staðhæfing hans er fengin að Ísland sé allt öðruvísi en hin norrænu ríkin þegar kemur að félagslegu trausti. Og enn erfiðara er að átta sig á því hvernig hann fær það út að mikið félagslegt vantraust hafi verið orsakaþáttur í hruninu (!) þegar bestu fáanlegu gögn benda til þess að hér mælist félagslegt traust hátt. Ísland er langt yfir meðaltali í Evrópu og með sama meðaltal og Svíar (munurinn er ekki tölfræðilega marktækur). Þorvaldur hlýtur að bregðast við og benda lesendum á hvaðan hann fær þær upplýsingar að Ísland sé frábrugðið hinum norrænu ríkjunum í félagslegu trausti og hvernig hann dregur þá ályktun að það sé orsakavaldur hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í grein Þorvaldar Gylfasonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 21. janúar síðastliðinn, er fjallað um spillingu og traust. Þorvaldur ræðir mælingar á trausti og spillingu og lýsir því yfir að fjölþjóðleg gögn séu til um mælingar á félagslegu trausti, nokkuð aftur í tímann, og því kjörið að bera saman lönd til að sjá hvort félagslegt traust sé alla jafna mikið eða lítið á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Allt er þetta rétt hjá prófessornum en svo fer að halla undan fæti. Þorvaldur segir að þegar fólk sé spurt „hvort flestu fólki sé treystandi eða hvort gæta þurfi ýtrustu varúðar í samskiptum við annað fólk kemur í ljós að traustið sem Íslendingar bera hver til annars var löngu fyrir hrun miklu minna en annars staðar um Norðurlönd. Spilling og vantraust voru því trúlega meðal orsaka hrunsins frekar en afleiðingar?…“. Þetta er rangt. Meðal þeirra fjölþjóðlegu gagna sem Þorvaldur vísar til er rannsóknarverkefnið European Social Survey (ESS) sem hefur verið unnið síðan 2002. Hluti ESS er samhæfður spurningalisti sem lagður er fyrir íbúa fjölmargra landa í Evrópu á tveggja ára fresti þar sem sömu úrtaks- og viðtalsaðferðum er beitt. Gögnin eru af miklum gæðum og gera því samanburð á milli þátttökulanda auðveldan. Ísland hefur tvisvar sinnum tekið þátt, árin 2004 og 2012. Meðal þeirra fjölmörgu atriða sem verkefnið mælir er einmitt félagslegt traust. Gögn og niðurstöður eru öllum opin og aðgengileg sem það kjósa. Félagslegt traust er oft mælt með því að fá fólk til að leggja mat á hvort það telji að flestu fólki sé treystandi eða hvort það sé aldrei of varlega farið í samskiptum við aðra. Í ESS leggur fólk mat á það með því að staðsetja sig á kvarða frá 0 (það er aldrei of varlega farið) til 10 (flestu fólki er treystandi). Því er mögulegt í þessu samhengi að bera saman lönd með því að sjá hvert meðaltal hvers lands er á þessum ellefu punkta kvarða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá fyrirlögninni 2004 raða Norðurlöndin sér í efstu sæti. Þetta mynstur er þekkt, en Norðurlöndin raða sér alla jafna í efstu sæti í mælingu á félagslegu trausti. Þar sem Þorvaldur vitnar ekki í neina rannsókn er erfitt að sjá hvaðan sú staðhæfing hans er fengin að Ísland sé allt öðruvísi en hin norrænu ríkin þegar kemur að félagslegu trausti. Og enn erfiðara er að átta sig á því hvernig hann fær það út að mikið félagslegt vantraust hafi verið orsakaþáttur í hruninu (!) þegar bestu fáanlegu gögn benda til þess að hér mælist félagslegt traust hátt. Ísland er langt yfir meðaltali í Evrópu og með sama meðaltal og Svíar (munurinn er ekki tölfræðilega marktækur). Þorvaldur hlýtur að bregðast við og benda lesendum á hvaðan hann fær þær upplýsingar að Ísland sé frábrugðið hinum norrænu ríkjunum í félagslegu trausti og hvernig hann dregur þá ályktun að það sé orsakavaldur hrunsins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun