Opið bréf til rektora háskólanna um kynjafræði- og jafnréttiskennslu Guðrún Jóhannsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 00:00 Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnrétti kynja samkvæmt aðferðafræði Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) þá er ofangreind staða áhyggjuefni. Því þrátt fyrir lagalegt og félagslegt jafnrétti hérlendis er kynskiptur vinnumarkaður staðreynd. Hann leiðir meðal annars af sér óskýrðan launamun kynjanna (um 6% árið 2015), að hlutfallslega fáar konur gegna stjórnunarstöðum og efnahagsleg völd og starfsþróunarmöguleikar kvenna eru almennt minni en karla. Þá eru ótalin önnur atriði sem varða stöðu kynjanna á heimili og vinnumarkaði, svo sem lægri lífeyristekjur kvenna, að þær taka lengra fæðingarorlof, bera meiri ábyrgð á umönnun barna og veikra fjölskyldumeðlima og eyða meiri tíma í heimilisstörf en karlar. Umræðan í samfélaginu undanfarið ber einnig vott um kynjamisrétti á öðrum sviðum, til dæmis umræða um skarðan hlut kvenna í fjölmiðlum, íþróttum, staðalímyndir í dægurmiðlum og kynbundið ofbeldi.Meðvitaðri um mannréttindi Nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa fengið kynjafræðikennslu hafa sagt að kennslan hafi breytt hugmyndum þeirra um stöðu kynjanna og almennt gert þá meðvitaðri um mannréttindi og lýðræði. Ef ætlunin er að ná fram raunverulegu jafnrétti í íslensku samfélagi er markviss jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum lykilatriði. Það höfum við reyndar lengi vitað. Í fyrstu jafnréttislögunum frá árinu 1975 hefur verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu og sama var áréttað í lögum um grunnskóla frá árinu 2008. Vorið 2013 sendi jafnréttisnefnd KÍ frá sér eftirfarandi ályktun varðandi jafnréttisfræðslu kennaranema sem samþykkt var af stjórnum allra aðildarfélaga KÍ: Í Jafnréttislögum (lög nr. 10/2008) er kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Eins hafa verið samþykkt ný lög um öll skólastig og ný aðalnámskrá þar sem jafnrétti er einn grunnþátta menntunar sem á að fléttast inn í allt skólastarf. Jafnréttisnefnd KÍ vill því koma á framfæri hvatningu um aukna jafnréttiskennslu fyrir kennaranema á öllum skólastigum til stjórnenda Menntavísindasviðs/kennaradeilda háskólanna. Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að kynja- og jafnréttiskennslu er hvergi nærri nógu hátt gert undir höfði í íslensku menntakerfi. Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill jafnréttisnefnd KÍ ítreka ályktun sína og hvetja íslenska háskóla til að finna leiðir til að tryggja verðandi og núverandi kennurum kynja- og jafnréttisfræðikennslu. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri tíma litið. Það væri allra hagur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnrétti kynja samkvæmt aðferðafræði Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) þá er ofangreind staða áhyggjuefni. Því þrátt fyrir lagalegt og félagslegt jafnrétti hérlendis er kynskiptur vinnumarkaður staðreynd. Hann leiðir meðal annars af sér óskýrðan launamun kynjanna (um 6% árið 2015), að hlutfallslega fáar konur gegna stjórnunarstöðum og efnahagsleg völd og starfsþróunarmöguleikar kvenna eru almennt minni en karla. Þá eru ótalin önnur atriði sem varða stöðu kynjanna á heimili og vinnumarkaði, svo sem lægri lífeyristekjur kvenna, að þær taka lengra fæðingarorlof, bera meiri ábyrgð á umönnun barna og veikra fjölskyldumeðlima og eyða meiri tíma í heimilisstörf en karlar. Umræðan í samfélaginu undanfarið ber einnig vott um kynjamisrétti á öðrum sviðum, til dæmis umræða um skarðan hlut kvenna í fjölmiðlum, íþróttum, staðalímyndir í dægurmiðlum og kynbundið ofbeldi.Meðvitaðri um mannréttindi Nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa fengið kynjafræðikennslu hafa sagt að kennslan hafi breytt hugmyndum þeirra um stöðu kynjanna og almennt gert þá meðvitaðri um mannréttindi og lýðræði. Ef ætlunin er að ná fram raunverulegu jafnrétti í íslensku samfélagi er markviss jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum lykilatriði. Það höfum við reyndar lengi vitað. Í fyrstu jafnréttislögunum frá árinu 1975 hefur verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu og sama var áréttað í lögum um grunnskóla frá árinu 2008. Vorið 2013 sendi jafnréttisnefnd KÍ frá sér eftirfarandi ályktun varðandi jafnréttisfræðslu kennaranema sem samþykkt var af stjórnum allra aðildarfélaga KÍ: Í Jafnréttislögum (lög nr. 10/2008) er kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Eins hafa verið samþykkt ný lög um öll skólastig og ný aðalnámskrá þar sem jafnrétti er einn grunnþátta menntunar sem á að fléttast inn í allt skólastarf. Jafnréttisnefnd KÍ vill því koma á framfæri hvatningu um aukna jafnréttiskennslu fyrir kennaranema á öllum skólastigum til stjórnenda Menntavísindasviðs/kennaradeilda háskólanna. Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að kynja- og jafnréttiskennslu er hvergi nærri nógu hátt gert undir höfði í íslensku menntakerfi. Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill jafnréttisnefnd KÍ ítreka ályktun sína og hvetja íslenska háskóla til að finna leiðir til að tryggja verðandi og núverandi kennurum kynja- og jafnréttisfræðikennslu. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri tíma litið. Það væri allra hagur!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun