Einar: Þvílík frammistaða hjá liðinu Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 8. febrúar 2016 21:44 Einar var líflegur á hliðarlínunni að vanda. vísir "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
"Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01
Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00