Við erum höfð að fíflum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar