Við erum höfð að fíflum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun