Er hægt draga úr spillingu? Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:30 Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar