Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2016 07:00 Aron Pálmarsson stendur svekktur á meðan strákarnir ræða saman í leikhléi. vísir/valli Verkefnið var erfitt en gulrótin var stór. Tækist strákunum okkar að leggja Króata þá færi liðið með fjögur stig í milliriðil. Króatar með breytt lið og nú var lag. Þetta flotta tækifæri var svo sannarlega ekki nýtt því íslenska liðinu var hreinlega slátrað, 37-28. Þvílík flenging. Strákarnir mættu í raun aldrei til leiks. Varnarleikurinn var sama gjaldþrotið og gegn Hvít-Rússum og sóknarleikurinn pínlegur. Engar lausnir gegn vörn Króata og í okkar vörn var ekki hægt að kaupa eitt stopp. Króatar komust í 5-1 og staðan var 11-2 eftir rúmar 14 mínútur. Leikurinn í raun búinn. Króatar náðu mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik en leiddu með níu mörkum í leikhléi, 19-10. Ótrúlega lélegt. Sama hörmungin hélt áfram í síðari hálfleik. Strákarnir fundu aldrei neistann og fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið. Þeir voru eins og litlir skólastrákar gegn karlmönnum á vellinum. Það var átakanlega erfitt að horfa upp á þetta. Að horfa á þessa reyndu og góða handboltamenn líta út eins viðvaninga inn á vellinum. Það var ekki bara það. Það vantaði allan anda, kraft og grimmd í drengina. Það vantaði alla leikgleði og ástríðu. Án hennar hefur þetta lið aldrei unnið neitt. Það var engu líkara en þeir væru bugaðir af stressi sem er ótrúlegt þar sem þetta er einkar reynt lið sem þekkir þetta allt. Annað stórmótið í röð veldur liðið gríðarlegum vonbrigðum. Það vita allir að þessir leikmenn geta betur. Hverjum er um að kenna? Þjálfaranum eða leikmönnum? Þjálfarinn er auðvitað sá sem er ábyrgur fyrir gengi liða en leikmenn verða einnig að axla ábyrgð. Þeir áttu að gera betur enda geta þeir það.Er tíma Arons lokið hjá HSÍ? Staða Arons Kristjánssonar er ákaflega veik eftir þetta mót. Skiljanlega. Ég yrði afar hissa ef hann héldi áfram með liðið. Hans lið féll aftur á stóra prófinu og það eru engar afsakanir. Hann var með sitt besta lið en virtist ekki vera með þær lausnir sem þurfti. Íslenska landsliðið er betra en svo að árangurinn í síðustu tveim mótum sé boðlegur. Aron vildi ekkert gefa upp um framtíðina í gær en sagðist ætla að skoða sína stöðu á næstu dögum. Þessi skellur í Katowice þýðir líka að íslenska liðið mun ekki spila á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst næstkomandi. Ísland gæti því í besta falli komist næst inn á stórmót eftir ár. Þessi hörmulegi árangur gæti orðið þess valdandi að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki og fái sterkari andstæðing. Þetta gjaldþrot setur framtíð liðsins í uppnám og það verður að taka alvarlega. HSÍ þarf að fara í naflaskoðun með liðið og umgjörð þess því sumir leikmenn eru að komast á tíma og framtíðin virðist alls ekki vera nógu björt. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Verkefnið var erfitt en gulrótin var stór. Tækist strákunum okkar að leggja Króata þá færi liðið með fjögur stig í milliriðil. Króatar með breytt lið og nú var lag. Þetta flotta tækifæri var svo sannarlega ekki nýtt því íslenska liðinu var hreinlega slátrað, 37-28. Þvílík flenging. Strákarnir mættu í raun aldrei til leiks. Varnarleikurinn var sama gjaldþrotið og gegn Hvít-Rússum og sóknarleikurinn pínlegur. Engar lausnir gegn vörn Króata og í okkar vörn var ekki hægt að kaupa eitt stopp. Króatar komust í 5-1 og staðan var 11-2 eftir rúmar 14 mínútur. Leikurinn í raun búinn. Króatar náðu mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik en leiddu með níu mörkum í leikhléi, 19-10. Ótrúlega lélegt. Sama hörmungin hélt áfram í síðari hálfleik. Strákarnir fundu aldrei neistann og fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið. Þeir voru eins og litlir skólastrákar gegn karlmönnum á vellinum. Það var átakanlega erfitt að horfa upp á þetta. Að horfa á þessa reyndu og góða handboltamenn líta út eins viðvaninga inn á vellinum. Það var ekki bara það. Það vantaði allan anda, kraft og grimmd í drengina. Það vantaði alla leikgleði og ástríðu. Án hennar hefur þetta lið aldrei unnið neitt. Það var engu líkara en þeir væru bugaðir af stressi sem er ótrúlegt þar sem þetta er einkar reynt lið sem þekkir þetta allt. Annað stórmótið í röð veldur liðið gríðarlegum vonbrigðum. Það vita allir að þessir leikmenn geta betur. Hverjum er um að kenna? Þjálfaranum eða leikmönnum? Þjálfarinn er auðvitað sá sem er ábyrgur fyrir gengi liða en leikmenn verða einnig að axla ábyrgð. Þeir áttu að gera betur enda geta þeir það.Er tíma Arons lokið hjá HSÍ? Staða Arons Kristjánssonar er ákaflega veik eftir þetta mót. Skiljanlega. Ég yrði afar hissa ef hann héldi áfram með liðið. Hans lið féll aftur á stóra prófinu og það eru engar afsakanir. Hann var með sitt besta lið en virtist ekki vera með þær lausnir sem þurfti. Íslenska landsliðið er betra en svo að árangurinn í síðustu tveim mótum sé boðlegur. Aron vildi ekkert gefa upp um framtíðina í gær en sagðist ætla að skoða sína stöðu á næstu dögum. Þessi skellur í Katowice þýðir líka að íslenska liðið mun ekki spila á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst næstkomandi. Ísland gæti því í besta falli komist næst inn á stórmót eftir ár. Þessi hörmulegi árangur gæti orðið þess valdandi að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki og fái sterkari andstæðing. Þetta gjaldþrot setur framtíð liðsins í uppnám og það verður að taka alvarlega. HSÍ þarf að fara í naflaskoðun með liðið og umgjörð þess því sumir leikmenn eru að komast á tíma og framtíðin virðist alls ekki vera nógu björt.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28
Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31
Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24
Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16
Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00