Vegfarendum í bílaborginni Stuttgart ráðlagt að nota ekki bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 12:50 Mengun í Stuttgart. Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent