Enn betur búinn Ford Kuga AWD frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 13:37 Brimborg frumsýnir enn betur búinn Ford Kuga AWD á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í Ford sýningarsalnum að Bíldshöfða 6. Ford Kuga er fjórhjóladrifinn jeppi með miklum staðalbúnaði. Má þar nefna skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif (Intelligent All-Wheel Drive system) sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega, Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, íslenskt leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá í miðjustokk, 4,2“ TFT litaskjá í mælaborði, tvískipta tölvustýrða miðstöð með loftkælingu og 17“ álfelgur. Ford Kuga er tilvalinn til ferðalaga. Dráttargetan er mikil eða 2.100 kg. Veghæðin er jafnframt mikil eða um 20 cm undir lægsta punkt. Öryggi Ford Kuga er jafnframt framúrskarandi enda fékk hann fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP. Ford Kuga er í boði sjálfskiptur og beinskiptur, dísil eða bensín. Dísilvélin hefur fengið mikið lof fyrir sparneytni og lága koltvísýringslosun. Ford EcoBoost bensínvélin er einnig mjög sparneytin og hefur fengið fjöldan allan af viðurkenningum. Ford SYNC samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu er staðalbúnaður í Ford Kuga. Með raddstýringu getur þú hringt símtöl og stjórnað tónlistinni. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Grunnútfærsla Ford Kuga kallast Trend Edition. Útfærslan þar fyrir ofan kallast Titanium og er enn glæsilegri. Meðal búnaðar Ford Kuga Titanium er lyklalaust aðgengi, nálægðarskynjarar að aftan og framan, leðuráklæði á slitflötum, Sony hljómkerfi með 9 hátölurum, upphitanleg framrúða, bakkmyndavél, hálf-sjálfvirk bílastæðaaðstoð, regnskynjari, baksýnisspegill með sjálfvirkri dimmingu, stöðugleikastýrirkerfi fyrir eftirvagn og langbogar með álútliti. Ford Kuga Titanium er jafnframt búinn rafdrifnum afturhlera með skynjara. Þú færir bara fótinn undir stuðarann og þá opnast/lokast afturhlerinn. Auðveldur í notkun, jafnvel með hendur fullar. Bæði praktískt og þægilegt! Í boði er einnig Titanium S viðbótarpakki en hann inniheldur leðuráklæði á sætum, dökklitaðar rúður í farþegarými, rafdrifnar stillingar á ökumannssæti og fjölstillanlegt farþegasæti. Brimborg hvetur áhugasama til að koma í sýningarsal Ford og prófa nýjan Ford Kuga AWD á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Brimborg frumsýnir enn betur búinn Ford Kuga AWD á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í Ford sýningarsalnum að Bíldshöfða 6. Ford Kuga er fjórhjóladrifinn jeppi með miklum staðalbúnaði. Má þar nefna skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif (Intelligent All-Wheel Drive system) sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega, Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, íslenskt leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá í miðjustokk, 4,2“ TFT litaskjá í mælaborði, tvískipta tölvustýrða miðstöð með loftkælingu og 17“ álfelgur. Ford Kuga er tilvalinn til ferðalaga. Dráttargetan er mikil eða 2.100 kg. Veghæðin er jafnframt mikil eða um 20 cm undir lægsta punkt. Öryggi Ford Kuga er jafnframt framúrskarandi enda fékk hann fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP. Ford Kuga er í boði sjálfskiptur og beinskiptur, dísil eða bensín. Dísilvélin hefur fengið mikið lof fyrir sparneytni og lága koltvísýringslosun. Ford EcoBoost bensínvélin er einnig mjög sparneytin og hefur fengið fjöldan allan af viðurkenningum. Ford SYNC samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu er staðalbúnaður í Ford Kuga. Með raddstýringu getur þú hringt símtöl og stjórnað tónlistinni. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Grunnútfærsla Ford Kuga kallast Trend Edition. Útfærslan þar fyrir ofan kallast Titanium og er enn glæsilegri. Meðal búnaðar Ford Kuga Titanium er lyklalaust aðgengi, nálægðarskynjarar að aftan og framan, leðuráklæði á slitflötum, Sony hljómkerfi með 9 hátölurum, upphitanleg framrúða, bakkmyndavél, hálf-sjálfvirk bílastæðaaðstoð, regnskynjari, baksýnisspegill með sjálfvirkri dimmingu, stöðugleikastýrirkerfi fyrir eftirvagn og langbogar með álútliti. Ford Kuga Titanium er jafnframt búinn rafdrifnum afturhlera með skynjara. Þú færir bara fótinn undir stuðarann og þá opnast/lokast afturhlerinn. Auðveldur í notkun, jafnvel með hendur fullar. Bæði praktískt og þægilegt! Í boði er einnig Titanium S viðbótarpakki en hann inniheldur leðuráklæði á sætum, dökklitaðar rúður í farþegarými, rafdrifnar stillingar á ökumannssæti og fjölstillanlegt farþegasæti. Brimborg hvetur áhugasama til að koma í sýningarsal Ford og prófa nýjan Ford Kuga AWD á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira