Skoðun

Landssamtökin Þroskahjálp 40 ára

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar

Auðlesinn texti:

Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári.



Aðalmarkmið Þroskahjálpar er:



Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna.



Þroskahjálp er málsvari fatlaðs fólks.

Þroskahjálp á að hjálpa fötluðu fólki að gæta hagsmuna sinna og réttinda.

Þroskahjálp vinnur eftir mannréttindum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.



Sérstök áhersluatriði hjá Þroskahjálp eru þessi:

Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna.



Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins.



Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf.



Allir eiga rétt á að taka eigin ákvarðanir.



Allir sem þurfa, eiga rétt á stuðningi til að fá sömu tækifæri og aðrir.



Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar.



Allir eiga rétt á eigin heimili.



Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu.



Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu.



Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis.



Allir eiga rétt á að njóta menningar og frístunda.



Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn.



Rúmlega 20 félög eru í Landssamtökunum Þroskahjálp.

Félag fólks með þroskahömlun.

Foreldra- og styrktarfélög.

Landshlutafélög Þroskahjálpar.

Fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk.



Félögin starfa víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um 6.000.

Félög þurfa að vinna að markmiðum Þroskahjálpar til að geta orðið aðilar að samtökunum.



Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu www.throskahjalp.is og á Facebook.

Auk þess gefa þau út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári.



Á þessum miðlum eru upplýsingar um starfsemi og baráttumál samtakanna.



Samtökin reka húsbyggingasjóð til að hjálpa fólki að fá hentugt húsnæði og betri möguleika til sjálfstæðis og eðlilegs lífs.



Ýmislegt hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks á þeim 40 árum sem Þroskahjálp hefur verið til.



Mikið verk er þó óunnið.



Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda.



Samtökin búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og líka kjarki og krafti.



Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×