Könnun UNICEF á Íslandi Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2016 13:28 Ný könnun Unicef á Íslandi hefur verið birt þar sem talið er að yfir 6000 börn á Íslandi búi við fátækt af einhverjum toga. Mesta athygli mína vakti að húsnæði var talin einn af þeim þáttum sem væri ábótavant. Könnunin er eingöngu íslensk og mikið er lagt upp úr samanburði við könnun frá 2009. Ekki dreg ég eitt augnablik í efa að það finnist börn á Íslandi sem ekki hafa það gott og sem þarf að gefa gaum að, en ég á erfitt með að skilja forsendur þess að þau hafi það slæmt. Orðið skortgreining kemur fyrir hvað eftir annað og þykir mér það ljótt orð og bera vitni um litla málvöndun á skýrslunni. Greining á vöntun barna á Íslandi á efnislegum gæðum er unnin út frá upplýsingum heimila og einn aðili svarar fyrir hvert heimili. 9,1% af börnum á Íslandi eru talin búa við efnislegan skort árið 2014 sem á að vera mikil aukning frá árinu 2009 sérstaklega meðal barna þar sem foreldrar eru íslenskir. Ef annað foreldri var ekki íslenskt er barnið talið til þess hóps sem á erlenda foreldra. Engin skýring er á hugtakinu erlendur og getur þess vegna verið að börn erlendra foreldra séu börn þar sem annað foreldrið er danskt að uppruna og hitt íslenskt, eða að barnið eigi foreldra sem eru nýfluttir frá Afríku. Tekið er fram að allar spurningarnar séu unnar af Hagstofu Evrópusambandsins, ekki Unicef á Íslandi. Unicef á Íslandi safnaði upplýsingum, en niðurstöður eru unnar af Hagstofu Íslands í tölvuforriti sem kallað er DataMarket. „Árið 2014 voru 4.499 heimili í úrtaki evrópsku lífskjararannsóknarinnar á Íslandi. Nettóúrtakið var 4.221 heimili þegar þeir sem voru látnir eða fluttir úr landi höfðu verið dregnir frá. Alls fengust svör frá 3.001 heimili sem jafngildir 71.1% svarhlutfalli. Frá þessum heimilum fengust upplýsingar um 8.842 einstaklinga. Þar af voru 1.798 börn á aldrinum 1-15 ára. Evrópska lífskjararannsóknin er heimiliskönnun. Á Íslandi er hún framkvæmd þannig að valinn svarandi veitir upplýsingar fyrir allt heimilisfólk. Niðurstöður sýna þannig hlutfall barna, 1-15 ára, sem búa á heimilum sem þurfa að neita einu eða fleiri börnum um tiltekin lífsgæði.” (Skýrsla Unicef, 2016) Hvergi kemur neitt fram um bakgrunn þeirra sem unnu að könnuninni, hvort þetta séu einstaklingar með þekkingu á rannsóknaraðferðum eða ekki, og hvergi kemur fram hvernig eða hvort hugtökin voru skilgreind fyrir þeim sem svöruðu rannsókninni. Tíu atriði eru nefnd sem dæmi um efnislega þætti sem voru notaðir við könnunina, en aldrei nefndirr andlegir og tilfinningalegir þættir sem koma fram í tilvitnun her fyrir neðan að barnafátækt sé skilgreind sem skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum barna. Tilvitnunin er tekin úr skýrslunni sem áður er vitnað til. Andleg og tilfinningaleg gæði er erfitt að rannsaka og tæplega hægt nema með að styðjast við tölur frá lögreglu eða barnaverndarskýrslum. „Barnafátækt er skilgreind sem „skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum sem eru börnum nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna“ iii og er oft mæld í einstökum víddum eða flokkum. Rannsóknarstofnun UNICEF, sem þróaði skortgreininguna sem hér er kynnt, hefur um árabil unnið að því að skilgreina og rannsaka skort og fátækt meðal barna í efnameiri ríkjum.” Hér á eftir koma þrír þættir sem vöktu sérstaka athygli mína þar sem húsnæði er nefnt sem einn af þeim þáttum þar sem íslensk börn búa við skort. Húsnæði: Hér eru tekin saman nokkur atriði: Þröngbýli, hvort salerni sé í húsnæðinu, aðgangur að baðkeri eða sturtu og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Klæðnaður: Hér eru flokkuð saman svör við spurningum um það hvort barnið eigi föt sem það hefur fengið ný, þ.e. föt sem enginn annar hefur átt, og hvort það eigi a.m.k. tvö pör af skóm. Félagslíf: Hér eru flokkuð saman svör við spurningum um það hvort barnið geti haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu og hvort það geti boðið vinum sínum heim til að leika við eða borða með. Ég hef búið stærstan hluta minna fullorðinsára utan við Íslands, en ólst upp í sveit norður í Skagafirði. Þegar ég byrjaði í skóla var kamar utan við vegg, en á þeim árum sem ég var í barnaskóla kom vatnsklósett og þótti mikill munur. Ég man ekki eftir nokkrum sveitabæ eða húsum í þéttbýli á þessum árum sem ekki hafði baðherbergi. Efnishyggja varð mikil á árunum eftir stríð og mikið var um nýbyggingar húsa. Gömul hús hafa nánast ekki verið til og er þar mikill munur og í nágrannalöndunum. Salernislaus hús þekkjast víða um heim, en ég er mjög efasemdarfull um að börn á Íslandi hafi ekki salerni eða aðstöðu til að þrífa sig. Húsnæði er hvergi betra en á Íslandi hvar sem ég hef komið um heiminn, en þó er Noregur (þar sem ég bý) með mjög hátt hlutfall af góðu húsnæði þó áherslan sé kannski meiri á að gera upp gömul hús og halda í gamla hluti. Hvers vegna telur fólk að börn geti ekki boðið vinum sínum heim til að leika sér? Er það af því að Íslendingar séu svo uppteknir af því hvað aðrir hugsa og samanburðurinn við önnur heimili sé svo óhagstæður? Ég get skilið að það kosti peninga að halda upp á afmæli, en eru barnafmæli virkilega orðin svo dýr að tíunda hvert barn á Íslandi geti ekki haldið upp á afmælið sitt? Hver er staðallinn fyrir nóga dagsbirtu í húsnæði? Víða býr fólk í gluggalausu húsnæði með enga dagsbirtu. Finnst það á Íslandi? Hvers vegna er það fátækt að börn erfi föt frá öðrum svo lengi sem þau eru óslitin? Tilhneigingin sem ég og fleiri hallast að er að það sé allt í lagi að gefa notaðar gjafir og mikið er verslað i „second hand“ búðum og þykir fínt. Það er úreltur hugsunarháttur að hlutir séu ómerkilegri ef þeir séu notaðir af öðrum. Engin þjóð verslar eins mikið á flóamörkuðum eins og Bandaríkjamenn og líka þeir sem eru vel efnaðir. USA er þó eitt mesta neytendasamfélag heims. Fátækt barna í USA er miðuð við að þau fái ókeypis hádegismat í skólanum, og margir kennarar í New York hafa sagt mér að þegar köldu dagarnir koma séu börnin heima undir sæng því það er engin upphitun. Þeir sem til þekkja vita að þar geta verið köld tímabil á veturna þó hitinn sé oft óbærilegur á sumrin, og þá hafa þeir fátæku ekki loftkælingu heldur. Ég þekki ekki evrópskar stórborgir á sama hátt, en þekki þó Norðurlöndin mjög vel og veit að þar finnst líka fátækt þó í minna mæli sé. Ég hef ferðast mikið um Miðausturlönd og komið inn í nokkrar flóttamannabúðir. Shatilla búðirnar í Beirut í Libanon t.d. þar sem Palestínumenn búa þar sem þriðja kynslóðin er að alast upp án nokkurra borgararéttinda. Ég sá inn í gluggalaus, lítil herbergi þar sem 10 til 20 manns bjuggu. Á nóttunni var dreift úr dýnum og varla nógu margar handa öllum. Eitt salerni var á gangi með mörgum herbergjum og má gera ráð fyrir að einhver hundruð hafi í sumum tilfellum haft aðgang að einu salerni. Sama var með eldunaraðstöðu. Hægt er að ímynda sér samkomulagið og að bæði andlegri og líkamlegri heilsa sé stórhætta búin. Sennilega gera margir þarfir sínar á götunum. Ég hef líka komið í flóttamannabúðir þar sem eru eingöngu tjöld og fólk þarf að fara afsíðis. Mörgum hefur verið nauðgað í skjóli myrkurs og hafa aldrei getað reist sig upp og borið höfuðið hátt eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég undrast það að könnun sé gerð á Íslandi sem ekki er stöðluð að íslenskum aðstæðum og að hugtök séu ekki betur skilgreind. Ég ætla mér ekki að fella dóm yfir íslensku samfélagi, en þetta er langt fra þeim veruleika sem ég sé. Börn þurfa öryggi, ást og umhyggju en ekki einhverjar litfagrar kökur keyptar í bakaríi til að halda upp á afmælið sitt. Þau þurfa að læra að bera sig ekki endalaust saman við aðra, fá þroskaða sjálfsmynd og vera stolt af sér og sínum. Það geta þau ekki sem alast upp við misnotkun fíkniefna eða vakna á nóttunni við slagsmál foreldranna. Skiptir þá engu hvort úlpan þeirra er keypt i næstu búð eða fengin gefins frá vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ný könnun Unicef á Íslandi hefur verið birt þar sem talið er að yfir 6000 börn á Íslandi búi við fátækt af einhverjum toga. Mesta athygli mína vakti að húsnæði var talin einn af þeim þáttum sem væri ábótavant. Könnunin er eingöngu íslensk og mikið er lagt upp úr samanburði við könnun frá 2009. Ekki dreg ég eitt augnablik í efa að það finnist börn á Íslandi sem ekki hafa það gott og sem þarf að gefa gaum að, en ég á erfitt með að skilja forsendur þess að þau hafi það slæmt. Orðið skortgreining kemur fyrir hvað eftir annað og þykir mér það ljótt orð og bera vitni um litla málvöndun á skýrslunni. Greining á vöntun barna á Íslandi á efnislegum gæðum er unnin út frá upplýsingum heimila og einn aðili svarar fyrir hvert heimili. 9,1% af börnum á Íslandi eru talin búa við efnislegan skort árið 2014 sem á að vera mikil aukning frá árinu 2009 sérstaklega meðal barna þar sem foreldrar eru íslenskir. Ef annað foreldri var ekki íslenskt er barnið talið til þess hóps sem á erlenda foreldra. Engin skýring er á hugtakinu erlendur og getur þess vegna verið að börn erlendra foreldra séu börn þar sem annað foreldrið er danskt að uppruna og hitt íslenskt, eða að barnið eigi foreldra sem eru nýfluttir frá Afríku. Tekið er fram að allar spurningarnar séu unnar af Hagstofu Evrópusambandsins, ekki Unicef á Íslandi. Unicef á Íslandi safnaði upplýsingum, en niðurstöður eru unnar af Hagstofu Íslands í tölvuforriti sem kallað er DataMarket. „Árið 2014 voru 4.499 heimili í úrtaki evrópsku lífskjararannsóknarinnar á Íslandi. Nettóúrtakið var 4.221 heimili þegar þeir sem voru látnir eða fluttir úr landi höfðu verið dregnir frá. Alls fengust svör frá 3.001 heimili sem jafngildir 71.1% svarhlutfalli. Frá þessum heimilum fengust upplýsingar um 8.842 einstaklinga. Þar af voru 1.798 börn á aldrinum 1-15 ára. Evrópska lífskjararannsóknin er heimiliskönnun. Á Íslandi er hún framkvæmd þannig að valinn svarandi veitir upplýsingar fyrir allt heimilisfólk. Niðurstöður sýna þannig hlutfall barna, 1-15 ára, sem búa á heimilum sem þurfa að neita einu eða fleiri börnum um tiltekin lífsgæði.” (Skýrsla Unicef, 2016) Hvergi kemur neitt fram um bakgrunn þeirra sem unnu að könnuninni, hvort þetta séu einstaklingar með þekkingu á rannsóknaraðferðum eða ekki, og hvergi kemur fram hvernig eða hvort hugtökin voru skilgreind fyrir þeim sem svöruðu rannsókninni. Tíu atriði eru nefnd sem dæmi um efnislega þætti sem voru notaðir við könnunina, en aldrei nefndirr andlegir og tilfinningalegir þættir sem koma fram í tilvitnun her fyrir neðan að barnafátækt sé skilgreind sem skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum barna. Tilvitnunin er tekin úr skýrslunni sem áður er vitnað til. Andleg og tilfinningaleg gæði er erfitt að rannsaka og tæplega hægt nema með að styðjast við tölur frá lögreglu eða barnaverndarskýrslum. „Barnafátækt er skilgreind sem „skortur á efnislegum, andlegum og tilfinningalegum gæðum sem eru börnum nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna“ iii og er oft mæld í einstökum víddum eða flokkum. Rannsóknarstofnun UNICEF, sem þróaði skortgreininguna sem hér er kynnt, hefur um árabil unnið að því að skilgreina og rannsaka skort og fátækt meðal barna í efnameiri ríkjum.” Hér á eftir koma þrír þættir sem vöktu sérstaka athygli mína þar sem húsnæði er nefnt sem einn af þeim þáttum þar sem íslensk börn búa við skort. Húsnæði: Hér eru tekin saman nokkur atriði: Þröngbýli, hvort salerni sé í húsnæðinu, aðgangur að baðkeri eða sturtu og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Klæðnaður: Hér eru flokkuð saman svör við spurningum um það hvort barnið eigi föt sem það hefur fengið ný, þ.e. föt sem enginn annar hefur átt, og hvort það eigi a.m.k. tvö pör af skóm. Félagslíf: Hér eru flokkuð saman svör við spurningum um það hvort barnið geti haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu og hvort það geti boðið vinum sínum heim til að leika við eða borða með. Ég hef búið stærstan hluta minna fullorðinsára utan við Íslands, en ólst upp í sveit norður í Skagafirði. Þegar ég byrjaði í skóla var kamar utan við vegg, en á þeim árum sem ég var í barnaskóla kom vatnsklósett og þótti mikill munur. Ég man ekki eftir nokkrum sveitabæ eða húsum í þéttbýli á þessum árum sem ekki hafði baðherbergi. Efnishyggja varð mikil á árunum eftir stríð og mikið var um nýbyggingar húsa. Gömul hús hafa nánast ekki verið til og er þar mikill munur og í nágrannalöndunum. Salernislaus hús þekkjast víða um heim, en ég er mjög efasemdarfull um að börn á Íslandi hafi ekki salerni eða aðstöðu til að þrífa sig. Húsnæði er hvergi betra en á Íslandi hvar sem ég hef komið um heiminn, en þó er Noregur (þar sem ég bý) með mjög hátt hlutfall af góðu húsnæði þó áherslan sé kannski meiri á að gera upp gömul hús og halda í gamla hluti. Hvers vegna telur fólk að börn geti ekki boðið vinum sínum heim til að leika sér? Er það af því að Íslendingar séu svo uppteknir af því hvað aðrir hugsa og samanburðurinn við önnur heimili sé svo óhagstæður? Ég get skilið að það kosti peninga að halda upp á afmæli, en eru barnafmæli virkilega orðin svo dýr að tíunda hvert barn á Íslandi geti ekki haldið upp á afmælið sitt? Hver er staðallinn fyrir nóga dagsbirtu í húsnæði? Víða býr fólk í gluggalausu húsnæði með enga dagsbirtu. Finnst það á Íslandi? Hvers vegna er það fátækt að börn erfi föt frá öðrum svo lengi sem þau eru óslitin? Tilhneigingin sem ég og fleiri hallast að er að það sé allt í lagi að gefa notaðar gjafir og mikið er verslað i „second hand“ búðum og þykir fínt. Það er úreltur hugsunarháttur að hlutir séu ómerkilegri ef þeir séu notaðir af öðrum. Engin þjóð verslar eins mikið á flóamörkuðum eins og Bandaríkjamenn og líka þeir sem eru vel efnaðir. USA er þó eitt mesta neytendasamfélag heims. Fátækt barna í USA er miðuð við að þau fái ókeypis hádegismat í skólanum, og margir kennarar í New York hafa sagt mér að þegar köldu dagarnir koma séu börnin heima undir sæng því það er engin upphitun. Þeir sem til þekkja vita að þar geta verið köld tímabil á veturna þó hitinn sé oft óbærilegur á sumrin, og þá hafa þeir fátæku ekki loftkælingu heldur. Ég þekki ekki evrópskar stórborgir á sama hátt, en þekki þó Norðurlöndin mjög vel og veit að þar finnst líka fátækt þó í minna mæli sé. Ég hef ferðast mikið um Miðausturlönd og komið inn í nokkrar flóttamannabúðir. Shatilla búðirnar í Beirut í Libanon t.d. þar sem Palestínumenn búa þar sem þriðja kynslóðin er að alast upp án nokkurra borgararéttinda. Ég sá inn í gluggalaus, lítil herbergi þar sem 10 til 20 manns bjuggu. Á nóttunni var dreift úr dýnum og varla nógu margar handa öllum. Eitt salerni var á gangi með mörgum herbergjum og má gera ráð fyrir að einhver hundruð hafi í sumum tilfellum haft aðgang að einu salerni. Sama var með eldunaraðstöðu. Hægt er að ímynda sér samkomulagið og að bæði andlegri og líkamlegri heilsa sé stórhætta búin. Sennilega gera margir þarfir sínar á götunum. Ég hef líka komið í flóttamannabúðir þar sem eru eingöngu tjöld og fólk þarf að fara afsíðis. Mörgum hefur verið nauðgað í skjóli myrkurs og hafa aldrei getað reist sig upp og borið höfuðið hátt eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég undrast það að könnun sé gerð á Íslandi sem ekki er stöðluð að íslenskum aðstæðum og að hugtök séu ekki betur skilgreind. Ég ætla mér ekki að fella dóm yfir íslensku samfélagi, en þetta er langt fra þeim veruleika sem ég sé. Börn þurfa öryggi, ást og umhyggju en ekki einhverjar litfagrar kökur keyptar í bakaríi til að halda upp á afmælið sitt. Þau þurfa að læra að bera sig ekki endalaust saman við aðra, fá þroskaða sjálfsmynd og vera stolt af sér og sínum. Það geta þau ekki sem alast upp við misnotkun fíkniefna eða vakna á nóttunni við slagsmál foreldranna. Skiptir þá engu hvort úlpan þeirra er keypt i næstu búð eða fengin gefins frá vini.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun