Menntun sjúkraflutningamanna Njáll Pálsson skrifar 22. janúar 2016 13:32 Nokkuð hefur verið rætt um utanspítalaþjónustu og hve mikilvægt það er að efla hana. Það er stórt mál og áríðandi. Liður í því er að tryggt sé að sjúkraflutningamenn séu bæði vel menntaðir og þjálfaðir. Því langar mig nú að gera menntun sjúkraflutningamanna að umtalsefni. Saga menntunar sjúkraflutningamanna á Íslandi er bæði löng og farsæl. Allt frá því að gömlu borgarspítalanámskeiðin voru haldin fyrst og tónn fagmennsku sleginn enn frekar í sjúkraflutningum. Í kjölfarið fylgdu neyðarbílsnámskeið sem í upphafi voru sérsniðin fyrir sjúkraflutningamenn í áhöfn neyðarbílsins gamla í Reykjavík. Árið 1993 urðu straumhvörf en þá hélt ungur hugsjónamaður frá Slökkviliði Reykjavíkur til Pittsburgh í Bandaríkjunum og hóf nám í bráðatæknifræði (paramedicine) á háskólastigi. Náminu var lokið með sóma og eftir heimkomu voru strax lagðar línur að enn frekari eflingu sjúkraflutninganáms í góðu samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir og samstarfsfólk. Það yrði löng upptalning ef ég ætti að nafngreina alla þá einstaklinga sem lagt hafa hönd á plóg í þessari farsælu vegferð; sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, svo einhver fagheiti séu nefnd. Gaman væri ef því yrðu gerð frekari og viðeigandi skil í nákvæmari söguskýringu utanspítalaþjónustu á Íslandi síðar. Með tilkomu fyrsta íslenska bráðatæknisins menntaðan og þjálfaðan í Bandaríkjunum komst á dýrmæt tenging og samstarf við þá virtu menntastofnun Center for emergency medicine University of Pittsburgh. Fleiri fetuðu þessa ruddu braut og í dag eru ríflega tuttugu starfandi bráðatæknar á Íslandi í dag, flestir hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Íslendingar eru vel kynntir í Pittsburgh og njótum við mikillar velvildar þar, það er ómetanlegt. En hvað gerði þetta fleira fyrir sjúkraflutningamenntun á Íslandi. Jú grunnnám hér heima var heimfært við grunnnám sjúkraflutningamanna í Bandaríkjunum. Íslenskum sjúkraflutningamönnum bauðst einstakt tækifæri á að fara utan í lærdómsríkar starfskynningar bæði á sjúkrahúsum borgarinnar sem og sjúkrabílum samhliða setu á námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun, kviknaði þá oft neisti áhuga á að halda utan til frekara náms seinna meir. Farnar voru nokkrar slíkar ferðir. Smíðaðir voru vinnuferlar fyrir sjúkraflutningamenn og bráðatækna að bandarískri fyrirmynd í því skyni að samhæfa verklag í utanspítalaþjónustu á landsvísu, lofsvert framtak þeirra er að komu. Leitt er frá því að segja að upp úr þessu farsæla sambandi slitnaði. Tel ég það vera einn af mestu áverkum sem íslensk utanspítalaþjónusta hefur hlotið og eftir situr ófagurt ör. Títtnefnd efnahagskreppa setti einnig strik í reikninginn og skapaðist doði og stöðnun í fjölgun bráðatækna. Nú hefur þó með betri tíð tekist að hrista þennan doða burt. Færi er að skapast fyrir starfandi sjúkraflutningamenn að halda utan til frekara náms á háskólastigi á vel þróaðri námsbraut með öflugu starfsnámi. Enn sem komið er eru einungis starfsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að feta slóðann. Afar brýnt er að aðrir sjúkraflutningamenn frá öðrum landssvæðum geri það einnig og takist þannig á hendur aukin ábyrgð í þjónustunni. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þeirra þegar kemur að endurmenntun og viðhaldsþjálfun en þar gegna bráðatæknar lykilhlutverki ásamt öðrum. Endurmenntun og viðhaldsþjálfun er þáttur sem setið hefur tilfinnanlega á hakanum, sérstaklega í dreifðari byggðum. Minni rekstraraðilum sjúkraflutninga hefur reynst örðugt að útvega fólkinu sínu þennan mikilvæga þátt sem og grunnmenntunina sjálfa. Sagt er að það sé ekki hvað síst fyrir nauma fjármögnun. Sjúkraflutningamenn hafa sagt við mig að þeir upplifi sig sem týnda starfsstétt. Það hryggir mig. Eins dýrmætt og það nú er hve skilningsríkir íslenskir atvinnurekendur hafa verið gagnvart sjúkraflutningum og gefið starfsfólki sínu sem eru sjúkraflutningamenn svigrúm til að sinna verkefnum þá verður það umhverfi sífellt umdeildara í ljósi snaraukins vægis utanspítalaþjónustu. Sjálfsagt verður slíku fyrirkomulagi ekki að fullu eytt allstaðar en það ætti í það minnsta að heyra til undantekninga. Sjúkraflutningamönnum, sem og öðru heilbrigðisstarfsfólki, er mjög umhugað um sjúklingaöryggi. Mikilvægur liður í eflingu slíks öryggis er svokölluð hermiþjálfun (simulation training). Slík þjálfun hefur þegar sannað gildi sitt, fyrir þá sem starfa bæði innan og utan spítala og útbúin hafa verið hermiþjálfunarsetur víða erlendis. Þetta þurfum við íslendingar einnig að gera. Undanfarin misseri hefur verið unnið að uppfærslu og eflingu grunnnámsins. Loks sér nú fyrir endan á þeirri vinnu og stefnt á að keyrsla á nýju grunnnámi hefjist fljótlega. Í þessari vinnu hefur verið reynt að horfa til mismunandi þarfa og hagsmuna bæði rekstraraðila og stéttarinnar. Von mín er að það muni takast án þess að fórna gæðum og fagmennsku. Fyrir liggur einnig vilji til þess að endurvekja samband milli Pittsburgh og Sjúkraflutningaskólans. Það er bjargföst trú mín að takist það þá ekki aðeins heiðrum við mikilsverða arfleifð sem sköpuð var í tímanna rás heldur byggjum við einnig traustan fag og menntagrunn til framtíðar. Við getum nefnilega verið stolt þjóð og sjálfstæð samhliða tengslum og samstarfi við aðrar þjóðir. Í lokaorðum langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort við getum eflt Sjúkraflutningaskólann. Nú rekur íslenska ríkið lögreglu landið um kring ásamt lögregluskóla. Við skólann starfa nokkrir starfsmenn og fær stofnunin rétt um tvöhundruð milljónir af fjárlögum. Við sjúkraflutningaskólann starfar einn starfsmaður, skólastjórinn, og er nýtilkomin sú tilhögun að skólinn hlýtur 12 milljónir af fjárlögum. Getum við gert betur þar, ég tel svo vera. Skólastjóri Sjúkraflutningaskólans hefur ítrekað talað fyrir bættri samvinnu aðila og stofnana þeirra er skólanum tengjast. Eins eru upp tilburðir að eflingu endurmenntunar. Ég styð það heilshugar enda er það ein af forsendum þess að málaflokkurinn njóti sannmælis og fagleg framþróun eigi sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um utanspítalaþjónustu og hve mikilvægt það er að efla hana. Það er stórt mál og áríðandi. Liður í því er að tryggt sé að sjúkraflutningamenn séu bæði vel menntaðir og þjálfaðir. Því langar mig nú að gera menntun sjúkraflutningamanna að umtalsefni. Saga menntunar sjúkraflutningamanna á Íslandi er bæði löng og farsæl. Allt frá því að gömlu borgarspítalanámskeiðin voru haldin fyrst og tónn fagmennsku sleginn enn frekar í sjúkraflutningum. Í kjölfarið fylgdu neyðarbílsnámskeið sem í upphafi voru sérsniðin fyrir sjúkraflutningamenn í áhöfn neyðarbílsins gamla í Reykjavík. Árið 1993 urðu straumhvörf en þá hélt ungur hugsjónamaður frá Slökkviliði Reykjavíkur til Pittsburgh í Bandaríkjunum og hóf nám í bráðatæknifræði (paramedicine) á háskólastigi. Náminu var lokið með sóma og eftir heimkomu voru strax lagðar línur að enn frekari eflingu sjúkraflutninganáms í góðu samstarfi við hlutaðeigandi stofnanir og samstarfsfólk. Það yrði löng upptalning ef ég ætti að nafngreina alla þá einstaklinga sem lagt hafa hönd á plóg í þessari farsælu vegferð; sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, svo einhver fagheiti séu nefnd. Gaman væri ef því yrðu gerð frekari og viðeigandi skil í nákvæmari söguskýringu utanspítalaþjónustu á Íslandi síðar. Með tilkomu fyrsta íslenska bráðatæknisins menntaðan og þjálfaðan í Bandaríkjunum komst á dýrmæt tenging og samstarf við þá virtu menntastofnun Center for emergency medicine University of Pittsburgh. Fleiri fetuðu þessa ruddu braut og í dag eru ríflega tuttugu starfandi bráðatæknar á Íslandi í dag, flestir hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Íslendingar eru vel kynntir í Pittsburgh og njótum við mikillar velvildar þar, það er ómetanlegt. En hvað gerði þetta fleira fyrir sjúkraflutningamenntun á Íslandi. Jú grunnnám hér heima var heimfært við grunnnám sjúkraflutningamanna í Bandaríkjunum. Íslenskum sjúkraflutningamönnum bauðst einstakt tækifæri á að fara utan í lærdómsríkar starfskynningar bæði á sjúkrahúsum borgarinnar sem og sjúkrabílum samhliða setu á námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun, kviknaði þá oft neisti áhuga á að halda utan til frekara náms seinna meir. Farnar voru nokkrar slíkar ferðir. Smíðaðir voru vinnuferlar fyrir sjúkraflutningamenn og bráðatækna að bandarískri fyrirmynd í því skyni að samhæfa verklag í utanspítalaþjónustu á landsvísu, lofsvert framtak þeirra er að komu. Leitt er frá því að segja að upp úr þessu farsæla sambandi slitnaði. Tel ég það vera einn af mestu áverkum sem íslensk utanspítalaþjónusta hefur hlotið og eftir situr ófagurt ör. Títtnefnd efnahagskreppa setti einnig strik í reikninginn og skapaðist doði og stöðnun í fjölgun bráðatækna. Nú hefur þó með betri tíð tekist að hrista þennan doða burt. Færi er að skapast fyrir starfandi sjúkraflutningamenn að halda utan til frekara náms á háskólastigi á vel þróaðri námsbraut með öflugu starfsnámi. Enn sem komið er eru einungis starfsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að feta slóðann. Afar brýnt er að aðrir sjúkraflutningamenn frá öðrum landssvæðum geri það einnig og takist þannig á hendur aukin ábyrgð í þjónustunni. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þeirra þegar kemur að endurmenntun og viðhaldsþjálfun en þar gegna bráðatæknar lykilhlutverki ásamt öðrum. Endurmenntun og viðhaldsþjálfun er þáttur sem setið hefur tilfinnanlega á hakanum, sérstaklega í dreifðari byggðum. Minni rekstraraðilum sjúkraflutninga hefur reynst örðugt að útvega fólkinu sínu þennan mikilvæga þátt sem og grunnmenntunina sjálfa. Sagt er að það sé ekki hvað síst fyrir nauma fjármögnun. Sjúkraflutningamenn hafa sagt við mig að þeir upplifi sig sem týnda starfsstétt. Það hryggir mig. Eins dýrmætt og það nú er hve skilningsríkir íslenskir atvinnurekendur hafa verið gagnvart sjúkraflutningum og gefið starfsfólki sínu sem eru sjúkraflutningamenn svigrúm til að sinna verkefnum þá verður það umhverfi sífellt umdeildara í ljósi snaraukins vægis utanspítalaþjónustu. Sjálfsagt verður slíku fyrirkomulagi ekki að fullu eytt allstaðar en það ætti í það minnsta að heyra til undantekninga. Sjúkraflutningamönnum, sem og öðru heilbrigðisstarfsfólki, er mjög umhugað um sjúklingaöryggi. Mikilvægur liður í eflingu slíks öryggis er svokölluð hermiþjálfun (simulation training). Slík þjálfun hefur þegar sannað gildi sitt, fyrir þá sem starfa bæði innan og utan spítala og útbúin hafa verið hermiþjálfunarsetur víða erlendis. Þetta þurfum við íslendingar einnig að gera. Undanfarin misseri hefur verið unnið að uppfærslu og eflingu grunnnámsins. Loks sér nú fyrir endan á þeirri vinnu og stefnt á að keyrsla á nýju grunnnámi hefjist fljótlega. Í þessari vinnu hefur verið reynt að horfa til mismunandi þarfa og hagsmuna bæði rekstraraðila og stéttarinnar. Von mín er að það muni takast án þess að fórna gæðum og fagmennsku. Fyrir liggur einnig vilji til þess að endurvekja samband milli Pittsburgh og Sjúkraflutningaskólans. Það er bjargföst trú mín að takist það þá ekki aðeins heiðrum við mikilsverða arfleifð sem sköpuð var í tímanna rás heldur byggjum við einnig traustan fag og menntagrunn til framtíðar. Við getum nefnilega verið stolt þjóð og sjálfstæð samhliða tengslum og samstarfi við aðrar þjóðir. Í lokaorðum langar mig að velta þeirri spurningu upp hvort við getum eflt Sjúkraflutningaskólann. Nú rekur íslenska ríkið lögreglu landið um kring ásamt lögregluskóla. Við skólann starfa nokkrir starfsmenn og fær stofnunin rétt um tvöhundruð milljónir af fjárlögum. Við sjúkraflutningaskólann starfar einn starfsmaður, skólastjórinn, og er nýtilkomin sú tilhögun að skólinn hlýtur 12 milljónir af fjárlögum. Getum við gert betur þar, ég tel svo vera. Skólastjóri Sjúkraflutningaskólans hefur ítrekað talað fyrir bættri samvinnu aðila og stofnana þeirra er skólanum tengjast. Eins eru upp tilburðir að eflingu endurmenntunar. Ég styð það heilshugar enda er það ein af forsendum þess að málaflokkurinn njóti sannmælis og fagleg framþróun eigi sér stað.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar