Niðurlæging til þöggunar Atli Jasonarson skrifar 25. janúar 2016 15:20 Á netinu má finna sérkennilegan hóp fólks, sem virðist hafa einsett sér að finna öll þau ummæli, sem samræmast ekki hugmyndafræði þess, og lítillækka þann, sem lætur ummælin falla, svo ákaft að viðkomandi, eða nokkur annar, þorir varla að tjá sig frekar. Þessi hópur notar opinbera niðurlægingu sem tól til þöggunar. Þessum þöggunartilburðum rugla sumir saman við gagnrýni og skilin þar á milli verða oft óljós, sem hentar þessu fólki ansi vel, því það getur þá falið sig bak við það, að það hafi einungis verið að gagnrýna „vondar skoðanir“ eða að leiðrétta ranglæti, sem birtist í ummælum annarra. Þetta tvennt, að koma upp um og gagnrýna hatursfullar skoðanir, er auðsjáanlega gott og blessað. Það er okkar skylda, alls samfélagsins, að uppræta fordóma og útrýma þeim en við gerum það ekki með því að lítillækka fólk á opinberum vettvangi. Það kemur ekki í veg fyrir fordóma að niðurlægja fólk, heldur hræðir það einungis frá því að tjá hug sinn. Það er í raun fráleitt hve mörgum þykir ásættanlegt að finna til ummæli einhvers og níða af viðkomandi skóinn fyrir það eitt að hafa haft skoðun, sem þessu fólki þykir óæskileg. Og það er fráleitt að við, sem samfélag, leyfum þessu að viðgangast. Algengt er, að þegar einhver er settur í gapastokk Internetsins, sé viðkomandi stimplaður með níðyrðum, sem enginn vill vera kenndur við. Nú á tíðum er til dæmis vinsælt að úthrópa fólk sem rasista. Sem dæmi um fólk, sem verður fyrir þessari stimplun, má nefna þá sem telja mikilvægara að hlúa að fátæku fólki hérlendis en að taka við flóttamönnum. Þessi skoðun er auðvitað meingölluð enda byggist hún á þeirri fölsku forsendu að ekki sé hægt að hjálpa báðum hópunum. Þó er ekki þar með sagt að þeir, sem eru þessarar skoðunar, séu rasistar. Einhverjum kann að þykja undarlegt að sumir telji skyldu sína ríkari við bágstadda hérlendis en erlendis en það þýðir ekki að þeir hati útlendinga og séu þar með rasistar. Þrátt fyrir það ráðast umræddir netverjar að þeim, sem opinbera slíkar skoðanir, með stimplunum og niðurlægingu vegna þess að þeir telja umræddar skoðanir óæskilegar. Annað vinsælt níðyrði er ‘kvenhatari’. Þeir sem lentu í hinu alræmda Facebook-albúmi ‘Karlar sem hata konur’ fengu, augljóslega, þann stimpil á sig. Því verður ekki neitað að mörg ummælin í albúminu voru viðurstyggileg. Sum þeirra voru þó einungis gagnrýni á femíníska pólitík og önnur einfaldlega handvalin, tekin úr samhengi og nýtt til að níða karla opinberlega. Óþarfi er að skoða margar niðurstöður á Google til að sjá að þeir, sem aðhyllast ekki femínískar kenningar í einu og öllu (eða voga sér að gagnrýna þær), eru oft og tíðum kallaðir kvenhatarar. Jöfnumerki hefur verið sett þarna á milli, til þess að þagga niður í fólki, sem hefur ekki samþykkt allan femínískan boðskap sem heilagan sannleik. Auðvitað fyrirfinnast raunverulegir rasistar og fólk sem aðhyllist úreltar hugmyndir um konur en það er bæði skaðlegt og óréttlátt að stimpla alla, sem eru manni ósammála, sem öfgafull ómenni. Með þessari stimplun gefur fólk sjálfu sér skotleyfi, fer í skotgrafirnar og þaggar niður í hverjum þeim, sem sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Fólk reynir í sífellu að sýna að það hafi hjartað á réttum stað og þess vegna tekur það upp hanskann fyrir þann, sem því finnst hafa orðið fyrir ranglæti. Á endanum snýst þessi aðgerð, að niðurlægja fólk til þöggunar, þó upp í andhverfu sína og fólk sýnir ekki góðmennsku sína heldur afhjúpar í staðinn eigin illsku og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á netinu má finna sérkennilegan hóp fólks, sem virðist hafa einsett sér að finna öll þau ummæli, sem samræmast ekki hugmyndafræði þess, og lítillækka þann, sem lætur ummælin falla, svo ákaft að viðkomandi, eða nokkur annar, þorir varla að tjá sig frekar. Þessi hópur notar opinbera niðurlægingu sem tól til þöggunar. Þessum þöggunartilburðum rugla sumir saman við gagnrýni og skilin þar á milli verða oft óljós, sem hentar þessu fólki ansi vel, því það getur þá falið sig bak við það, að það hafi einungis verið að gagnrýna „vondar skoðanir“ eða að leiðrétta ranglæti, sem birtist í ummælum annarra. Þetta tvennt, að koma upp um og gagnrýna hatursfullar skoðanir, er auðsjáanlega gott og blessað. Það er okkar skylda, alls samfélagsins, að uppræta fordóma og útrýma þeim en við gerum það ekki með því að lítillækka fólk á opinberum vettvangi. Það kemur ekki í veg fyrir fordóma að niðurlægja fólk, heldur hræðir það einungis frá því að tjá hug sinn. Það er í raun fráleitt hve mörgum þykir ásættanlegt að finna til ummæli einhvers og níða af viðkomandi skóinn fyrir það eitt að hafa haft skoðun, sem þessu fólki þykir óæskileg. Og það er fráleitt að við, sem samfélag, leyfum þessu að viðgangast. Algengt er, að þegar einhver er settur í gapastokk Internetsins, sé viðkomandi stimplaður með níðyrðum, sem enginn vill vera kenndur við. Nú á tíðum er til dæmis vinsælt að úthrópa fólk sem rasista. Sem dæmi um fólk, sem verður fyrir þessari stimplun, má nefna þá sem telja mikilvægara að hlúa að fátæku fólki hérlendis en að taka við flóttamönnum. Þessi skoðun er auðvitað meingölluð enda byggist hún á þeirri fölsku forsendu að ekki sé hægt að hjálpa báðum hópunum. Þó er ekki þar með sagt að þeir, sem eru þessarar skoðunar, séu rasistar. Einhverjum kann að þykja undarlegt að sumir telji skyldu sína ríkari við bágstadda hérlendis en erlendis en það þýðir ekki að þeir hati útlendinga og séu þar með rasistar. Þrátt fyrir það ráðast umræddir netverjar að þeim, sem opinbera slíkar skoðanir, með stimplunum og niðurlægingu vegna þess að þeir telja umræddar skoðanir óæskilegar. Annað vinsælt níðyrði er ‘kvenhatari’. Þeir sem lentu í hinu alræmda Facebook-albúmi ‘Karlar sem hata konur’ fengu, augljóslega, þann stimpil á sig. Því verður ekki neitað að mörg ummælin í albúminu voru viðurstyggileg. Sum þeirra voru þó einungis gagnrýni á femíníska pólitík og önnur einfaldlega handvalin, tekin úr samhengi og nýtt til að níða karla opinberlega. Óþarfi er að skoða margar niðurstöður á Google til að sjá að þeir, sem aðhyllast ekki femínískar kenningar í einu og öllu (eða voga sér að gagnrýna þær), eru oft og tíðum kallaðir kvenhatarar. Jöfnumerki hefur verið sett þarna á milli, til þess að þagga niður í fólki, sem hefur ekki samþykkt allan femínískan boðskap sem heilagan sannleik. Auðvitað fyrirfinnast raunverulegir rasistar og fólk sem aðhyllist úreltar hugmyndir um konur en það er bæði skaðlegt og óréttlátt að stimpla alla, sem eru manni ósammála, sem öfgafull ómenni. Með þessari stimplun gefur fólk sjálfu sér skotleyfi, fer í skotgrafirnar og þaggar niður í hverjum þeim, sem sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Fólk reynir í sífellu að sýna að það hafi hjartað á réttum stað og þess vegna tekur það upp hanskann fyrir þann, sem því finnst hafa orðið fyrir ranglæti. Á endanum snýst þessi aðgerð, að niðurlægja fólk til þöggunar, þó upp í andhverfu sína og fólk sýnir ekki góðmennsku sína heldur afhjúpar í staðinn eigin illsku og fordóma.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun