TISA Helga Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2016 16:37 Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun