Fiskar og vatnsaflsvirkjanir Hilmar J. Malmquist skrifar 26. janúar 2016 07:00 Landsvirkjun og Veiðimálastofnun stóðu á dögunum fyrir opnum fundi sem bar yfirskriftina Fiskar og vatnsaflsvirkjanir. Þar greindu sérfræðingar Veiðimálastofnunar frá niðurstöðum rannsókna sinna á áhrifum vatnsaflsvirkjana á laxfiska, einkum lax en einnig bleikju og urriða. Þetta var mikilvægur fundur í ljósi þess að Landsvirkjun er mjög umsvifamikill gerandi og áhrifavaldur í straumvötnum landsins og um að tefla afar dýrmæta og mikilvæga náttúruauðlind. Fundurinn stóð í 1,5 klst. og flutt voru fimm erindi auk umræðna. Eins og gefur að skilja gafst ekki tóm á svo stuttum tíma til að fjalla á heildstæðan eða ítarlegan hátt um málefnið. Aftur á móti er mjög brýnt að gera sér grein fyrir því að viðfangsefnið er mun víðtækara en svo að áhrif virkjana taki einvörðungu til laxfiska og vatnavistkerfa, eða að verðmæti fiska séu bundin við þætti sem telja má til króna og aura, t.d. að hver lax sé verðmetinn á um 1,5 milljónir kr. í samhengi stangveiðinnar eins og einn fundargesta tók fram. Slíkt verðmat er mikilvægt en það er bara einn þáttur af mörgum sem líta ber til þegar spáð er í verðmæti laxfiska og vistkerfa. Ef ekki er reiknað með öllum helstu verðmætaþáttunum í dæminu verður útkoman röng. Í umræðum var tæpt á þætti sem ekki telst til beinna efnahagslegra gæða en það eru verðmæti sem felast í mismunandi stofngerð laxfiska m.t.t. lífsögu og útlits (t.d. stærð, vaxtarhraði og kynþroskaaldur) og endurspegla aðlögun fiskanna að ólíkum lífsskilyrðum í vötnunum sem þeir hafa alist upp í. Bent var á að íslenskir laxfiskastofnar hafa mikla sérstöðu og vísað til aðlögunar að lífi í jökul- og lindaám, en slíkar vatnagerðir búa yfir sérstökum eiginleikum og eru fágætar á hnattræna vísu. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri laxfiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Það er vissulega rétt að stofnar laxfiska hafa vaxið í sumum jökulám eftir að þær hafa verið virkjaðar, en að kalla slík áhrif „jákvæð“ er tvíbent í hinu stóra samhengi. Það verður að skiljast að eftir því sem virkjuðum vatnsföllum fjölgar, eykst einsleitni í straumvötnum okkar vegna vatnsmiðlunar og -stýringar og þeim fækkar vatnsföllunum sem lúta gangi náttúrunnar. Hvað jökulárnar varðar þá hverfur aurinn og þær blána, vatnsrennsli jafnast út á ársgrunni og flestir umhverfisþættir, m.a. vatnshiti og efnabúskapur, verða stöðugri. Með þessum og álíka umhverfisbreytingum er vegið að rótum þess sem alið hefur af sér fjölbreytileika í íslenskum laxfiskastofnum, sem er fjölbreytileiki í lífsskilyrðum. Sumar aðlaganir fiskanna eru arfbundnar og með því að steypa fiskana í sama mót rýrum við ekki einasta líffræðilegan fjölbreytileika heldur kippum við grundvellinum einnig undan möguleikum á þróun lífs. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar spáð er í áhrif vatnsaflsvirkjana á fiska sem lifa í ferskvatni. Það er svo annað mál, en e.t.v. ekki minna mikilvægt, hvaða áhrif vatnsaflsvirkjanir hafa á fiska sem lifa allan sinn aldur í söltum sjó, en um þá fiska eða aðra þætti í sjávarlífríkinu var ekki fjallað á fundinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og Veiðimálastofnun stóðu á dögunum fyrir opnum fundi sem bar yfirskriftina Fiskar og vatnsaflsvirkjanir. Þar greindu sérfræðingar Veiðimálastofnunar frá niðurstöðum rannsókna sinna á áhrifum vatnsaflsvirkjana á laxfiska, einkum lax en einnig bleikju og urriða. Þetta var mikilvægur fundur í ljósi þess að Landsvirkjun er mjög umsvifamikill gerandi og áhrifavaldur í straumvötnum landsins og um að tefla afar dýrmæta og mikilvæga náttúruauðlind. Fundurinn stóð í 1,5 klst. og flutt voru fimm erindi auk umræðna. Eins og gefur að skilja gafst ekki tóm á svo stuttum tíma til að fjalla á heildstæðan eða ítarlegan hátt um málefnið. Aftur á móti er mjög brýnt að gera sér grein fyrir því að viðfangsefnið er mun víðtækara en svo að áhrif virkjana taki einvörðungu til laxfiska og vatnavistkerfa, eða að verðmæti fiska séu bundin við þætti sem telja má til króna og aura, t.d. að hver lax sé verðmetinn á um 1,5 milljónir kr. í samhengi stangveiðinnar eins og einn fundargesta tók fram. Slíkt verðmat er mikilvægt en það er bara einn þáttur af mörgum sem líta ber til þegar spáð er í verðmæti laxfiska og vistkerfa. Ef ekki er reiknað með öllum helstu verðmætaþáttunum í dæminu verður útkoman röng. Í umræðum var tæpt á þætti sem ekki telst til beinna efnahagslegra gæða en það eru verðmæti sem felast í mismunandi stofngerð laxfiska m.t.t. lífsögu og útlits (t.d. stærð, vaxtarhraði og kynþroskaaldur) og endurspegla aðlögun fiskanna að ólíkum lífsskilyrðum í vötnunum sem þeir hafa alist upp í. Bent var á að íslenskir laxfiskastofnar hafa mikla sérstöðu og vísað til aðlögunar að lífi í jökul- og lindaám, en slíkar vatnagerðir búa yfir sérstökum eiginleikum og eru fágætar á hnattræna vísu. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri laxfiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Það er vissulega rétt að stofnar laxfiska hafa vaxið í sumum jökulám eftir að þær hafa verið virkjaðar, en að kalla slík áhrif „jákvæð“ er tvíbent í hinu stóra samhengi. Það verður að skiljast að eftir því sem virkjuðum vatnsföllum fjölgar, eykst einsleitni í straumvötnum okkar vegna vatnsmiðlunar og -stýringar og þeim fækkar vatnsföllunum sem lúta gangi náttúrunnar. Hvað jökulárnar varðar þá hverfur aurinn og þær blána, vatnsrennsli jafnast út á ársgrunni og flestir umhverfisþættir, m.a. vatnshiti og efnabúskapur, verða stöðugri. Með þessum og álíka umhverfisbreytingum er vegið að rótum þess sem alið hefur af sér fjölbreytileika í íslenskum laxfiskastofnum, sem er fjölbreytileiki í lífsskilyrðum. Sumar aðlaganir fiskanna eru arfbundnar og með því að steypa fiskana í sama mót rýrum við ekki einasta líffræðilegan fjölbreytileika heldur kippum við grundvellinum einnig undan möguleikum á þróun lífs. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar spáð er í áhrif vatnsaflsvirkjana á fiska sem lifa í ferskvatni. Það er svo annað mál, en e.t.v. ekki minna mikilvægt, hvaða áhrif vatnsaflsvirkjanir hafa á fiska sem lifa allan sinn aldur í söltum sjó, en um þá fiska eða aðra þætti í sjávarlífríkinu var ekki fjallað á fundinum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun