Bókstafir eða tölur? Stutt athugasemd við leiðara Gylfi Jón Gylfason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun