Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast? Hópur íbúa í nágrenni MR skrifar 28. janúar 2016 07:00 Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum sem valda munu stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Fyrst þarf reyndar að fjarlægja gamalt, löglega friðað hús KFUM og K sem gengur í dag undir nafninu Casa Christi. Samkvæmt lögum um menningarminjar frá 2013 er húsið friðað og þarf leyfi Minjastofnunar til að hrófla megi við því. Stofnunin leggst gegn niðurrifi og fer fram á að það verði varðveitt en byggingarnefnd MR hefur ekki svarað því hvernig hún muni gera það. Húsið sem var byggt árið 1907, teiknað af Einari Erlendssyni, er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið. Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra. Það er byggt í ítölskum stíl frá miðöldum, eins konar kirkja með sal á efri hæð. Menntaskólinn í Reykjavík fékk húsið gefins árið 1989 og strax fimm árum síðar var búið að kveða upp dauðadóminn yfir því. Þegar búið verður að ryðja því úr vegi verður loks hægt að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994. Jú, kæri lesandi, þú last rétt: Teikningu frá 1994! Áætlunin fer ekki hátt. Við nágrannarnir höfum allavega ekki fengið neina viðvörun um það sem í vændum er. Þó er ljóst að við eigum eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum en m.a. stendur til að byggja eitt húsið djúpt ofan í klöppinni undir Þingholtunum. Það mun út af fyrir sig vera löglegt að tala ekki við okkur því kerfið virkar þannig að eldgamlar samþykktir standa um aldur og ævi, hversu mjög sem þær úreldast. Hitt er öllu ótrúlegra og grátlegra; að á því herrans ári 2016 hafi yfirvöld, hvort sem þau heita ríki eða borg, ekki dregið meiri lærdóm af öllu því ömurlega niðurrifi menningarverðmæta sem átt hefur sér stað í borginni til þessa. Mörg eru þau sár sem aldrei gróa.Vítin sem við ættum að varast En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast. Skólahaldið setur brag á miðborgina. MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum. Skylda skólans er að sýna húsunum virðingu og veita þeim gott viðhald. Ef húsin henta ekki er um tvennt að velja. Að skólinn sníði starfsemi sína að aðstæðum eða flytji í hús sem uppfyllir kröfur nútímans án þess að misþyrma þurfi hjarta borgarinnar. Nóg er til af menningarstofnunum sem geta þrifist í þessum gömlu húsum án þess að það kalli á slíkt ofbeldi. Við nágrannarnir skrifum þessa grein ekki í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni því málið snertir alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu. Við skrifum til þess að vekja athygli á yfirvofandi stórslysi sem enn má koma í veg fyrir. Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu. Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Hættið við þessa vitleysu!Ágúst Reynisson, Áslaug Thorlacius, Brita Berglund, Einar Sigurjónsson, Eydís Sveinbjarnardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir, Guðlaugur P. Frímannsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gyða Haraldsdóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Rósa Sætran, Karl Benediktsson, Margrét Víkingsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigurður Ármann Snævarr, Steingrímur Steinþórsson, Tómas Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Wincie Jóhannsdóttir, Þóra Bjarnadóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Þuríður Bergmann, íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum sem valda munu stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Fyrst þarf reyndar að fjarlægja gamalt, löglega friðað hús KFUM og K sem gengur í dag undir nafninu Casa Christi. Samkvæmt lögum um menningarminjar frá 2013 er húsið friðað og þarf leyfi Minjastofnunar til að hrófla megi við því. Stofnunin leggst gegn niðurrifi og fer fram á að það verði varðveitt en byggingarnefnd MR hefur ekki svarað því hvernig hún muni gera það. Húsið sem var byggt árið 1907, teiknað af Einari Erlendssyni, er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið. Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra. Það er byggt í ítölskum stíl frá miðöldum, eins konar kirkja með sal á efri hæð. Menntaskólinn í Reykjavík fékk húsið gefins árið 1989 og strax fimm árum síðar var búið að kveða upp dauðadóminn yfir því. Þegar búið verður að ryðja því úr vegi verður loks hægt að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994. Jú, kæri lesandi, þú last rétt: Teikningu frá 1994! Áætlunin fer ekki hátt. Við nágrannarnir höfum allavega ekki fengið neina viðvörun um það sem í vændum er. Þó er ljóst að við eigum eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum en m.a. stendur til að byggja eitt húsið djúpt ofan í klöppinni undir Þingholtunum. Það mun út af fyrir sig vera löglegt að tala ekki við okkur því kerfið virkar þannig að eldgamlar samþykktir standa um aldur og ævi, hversu mjög sem þær úreldast. Hitt er öllu ótrúlegra og grátlegra; að á því herrans ári 2016 hafi yfirvöld, hvort sem þau heita ríki eða borg, ekki dregið meiri lærdóm af öllu því ömurlega niðurrifi menningarverðmæta sem átt hefur sér stað í borginni til þessa. Mörg eru þau sár sem aldrei gróa.Vítin sem við ættum að varast En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast. Skólahaldið setur brag á miðborgina. MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum. Skylda skólans er að sýna húsunum virðingu og veita þeim gott viðhald. Ef húsin henta ekki er um tvennt að velja. Að skólinn sníði starfsemi sína að aðstæðum eða flytji í hús sem uppfyllir kröfur nútímans án þess að misþyrma þurfi hjarta borgarinnar. Nóg er til af menningarstofnunum sem geta þrifist í þessum gömlu húsum án þess að það kalli á slíkt ofbeldi. Við nágrannarnir skrifum þessa grein ekki í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni því málið snertir alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu. Við skrifum til þess að vekja athygli á yfirvofandi stórslysi sem enn má koma í veg fyrir. Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu. Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Hættið við þessa vitleysu!Ágúst Reynisson, Áslaug Thorlacius, Brita Berglund, Einar Sigurjónsson, Eydís Sveinbjarnardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir, Guðlaugur P. Frímannsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gyða Haraldsdóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Rósa Sætran, Karl Benediktsson, Margrét Víkingsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigurður Ármann Snævarr, Steingrímur Steinþórsson, Tómas Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Wincie Jóhannsdóttir, Þóra Bjarnadóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Þuríður Bergmann, íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti í Reykjavík
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun