Er umræðan hættuleg? Athugasemdir við fréttir af spillingu Jón Ólafsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun