Lærdómur til framtíðar Ragna Árnadóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Þegar tekin er ákvörðun um að virkja náttúruöflin er óhjákvæmilegt að vega ávinninginn á móti því sem tapast. Án orku verður athafnalífið fábreytt, en orkuvinnsla hefur umhverfisáhrif. Þessum staðreyndum verður ekki breytt og þessa hagsmuni verður að meta. Við Íslendingar búum svo vel að hafa betri aðgang að endurnýjanlegri orku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Endurnýjanleg orka hefur gegnt lykilhlutverki í því að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifunum, eins og til að mynda kom skýrlega fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember. Þjóðir heims leitast við að draga eins og mögulegt er úr vinnslu á orku úr auðlindum sem eru ekki óþrjótandi, á borð við jarðefnaeldsneyti, og hafa mun meiri neikvæð hnattræn umhverfisáhrif en endurnýjanleg orka. Í París var augljóst að margir vildu vera í sporum okkar og hafa aðgang að endurnýjanlegum auðlindum í jafn ríkum mæli.Við viljum þekkja áhrifin Þar með er þó ekki sagt að endurnýjanleg orka hafi alls engin umhverfisáhrif. Landsvirkjun kappkostar að nýta þær auðlindir sem henni er trúað fyrir af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Hluti af því er að þekkja áhrifin sem af starfseminni hljótast. Í því skyni höfum við staðið fyrir viðamiklum rannsóknum og vöktun umhverfisþátta í samstarfi við óháða aðila, meðal annars á lífríki í ám og vötnum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna meðal annars að laxastofn í Þjórsá hefur styrkst og laxveiði í Blöndu hefur aukist, auk þess sem stangaveiði í Jökulsá á Dal hefur hafist eftir að virkjað var. Á hinn bóginn, og við drögum ekki dul á það, hefur til að mynda dregið úr veiði í Lagarfljóti og urriðastofninn minnkaði eftir virkjun í Soginu á síðustu öld. Við kynntum þessar niðurstöður ásamt Veiðimálastofnun með vel sóttum fundi á dögunum, en upptaka frá honum er aðgengileg á vef Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.Markvissar mótvægisaðgerðir Metnaður okkar stendur til þess að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar eins og auðið er, með markvissum mótvægisaðgerðum. Við grípum einnig til aðgerða til að hámarka jákvæðari áhrif. Við höfum, í samstarfi við sérfræðinga, viðað að okkur mikilli þekkingu, sem gerir okkur kleift að þróa aðferðir og tækni til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar í framtíðinni. Þetta er allt í samræmi við hlutverk Landsvirkjunar, sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þessi þekkingarleit gefur okkur lærdóm til framtíðar, sem miðar að því að við höldum áfram að nýta auðlindina af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar tekin er ákvörðun um að virkja náttúruöflin er óhjákvæmilegt að vega ávinninginn á móti því sem tapast. Án orku verður athafnalífið fábreytt, en orkuvinnsla hefur umhverfisáhrif. Þessum staðreyndum verður ekki breytt og þessa hagsmuni verður að meta. Við Íslendingar búum svo vel að hafa betri aðgang að endurnýjanlegri orku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Endurnýjanleg orka hefur gegnt lykilhlutverki í því að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifunum, eins og til að mynda kom skýrlega fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember. Þjóðir heims leitast við að draga eins og mögulegt er úr vinnslu á orku úr auðlindum sem eru ekki óþrjótandi, á borð við jarðefnaeldsneyti, og hafa mun meiri neikvæð hnattræn umhverfisáhrif en endurnýjanleg orka. Í París var augljóst að margir vildu vera í sporum okkar og hafa aðgang að endurnýjanlegum auðlindum í jafn ríkum mæli.Við viljum þekkja áhrifin Þar með er þó ekki sagt að endurnýjanleg orka hafi alls engin umhverfisáhrif. Landsvirkjun kappkostar að nýta þær auðlindir sem henni er trúað fyrir af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi. Hluti af því er að þekkja áhrifin sem af starfseminni hljótast. Í því skyni höfum við staðið fyrir viðamiklum rannsóknum og vöktun umhverfisþátta í samstarfi við óháða aðila, meðal annars á lífríki í ám og vötnum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna meðal annars að laxastofn í Þjórsá hefur styrkst og laxveiði í Blöndu hefur aukist, auk þess sem stangaveiði í Jökulsá á Dal hefur hafist eftir að virkjað var. Á hinn bóginn, og við drögum ekki dul á það, hefur til að mynda dregið úr veiði í Lagarfljóti og urriðastofninn minnkaði eftir virkjun í Soginu á síðustu öld. Við kynntum þessar niðurstöður ásamt Veiðimálastofnun með vel sóttum fundi á dögunum, en upptaka frá honum er aðgengileg á vef Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.Markvissar mótvægisaðgerðir Metnaður okkar stendur til þess að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar eins og auðið er, með markvissum mótvægisaðgerðum. Við grípum einnig til aðgerða til að hámarka jákvæðari áhrif. Við höfum, í samstarfi við sérfræðinga, viðað að okkur mikilli þekkingu, sem gerir okkur kleift að þróa aðferðir og tækni til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar í framtíðinni. Þetta er allt í samræmi við hlutverk Landsvirkjunar, sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þessi þekkingarleit gefur okkur lærdóm til framtíðar, sem miðar að því að við höldum áfram að nýta auðlindina af ábyrgð og með sjálfbærni að leiðarljósi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun