Fráleitar ásakanir í skjóli nafnleyndar Steinþór Pálsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Tengdar fréttir Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla.
Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun