Þaggað niður í spillingarumræðu? Gunnar Helgi Kristinsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Í gær birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jón Ólafsson heimspeking þar sem hann gerir athugasemdir við rannsóknarniðurstöður mínar og fréttaflutning af þeim. Tilefnið er erindi sem ég flutti hjá Félagi stjórnmálafræðinga síðasta föstudag þar sem ég kynnti gögn sem benda til þess að almenningur ofmeti umfang spillingar á Íslandi. Jón virðist ekki hafa skilið kjarnann í því sem ég hélt fram og því er rétt að árétta það. Ég benti á að flókið væri að rannsaka spillingu en hæpið væri að draga ályktanir um útbreiðslu spillingar út frá upplifun almennings. Það er vel þekkt niðurstaða í alþjóðlegum rannsóknum að almenningur hefur tilhneigingu til að ofmeta umfang spillingar. Ég benti á tvenns konar gögn sem benda til að sú sé raunin hér á landi. Annars vegar er mikið misræmi á milli reynslu fólks af spillingu og skoðana á því hversu útbreidd hún sé. Fólk hefur almennt litla persónulega reynslu af spillingu á Íslandi en telur samt að hún sé útbreidd. Hins vegar er mikið misræmi á milli þess hvernig sérfræðingar meta útbreiðslu spillingar og almenningur. Sérfræðingar telja mun síður að hún sé útbreidd. Notkun sérfræðingakannana er sennilega algengasta aðferðin við að meta útbreiðslu á spillingu í rannsóknum og þó sú aðferð hafi sínar takmarkanir hefur hún líka vel þekkta kosti.Mikilvægt að gæta hófs Ég benti á að mikilvægt væri að fólk gætti hófs í umræðu um spillingu því umræðan sjálf getur haft áhrif á það hvernig fólk bregst við freistingum. Í nýrri rannsóknum á spillingu hefur tveimur ólíkum líkönum verið stillt upp af því hvaða aðstæður leiði til spillingar. Annars vegar er spilling talin geta verið umboðsvandamál þar sem kjörnir fulltrúar eða opinberir starfsmenn bregðast trausti umbjóðenda sinna. Þetta kallar á að við höldum vöku okkar í umræðu um spillingu. Hins vegar er spilling talin geta verið merki um vanda sameiginlegra aðgerða, sem kemur upp þegar hópar eiga erfitt með að vinna í sameiningu að hagsmunum sínum. Opinber starfsmaður sem telur spillingu af hinu illa gæti samkvæmt þessu freistast til að láta undan freistingum ef hann teldi að flestallir aðrir myndu gera það í svipuðum aðstæðum. Með því að standast freistingar væri hann að baka sér kostnað sem aðrir yrðu ekki fyrir. Vandi þess að vinna gegn spillingu samkvæmt síðara sjónarhorninu getur falist í því að fólk í opinberum stöðum láti frekar undan freistingum ef það telur að spilling sé útbreidd. Bæði sjónarhornin hafa nokkuð til síns máls en það er óneitanlega áhugavert að skoða upplýsingar um ofmat á spillingu á Íslandi í ljósi þess síðara. Í lok greinar Jóns kemur ádrepa á fjölmiðlafólk sem hann skammar fyrir að flytja fréttir af rannsóknum og þeim álitaefnum sem þær vekja. Það er erfitt að vera ósammála því að fjölmiðlar eigi að vera gagnrýnir í umfjöllun um viðfangsefni sín. Það er hins vegar erfiðara að samþykkja að niðurstöður rannsókna geti ekki verið fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jón Ólafsson heimspeking þar sem hann gerir athugasemdir við rannsóknarniðurstöður mínar og fréttaflutning af þeim. Tilefnið er erindi sem ég flutti hjá Félagi stjórnmálafræðinga síðasta föstudag þar sem ég kynnti gögn sem benda til þess að almenningur ofmeti umfang spillingar á Íslandi. Jón virðist ekki hafa skilið kjarnann í því sem ég hélt fram og því er rétt að árétta það. Ég benti á að flókið væri að rannsaka spillingu en hæpið væri að draga ályktanir um útbreiðslu spillingar út frá upplifun almennings. Það er vel þekkt niðurstaða í alþjóðlegum rannsóknum að almenningur hefur tilhneigingu til að ofmeta umfang spillingar. Ég benti á tvenns konar gögn sem benda til að sú sé raunin hér á landi. Annars vegar er mikið misræmi á milli reynslu fólks af spillingu og skoðana á því hversu útbreidd hún sé. Fólk hefur almennt litla persónulega reynslu af spillingu á Íslandi en telur samt að hún sé útbreidd. Hins vegar er mikið misræmi á milli þess hvernig sérfræðingar meta útbreiðslu spillingar og almenningur. Sérfræðingar telja mun síður að hún sé útbreidd. Notkun sérfræðingakannana er sennilega algengasta aðferðin við að meta útbreiðslu á spillingu í rannsóknum og þó sú aðferð hafi sínar takmarkanir hefur hún líka vel þekkta kosti.Mikilvægt að gæta hófs Ég benti á að mikilvægt væri að fólk gætti hófs í umræðu um spillingu því umræðan sjálf getur haft áhrif á það hvernig fólk bregst við freistingum. Í nýrri rannsóknum á spillingu hefur tveimur ólíkum líkönum verið stillt upp af því hvaða aðstæður leiði til spillingar. Annars vegar er spilling talin geta verið umboðsvandamál þar sem kjörnir fulltrúar eða opinberir starfsmenn bregðast trausti umbjóðenda sinna. Þetta kallar á að við höldum vöku okkar í umræðu um spillingu. Hins vegar er spilling talin geta verið merki um vanda sameiginlegra aðgerða, sem kemur upp þegar hópar eiga erfitt með að vinna í sameiningu að hagsmunum sínum. Opinber starfsmaður sem telur spillingu af hinu illa gæti samkvæmt þessu freistast til að láta undan freistingum ef hann teldi að flestallir aðrir myndu gera það í svipuðum aðstæðum. Með því að standast freistingar væri hann að baka sér kostnað sem aðrir yrðu ekki fyrir. Vandi þess að vinna gegn spillingu samkvæmt síðara sjónarhorninu getur falist í því að fólk í opinberum stöðum láti frekar undan freistingum ef það telur að spilling sé útbreidd. Bæði sjónarhornin hafa nokkuð til síns máls en það er óneitanlega áhugavert að skoða upplýsingar um ofmat á spillingu á Íslandi í ljósi þess síðara. Í lok greinar Jóns kemur ádrepa á fjölmiðlafólk sem hann skammar fyrir að flytja fréttir af rannsóknum og þeim álitaefnum sem þær vekja. Það er erfitt að vera ósammála því að fjölmiðlar eigi að vera gagnrýnir í umfjöllun um viðfangsefni sín. Það er hins vegar erfiðara að samþykkja að niðurstöður rannsókna geti ekki verið fréttir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun