Skipta vinnubrögð máli? Brynhildur Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2016 07:00 Það veldur mér nokkrum áhyggjum að fólk, sem ég veit að hefur áhuga á samfélaginu, viðurkenni opinberlega að það hreinlega sofni þegar vinnubrögðin á Alþingi eru rædd. Ég viðurkenni að umræðuefnið er kannski ekki beinlínis æsispennandi en það er mikilvægt. Ef vinnulagið, verklagið, skipulagið eða hvað við viljum kalla það er ekki faglegt á Alþingi getur það beinlínis bitnað á þjóðinni. Ég gef mér að Sif Sigmarsdóttir sé m.a. að vísa til mín í pistli sínum í Fréttablaðinu 9. jan. þegar hún segir að Björt framtíð hafi verið upptekin af vinnubrögðunum á þingi. Ég hef nefnilega af og til rætt þessar áhyggjur mínar tvær mínútur í senn undir liðnum „störf þingsins“. Við sem höfum léð máls á þessu erum ekki að tala um hvað sé í matinn í mötuneytinu, hvernig mæting sé á nefndarfundi, hver sé í námi eða hvort einhver mæti bindislaus eða í gallabuxum. Þetta eru mál sem fjölmiðlar eru uppteknari af en við þingmenn. Það sem ég upplifi eftir hátt í þrjú ár á þingi, og eftir að hafa áður unnið á nokkrum „venjulegum“ vinnustöðum, er að skipulagsleysið sem viðgengst á Alþingi beinlínis bitnar á því mikilvæga starfi sem okkur er ætlað að sinna. Við sóum of oft tíma og kröftum ekki síst vegna þess að afar lítið er hægt að skipuleggja fram í tímann. Miðað við það sem ég hef kynnt mér skerum við okkur mjög frá þjóðþingum hinna norrænu ríkjanna hvað þetta varðar.Hefur áhrif á alla þjóðina Það eru margar ástæður fyrir þessari furðulegu menningu sem of langt mál er að rekja hér. En þetta þarf að laga því við vitum að líkurnar á góðri niðurstöðu aukast til muna ef vandað er til verka í upphafi. Það gildir um lagasetningu eins og allt annað. Ég hef t.d. verið sérstaklega gagnrýnin á vinnulagið í kringum fjárlögin og þar er nú ekkert smá mál á ferð. Það hefur áhrif á alla þjóðina með einum eða öðrum hætti. Það er því ekki í neinum hálfkæringi eða af léttúð sem ég og fleiri höfum gagnrýnt hvernig þingstörfin ganga fyrir sig. Í pistli sínum heldur Sif því fram að fólki standi á sama um það hvort mál komi komi seint eða snemma inn í þingið en því standi ekki á sama um mál eins og húsnæðismál, gjaldeyrishöft og menntamál. Staðan er þannig að ef þingið á að ræða mikilvæg mál sem varða almenning þá verða frumvörpin að koma inn í þingið og helst í tíma. Með öðrum orðum, ráðherrar verða að leggja málin fram annars er ekkert að ræða. Þingið virkar ekki þannig að þingmenn ráfi upp í ræðustól eftir því sem þeim hentar og tali um það sem þeim sýnist. Almenningur hefur því einmitt ríka hagsmuni af því að mál komi tímanlega inn í þingið enda óþolandi að þau séu unnin með hraði undir tímapressu. Það getur leitt til verri niðurstöðu og það eigum við ekki að sætta okkur við. Ég hvet fjölmiðla til að sýna sjálfum þingstörfunum meiri áhuga og vera gagnrýnir á þau. Það er ekki einkamál þingmanna hvernig Alþingi vinnur og þjóðin á rétt á því að þeir tæplega þrír milljarðar sem Alþingi fær á fjárlögum nýtist sem best. Ég er alltaf til í þessa umræðu við alla sem hafa áhuga og treysti mér algerlega til að gera það án þess að svæfa nokkurn mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það veldur mér nokkrum áhyggjum að fólk, sem ég veit að hefur áhuga á samfélaginu, viðurkenni opinberlega að það hreinlega sofni þegar vinnubrögðin á Alþingi eru rædd. Ég viðurkenni að umræðuefnið er kannski ekki beinlínis æsispennandi en það er mikilvægt. Ef vinnulagið, verklagið, skipulagið eða hvað við viljum kalla það er ekki faglegt á Alþingi getur það beinlínis bitnað á þjóðinni. Ég gef mér að Sif Sigmarsdóttir sé m.a. að vísa til mín í pistli sínum í Fréttablaðinu 9. jan. þegar hún segir að Björt framtíð hafi verið upptekin af vinnubrögðunum á þingi. Ég hef nefnilega af og til rætt þessar áhyggjur mínar tvær mínútur í senn undir liðnum „störf þingsins“. Við sem höfum léð máls á þessu erum ekki að tala um hvað sé í matinn í mötuneytinu, hvernig mæting sé á nefndarfundi, hver sé í námi eða hvort einhver mæti bindislaus eða í gallabuxum. Þetta eru mál sem fjölmiðlar eru uppteknari af en við þingmenn. Það sem ég upplifi eftir hátt í þrjú ár á þingi, og eftir að hafa áður unnið á nokkrum „venjulegum“ vinnustöðum, er að skipulagsleysið sem viðgengst á Alþingi beinlínis bitnar á því mikilvæga starfi sem okkur er ætlað að sinna. Við sóum of oft tíma og kröftum ekki síst vegna þess að afar lítið er hægt að skipuleggja fram í tímann. Miðað við það sem ég hef kynnt mér skerum við okkur mjög frá þjóðþingum hinna norrænu ríkjanna hvað þetta varðar.Hefur áhrif á alla þjóðina Það eru margar ástæður fyrir þessari furðulegu menningu sem of langt mál er að rekja hér. En þetta þarf að laga því við vitum að líkurnar á góðri niðurstöðu aukast til muna ef vandað er til verka í upphafi. Það gildir um lagasetningu eins og allt annað. Ég hef t.d. verið sérstaklega gagnrýnin á vinnulagið í kringum fjárlögin og þar er nú ekkert smá mál á ferð. Það hefur áhrif á alla þjóðina með einum eða öðrum hætti. Það er því ekki í neinum hálfkæringi eða af léttúð sem ég og fleiri höfum gagnrýnt hvernig þingstörfin ganga fyrir sig. Í pistli sínum heldur Sif því fram að fólki standi á sama um það hvort mál komi komi seint eða snemma inn í þingið en því standi ekki á sama um mál eins og húsnæðismál, gjaldeyrishöft og menntamál. Staðan er þannig að ef þingið á að ræða mikilvæg mál sem varða almenning þá verða frumvörpin að koma inn í þingið og helst í tíma. Með öðrum orðum, ráðherrar verða að leggja málin fram annars er ekkert að ræða. Þingið virkar ekki þannig að þingmenn ráfi upp í ræðustól eftir því sem þeim hentar og tali um það sem þeim sýnist. Almenningur hefur því einmitt ríka hagsmuni af því að mál komi tímanlega inn í þingið enda óþolandi að þau séu unnin með hraði undir tímapressu. Það getur leitt til verri niðurstöðu og það eigum við ekki að sætta okkur við. Ég hvet fjölmiðla til að sýna sjálfum þingstörfunum meiri áhuga og vera gagnrýnir á þau. Það er ekki einkamál þingmanna hvernig Alþingi vinnur og þjóðin á rétt á því að þeir tæplega þrír milljarðar sem Alþingi fær á fjárlögum nýtist sem best. Ég er alltaf til í þessa umræðu við alla sem hafa áhuga og treysti mér algerlega til að gera það án þess að svæfa nokkurn mann.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar