
Einhæfni auðlinda og virðiskeðjan
Stóriðja átti að auka fjölbreytni
Við fórum af stað með stóriðju til að auka fjölbreytni í efnahagslífi landsins. Hagkerfið var staðnað. Þetta voru rétt skref í upphafi. Síðan var uppbygging stóriðju meginþungi í efnahagsstefnu landsins. Nýr einhæfur auðlindaatvinnuvegur varð til. Okkur mistókst að byggja upp úrvinnsluiðnað og skapandi störf tengd stóriðjunni sem juku verðmætasköpunina og skildu stærri hluta virðisaukans eftir í landinu.
Nánast allur virðisauki stóriðjunnar verður til erlendis. Hér verða aðeins eftir beinar launagreiðslur, smávægilegir skattar og greiðsla fyrir orku, sem fram til þessa hefur ekki íþyngt rekstri stóriðjuveranna. Þessar greiðslur eru aðeins lítið brot af virði endanlegrar vöru. Virðismyndunin hérlendis verður þar að auki enn rýrari fyrir þá sök að sami aðili stýrir allri virðiskeðjunni og hefur það því nokkurn veginn í hendi sér, hvar virðisaukinn verður til. Þá rýrnar hann enn þar sem við fórnum íslenskri náttúru. Auðlindaafurðir eru óstöðugustu afurðir á mörkuðum. Gleymum því heldur ekki að ungt fólk með fjölhæfa menntun er ekki á launaskrá stóriðjuvera.
Virðisaukinn
Auður þjóða myndast þegar þeim tekst að halda hjá sér eða draga til sín arðbærustu hlekkina í framleiðslukeðjunni. Þar liggur mestur virðisaukinn. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hugmyndavinnan, hönnun vörunnar, dreifing og að lokum salan. Frumframleiðsla er ekki sérlega arðbær atvinnugrein, ekki einu sinni í olíu. Hugmynda- og þróunarvinnan, dreifingin og kannski ekki hvað síst margumtöluð vörumerki, mynda stærstan hluta virðiskeðjunnar í nútíma atvinnurekstri. Þar greiðast hæstu launin, mestur arðurinn og hæstu skattarnir. Af hverju skyldu bæði frystihús og sláturhús vera staðir, þar sem Íslendingar bíða ekki í röðum eftir að fá vinnu? Engin þjóð þroskast atvinnulega séð á því að leggja höfuðáherslu á að búa til nóg af almennum láglaunastörfum. Það er leið langtíma stöðnunar.
Íslenska ríkið hefur allt frá upphafi fullveldisins verið afgerandi afl á sviði atvinnumála. Einkum hefur þetta gilt gagnvart auðlindaatvinnuvegunum, landbúnaði, sjávarútvegi og síðar stóriðju. Því miður hafa þessi afskipti ríkisvaldsins einkum fest í sessi haggerð, sem til lengdar örvar hvorki hagvöxt né nýsköpun. Tiltölulega einhæf nýting auðlinda er sett í forgang, því það er auðveldara og atkvæðavænlegra. Þroskað hagkerfi byggir á hugviti, verkkunnáttu, áræðni og margvíslegri þekkingu. Þaðan kemur mestur virðisaukinn.
Gjaldmiðilinn
Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar rætt er um fráhrindandi aðstæður fyrir ungt menntað fólk til að setjast að á Íslandi. Þar á ég við íslensku krónuna, sem fengið hefur þá heiðursnafnbót frá forsætisráðherra að vera sterkasti gjaldmiðill í heimi. Það er ekkert sérstakt afreksverk að gjaldmiðill sem býr við ströng gjaldeyrishöft og er hvergi nothæfur utan eigin lands, haldist þokkalega stöðugur. Til þess eru höftin. Þrátt fyrir þessa algjöru einangrun og vernd þarf krónan háa vexti svo hún geti staðið undir því verkefni, að halda verðbólgu í skefjum. Gjaldeyrishöftin koma heldur ekki í veg fyrir að mörg mismunandi gengi eru á krónunni. Innflutnings- og ferðamannagengi, útboðsgengi seðlabankans og síðan er verðtryggða útgáfa hennar. Sem mælieining er hún skökk, óstöðug og misvísandi.
Sennilega hefur enginn einn hluti íslenska hagkerfisins „féflett“ Íslendinga meir í gegnum árin en krónan. Það er hún sem gerir ungu fólki erfitt með að búa hér, þótt það hafi vinnu. Hún er svo dyntótt og dýr, hvort sem hún er óverðtryggð eða verðtryggð. Hún gengur af öllum húsnæðiskerfum dauðum. Ef við viljum fá ungt menntað fólk til að setjast að hérlendis þurfum við að breyta um opinbera atvinnustefnu, hætta fjáraustri í auðlindaatvinnuvegi og finna lausn á gjaldmiðilsmálum okkar.
Skoðun

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar

Rangfærslur um skýrslu vegna Nýja Skerjafjarðar
Matthías Arngrímsson skrifar

Virði en ekki byrði
Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins?
Guðjón Jensson skrifar

Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hvert fer útsvarið mitt?
Sandra Gunnarsdóttir skrifar

Hver mun sinna þér?
Sandra B. Franks skrifar

Hvað amar eiginlega að okkur?
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Hugarafl 20 ára
Eymundur Eymundsson skrifar

Sök bítur...
Sigursteinn Másson skrifar

Nýtur náttúran verndar í Reykjavík?
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Magnús Guðmundsson skrifar

Nám fyrir öll!
Drífa Lýðsdóttir,Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?
Guðrún Njálsdóttir skrifar

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar