Að skjóta sig í fótinn Vilhelm G. Kristinsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Æ fleiri stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða þeirrar skoðunar að efnahagsþvinganir gegn Rússum séu tilgangslausar og valdi mestu tjóni í þeim ríkjum sem beita þeim. Þá kvartar atvinnulífið sáran. Gríðarlegur samdráttur í útflutningi ríkja ESB til Rússlands hefur valdið fyrirtækjum í Evrópu þungum búsifjum og aukið atvinnuleysi. Margt bendir til þess að jafnvel þó svo að þvingunum yrði aflétt, myndu markaðir í Rússlandi ekki vinnast á ný nema að hluta. Rússar hafa brugðist við með víðtækum ráðstöfunum innanlands sem og stóraukinni efnahags- og viðskiptasamvinnu við ríki í austri. Viðbrögð Rússa á alþjóðlegum vettvangi eru þess eðlis að þau gætu minnkað til muna áhrif vestrænna ríkja á efnahags- og stjórnmálasviði heims í náinni framtíð. Í kjölfar þvingana hófu rússnesk stjórnvöld stórfellt átak til að auka heimaframleiðslu, jafnt í landbúnaði, sjávarútvegi, hefðbundnum iðnaði, hátækniiðnaði sem og í ferðaþjónustu. Þetta ferli mun taka sinn tíma, en sagan sýnir að þrautseigja Rússa er mikil. Þrýstingur og aðgerðir frá útlöndum auka samstöðu þeirra. Þannig hafa þvinganirnar stappað í þá stálinu og að auki vakið upp gamalgróna tortryggni í garð Vesturlanda. Mótlætið hefur þjappað Rússum að baki forseta sínum, sem samkvæmt könnunum nýtur nú sennilega meira trausts og vinsælda en nokkur dæmi eru um.Þekktir stríðsæsingamenn Allt hófst þetta með óeirðunum í Kænugarði fyrir um tveimur árum og atburðunum sem fylgdu í kjölfarið. Sífellt fleira kemur fram í dagsljósið sem styður þá kenningu, að Maidan-uppreisnin hafi verið skipulögð með stuðningi og jafnvel frumkvæði frá Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum. Á sviðinu í Kænugarði voru þekktir stríðsæsingamenn úr röðum bandarískra þingmanna áberandi. Eftir að þjóðkjörinn forseti Úkraínu hafði verið hrakinn úr landi lýstu íbúar austurhéraðanna og Krímskaga yfir því, að þeir sættu sig ekki við atburðarásina. Yfirgnæfandi meirihluti Krímverja, sem langflestir eru af rússnesku bergi brotnir, kaus að sameinast Rússlandi. Skaginn hafði áður tilheyrt Rússlandi, en var settur undir Úkraínu í tíð Khrushchevs og Sovétríkjanna með umdeildum gjörningi. Það reynist Krímverjum og rússneskum almenningi torskilið hvers vegna „lýðræðisþjóðirnar“ í vestri kjósa að hunsa eindreginn vilja íbúanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Íbúar Donbass hófu síðan skipulagt andóf gegn nýrri stjórn í Kiev og kröfðust aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir atburðir og meint aðild Rússa að átökunum í Donbass eru meginástæður efnahagsþvingananna. Engar óyggjandi sannanir hafa verið færðar fyrir því síðastnefnda og Rússar hafa ávallt þvertekið fyrir að eiga beina aðild að átökunum. Þá er umhugsunarverð tregða Kievstjórnarinnar til þess að virða friðarsamkomulagið sem kennt er við Minsk.Víðtæk og gróf spilling En hvað hefur áunnist í Úkraínu? Í Maidan-byltingunni sögðu forvígismenn hennar að allir helstu samstarfsmenn Yanukovych, fyrrum forseta, yrðu sóttir til saka fyrir spillingu. Ekkert hefur orðið af því og ástæðan talin sú, að slíkur málarekstur myndi svipta hulunni af víðtækri og grófri spillingu núverandi valdhafa. Eitt af þeim skilyrðum sem Vesturlönd settu fyrir stuðningi við Úkraínu var að unnið yrði á spillingu. Enginn árangur hefur náðst og hefur ESB lýst yfir vonbrigðum sínum með það. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að spillingin sé mun meiri nú en nokkru sinni fyrr í dapurlegri sögu Úkraínu. Þá hefur öfgafullum þjóðernissinnum vaxið mjög ásmegin í sumum héruðum landsins svo til vandræða horfir. Að auki hafa valdhafarnir í Kiev skorið á hverja slagæðina á fætur annarri í atvinnu- og efnahagslífi ríkisins með þeim árangri að óðaverðbólga geisar, þjóðarframleiðsla og afkoma er á pari við það sem verst gerist í fátækustu ríkjum Afríku, gjaldmiðillinn er ónýtur og atvinnuleysi og almenn örbirgð í örum vexti. Úkraína riðar nú á barmi gjaldþrots og ekkert í sjónmáli sem bent getur til að betri tíð sé í vændum. Spurningin er sú, hvort Evrópusambandið muni koma landinu til bjargar og hvað evrópskir skattgreiðendur segi við því. Utanríkisráðherra Íslands fór a.m.k. í tvígang til Úkraínu til að hneigja sig fyrir nýjum valdhöfum (valdaræningjum?) og færa þeim blóm. Í kjölfarið fylgdi svo stuðningur við refsiaðgerðir gegn Rússum. Árangurinn kemur brátt ljós þegar uppsjávarvertíðin hefst hér við land. Á sama tíma vex þeim skoðunum fylgi meðal evrópskra stjórnmálamanna að aðgerðirnar hafi verið mistök. Stundum er talað um að menn skjóti sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Æ fleiri stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða þeirrar skoðunar að efnahagsþvinganir gegn Rússum séu tilgangslausar og valdi mestu tjóni í þeim ríkjum sem beita þeim. Þá kvartar atvinnulífið sáran. Gríðarlegur samdráttur í útflutningi ríkja ESB til Rússlands hefur valdið fyrirtækjum í Evrópu þungum búsifjum og aukið atvinnuleysi. Margt bendir til þess að jafnvel þó svo að þvingunum yrði aflétt, myndu markaðir í Rússlandi ekki vinnast á ný nema að hluta. Rússar hafa brugðist við með víðtækum ráðstöfunum innanlands sem og stóraukinni efnahags- og viðskiptasamvinnu við ríki í austri. Viðbrögð Rússa á alþjóðlegum vettvangi eru þess eðlis að þau gætu minnkað til muna áhrif vestrænna ríkja á efnahags- og stjórnmálasviði heims í náinni framtíð. Í kjölfar þvingana hófu rússnesk stjórnvöld stórfellt átak til að auka heimaframleiðslu, jafnt í landbúnaði, sjávarútvegi, hefðbundnum iðnaði, hátækniiðnaði sem og í ferðaþjónustu. Þetta ferli mun taka sinn tíma, en sagan sýnir að þrautseigja Rússa er mikil. Þrýstingur og aðgerðir frá útlöndum auka samstöðu þeirra. Þannig hafa þvinganirnar stappað í þá stálinu og að auki vakið upp gamalgróna tortryggni í garð Vesturlanda. Mótlætið hefur þjappað Rússum að baki forseta sínum, sem samkvæmt könnunum nýtur nú sennilega meira trausts og vinsælda en nokkur dæmi eru um.Þekktir stríðsæsingamenn Allt hófst þetta með óeirðunum í Kænugarði fyrir um tveimur árum og atburðunum sem fylgdu í kjölfarið. Sífellt fleira kemur fram í dagsljósið sem styður þá kenningu, að Maidan-uppreisnin hafi verið skipulögð með stuðningi og jafnvel frumkvæði frá Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum. Á sviðinu í Kænugarði voru þekktir stríðsæsingamenn úr röðum bandarískra þingmanna áberandi. Eftir að þjóðkjörinn forseti Úkraínu hafði verið hrakinn úr landi lýstu íbúar austurhéraðanna og Krímskaga yfir því, að þeir sættu sig ekki við atburðarásina. Yfirgnæfandi meirihluti Krímverja, sem langflestir eru af rússnesku bergi brotnir, kaus að sameinast Rússlandi. Skaginn hafði áður tilheyrt Rússlandi, en var settur undir Úkraínu í tíð Khrushchevs og Sovétríkjanna með umdeildum gjörningi. Það reynist Krímverjum og rússneskum almenningi torskilið hvers vegna „lýðræðisþjóðirnar“ í vestri kjósa að hunsa eindreginn vilja íbúanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Íbúar Donbass hófu síðan skipulagt andóf gegn nýrri stjórn í Kiev og kröfðust aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir atburðir og meint aðild Rússa að átökunum í Donbass eru meginástæður efnahagsþvingananna. Engar óyggjandi sannanir hafa verið færðar fyrir því síðastnefnda og Rússar hafa ávallt þvertekið fyrir að eiga beina aðild að átökunum. Þá er umhugsunarverð tregða Kievstjórnarinnar til þess að virða friðarsamkomulagið sem kennt er við Minsk.Víðtæk og gróf spilling En hvað hefur áunnist í Úkraínu? Í Maidan-byltingunni sögðu forvígismenn hennar að allir helstu samstarfsmenn Yanukovych, fyrrum forseta, yrðu sóttir til saka fyrir spillingu. Ekkert hefur orðið af því og ástæðan talin sú, að slíkur málarekstur myndi svipta hulunni af víðtækri og grófri spillingu núverandi valdhafa. Eitt af þeim skilyrðum sem Vesturlönd settu fyrir stuðningi við Úkraínu var að unnið yrði á spillingu. Enginn árangur hefur náðst og hefur ESB lýst yfir vonbrigðum sínum með það. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að spillingin sé mun meiri nú en nokkru sinni fyrr í dapurlegri sögu Úkraínu. Þá hefur öfgafullum þjóðernissinnum vaxið mjög ásmegin í sumum héruðum landsins svo til vandræða horfir. Að auki hafa valdhafarnir í Kiev skorið á hverja slagæðina á fætur annarri í atvinnu- og efnahagslífi ríkisins með þeim árangri að óðaverðbólga geisar, þjóðarframleiðsla og afkoma er á pari við það sem verst gerist í fátækustu ríkjum Afríku, gjaldmiðillinn er ónýtur og atvinnuleysi og almenn örbirgð í örum vexti. Úkraína riðar nú á barmi gjaldþrots og ekkert í sjónmáli sem bent getur til að betri tíð sé í vændum. Spurningin er sú, hvort Evrópusambandið muni koma landinu til bjargar og hvað evrópskir skattgreiðendur segi við því. Utanríkisráðherra Íslands fór a.m.k. í tvígang til Úkraínu til að hneigja sig fyrir nýjum valdhöfum (valdaræningjum?) og færa þeim blóm. Í kjölfarið fylgdi svo stuðningur við refsiaðgerðir gegn Rússum. Árangurinn kemur brátt ljós þegar uppsjávarvertíðin hefst hér við land. Á sama tíma vex þeim skoðunum fylgi meðal evrópskra stjórnmálamanna að aðgerðirnar hafi verið mistök. Stundum er talað um að menn skjóti sig í fótinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar