Tesla Model S söluhæsti rafmagnsbíllinn í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 09:18 Tesla Model S. Tesla seldi 50.366 bíla af gerðinni Tesla Model S í fyrra sem gerir hann af sölhæsta rafmagnsbíl heimsins í fyrra en Nissan Leaf var í öðru sæti með um 43.000 bíla selda. Sala hans í Bandaríkjunum hrundi mikið milli ára, en í fyrra seldust 17.269 slíkir en 30.200 árið 2014. Tesla Model S er nú orðinn næst söluhæsti rafmagnsbíll heims frá upphafi með 107.148 bíla selda síðan um mitt ár 2012. Tesla Model er langt frá heildarsölu Nissan Leaf sem selst hefur í meira en 200.000 eintökum frá tilkomu hans. Chevrolet Volt er svo rétt á eftir Tesla Model S með 106.000 bíla selda, en bæði Volt og Leaf komu á markað í enda árs 2010, eða 16 mánuðum á undan Tesla Model S. Í fjórða sæti er svo Mitsubishi Outlander PHEV með um 39.000 bíla sölu og í fimmta er síðan kínverski rafmagnsbíllinn BYD Qin PHEV með 31.898 eintök seld. BMW i3 kemur svo þar á eftir með 24.057 eintök seld. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Tesla seldi 50.366 bíla af gerðinni Tesla Model S í fyrra sem gerir hann af sölhæsta rafmagnsbíl heimsins í fyrra en Nissan Leaf var í öðru sæti með um 43.000 bíla selda. Sala hans í Bandaríkjunum hrundi mikið milli ára, en í fyrra seldust 17.269 slíkir en 30.200 árið 2014. Tesla Model S er nú orðinn næst söluhæsti rafmagnsbíll heims frá upphafi með 107.148 bíla selda síðan um mitt ár 2012. Tesla Model er langt frá heildarsölu Nissan Leaf sem selst hefur í meira en 200.000 eintökum frá tilkomu hans. Chevrolet Volt er svo rétt á eftir Tesla Model S með 106.000 bíla selda, en bæði Volt og Leaf komu á markað í enda árs 2010, eða 16 mánuðum á undan Tesla Model S. Í fjórða sæti er svo Mitsubishi Outlander PHEV með um 39.000 bíla sölu og í fimmta er síðan kínverski rafmagnsbíllinn BYD Qin PHEV með 31.898 eintök seld. BMW i3 kemur svo þar á eftir með 24.057 eintök seld.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent