Renault gert að innkalla 15.000 bíla vegna útblásturs Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:36 Renault bílar. Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent