Renault gert að innkalla 15.000 bíla vegna útblásturs Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:36 Renault bílar. Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent