Færri og færri með ökuskírteini í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 16:28 Ungmenni í bílatíma í Bandaríkjunum. Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent