Þjálfari Grindavíkur reiður: Þetta er íþróttahús en ekki „menningarhús“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 09:45 Jóhann Þór Ólafsson hefur engan húmor fyrir þrettándagleði degi fyrir leik hjá sér. vísir/stefán Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason. Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason.
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira