Utanspítalaþjónusta Njáll Pálsson skrifar 4. janúar 2016 11:51 Það þykir góður tímapunktur um áramót að staldra við, meta stöðu mála og setja niður fyrir sig hvernig málum sé best hagað í upphafi nýs árs. Mig langar hér að gera að umtalsefni þann hluta heilbrigðiskerfisins sem kastljós opinberrar umræðu beinist ekki oft að, en það er utanspítalaþjónusta. En hvað er utanspítalaþjónusta sem á engilsaxnesku útleggst sem prehospital service. Segja má að þetta sé samheiti yfir nokkra þætti. Sjúkra- og neyðarflutninga, hvort sem um í lofti, láði eða legi er að ræða og bráðaþjónustu þá sem veitt er þeim sem bráðveikjast og slasast alvarlega. Næst myndi maður spyrja hvernig þessari þjónustu væri fyrirkomið hér heima ekki satt. Það er varla hægt að koma með eitt einfalt og stutt „vel eða illa“ svar við því. Heilbrigðiskerfið er iðulega til umfjöllunar og þá hve fjársvelt það er. Sérstaklega í desember mánuði þegar lokið er við fjárlagagerð. Ég held að engum líki sá stríðsdans sem þá er stiginn í þinginu okkar íslendinga og okkar þjóðkjörnu fulltrúar væna hvorn annan um ranga forgangsröðun eða óraunsæi. Það sér það hver sem vill að þetta er ekki frjór jarðvegur fyrir þann sem vill efla okkar eitt mikilvægasta þjóðargangverk, heilbrigðiskerfið. Öll viljum við það sama, ÖFLUGT heilbrigðiskerfi. Nú hefur það verið opinberlega viðurkennt að allir Íslendingar og þeir sem okkur heim sækja skuli eiga kost á sem bestu heilbrigðisþjónustu hverju sinni, hvar sem í sveit eru staddir. Það hljótum við öll vilja. Dagljóst er að ef því skuli viðkomið þá verður utanspítalaþjónustan að vera bæði öflug og skilvirk sem fyrsti hlekkurinn í öryggiskeðju þeirri sem heilbrigðiskerfið á að vera. Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þeir sem reka og stjórna sjúkraflutningum á Íslandi virðast ekki undanþegnir þeim þrönga fjárhagsstakk sem ríkið sníðir þeim, frekar en aðrir sem ábyrgð bera á rekstri annarra heilbrigðiseininga. Iðulega þarf að taka langar og þungar glímur við ríkisvaldið um fjármagn til þess að landa megi samningum um rekstur þjónustunnar. Oft eru þessir samningar stuttir og bjóða þar af leiðandi ekki upp á það örugga umhverfi sem þarf til að þróa, efla og tryggja faglegan framgang. Þetta er miður. Ljóst er að marka þarf skýra stefnu um það hvernig þessi mikilvæga þjónusta skuli rekin og veitt án þess að þurfa sífellt að vera í krafsi og þrasi um krónur og aura. Að sjálfsögðu á ekki að bruðla með almannafé en það verður að ríkja sátt um og skynsöm stefna í uppbyggingu þessa hlutar heilbrigðiskerfisins, leyfi ég mér því að halda því fram að utanspítalaþjónustan þolir veglegri fjármögnun en boðið er uppá í dag. Hvernig má svo tryggja að utanspítalaþjónusta sé öflug og þróist á faglegan hátt, líkt og í öðrum löndun. Jú þar má nefna nokkra þætti. Mikilvægast er að sjúkraflutningamenn séu vel menntaðir og þjálfaðir. Þetta á við um grunnmenntun, framhaldsmenntun, endurmenntun og viðhaldsþjálfun. Jafnframt að þeir hafi allan þann nauðsynlega búnað sem þarf til að sinna þjónustunni á öruggan hátt, bæði fyrir þá og þiggjendur þjónustunnar. Ljúka þarf þegar hafinni vinnu við að koma á fót rafrænni skráningu í sjúkraflutningum. Það yrði sterkur liður í eflingu sjúklingaöryggis og skilvirkri umsýslu allrar tölfræði, sem svo er nauðsynlegt hjálpartæki þegar þjónustan er rýnd til gagns og unnið að frekari framþróun. Stórefla þarf sjúkraflug. Þeir aðilar sem sinna fluginu í dag hvort sem um er að ræða fastvængja vélar eða þyrlur gera það eins vel og hægt er af mikilli fagmennsku, en það verður að segjast að þessi þáttur er heldur lítilfjörlegur og knappt rekinn miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Það yrði stórt og jákvætt skref ef Íslendingar bættu í þyrluflóru sína sjúkraþyrlum, til viðbótar við stóru og öflugu björgunarþyrlurnar, þá að sjálfsögðu með sólarhrings staðarmönnun í stað bakvaktar fyrirkomulags. Já ég nefni hér önnur lönd. Horfa verður til þess hvernig aðrar þjóðir hafa eflt utanspítalaþjónustu á farsælan hátt og er öflugt sjúkraflug mikilvægur þáttur þar. Nú háttar nefnilega þannig til víða í dreifðari byggðum landsins að það er kannski einn sjúkrabíll á staðnum. Ef upp kemur alvarlegt slys eða bráð veikindi og tekin er ákvörðun um flutning á næsta sjúkrahús, landleiðina þá höfum við dæmi þess að sjúkrabíllinn, ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum og jafnvel lækninum, er burtu úr héraðinu í fleiri klukkustundir. Með eflingu sjúkraflugsins væri hægt að breyta þessu og jafnframt tryggja öruggan aðgang að öflugu bráðateymi, viðbragðinu heima í héraði, til vettvangsstuðnings, ráðgjafar og skjóts sjúkraflutnings. Sjálfsagt mætti nefna fleiri þætti og listinn ekki tæmandi. En einhvers staðar verður að byrja. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að málefnið er mikilvægt og margir bera ábyrgð á að vel fari. Ráðherrar, þingmenn, sveitastjórnarmenn, stjórnendur sjúkraflutninga, heilbrigðisstarfsfólk með aðkomu að málaflokknun og sjúkraflutningamenn. Með breyttri aldussamsetningu þjóðarinnar, stóraukinni fjölgun ferðamanna og breytingar á heilbrigðisþjónustu í héraði þá þarf að bregðast við, þörfin á eflingu utanspítalaþjónustunnar er þegar orðin augljós. Þessi þjónusta er viðkvæm og þarf að veitast á öruggan og faglegan hátt. Allt frá símtali sem berst til Neyðarlínunnar þar sem neyðarsímvörður vinnur úr tilfellinu og boðar viðeigandi bjargir, þar til sjúkling er komið í öruggt skjól sjúkrahússins. Ekki má gleyma ferlinu þarna á milli en þá er verið að veita manneskju heilbrigðisþjónustu. Megi árið 2016 marka tímamót hvað þennan málaflokk varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það þykir góður tímapunktur um áramót að staldra við, meta stöðu mála og setja niður fyrir sig hvernig málum sé best hagað í upphafi nýs árs. Mig langar hér að gera að umtalsefni þann hluta heilbrigðiskerfisins sem kastljós opinberrar umræðu beinist ekki oft að, en það er utanspítalaþjónusta. En hvað er utanspítalaþjónusta sem á engilsaxnesku útleggst sem prehospital service. Segja má að þetta sé samheiti yfir nokkra þætti. Sjúkra- og neyðarflutninga, hvort sem um í lofti, láði eða legi er að ræða og bráðaþjónustu þá sem veitt er þeim sem bráðveikjast og slasast alvarlega. Næst myndi maður spyrja hvernig þessari þjónustu væri fyrirkomið hér heima ekki satt. Það er varla hægt að koma með eitt einfalt og stutt „vel eða illa“ svar við því. Heilbrigðiskerfið er iðulega til umfjöllunar og þá hve fjársvelt það er. Sérstaklega í desember mánuði þegar lokið er við fjárlagagerð. Ég held að engum líki sá stríðsdans sem þá er stiginn í þinginu okkar íslendinga og okkar þjóðkjörnu fulltrúar væna hvorn annan um ranga forgangsröðun eða óraunsæi. Það sér það hver sem vill að þetta er ekki frjór jarðvegur fyrir þann sem vill efla okkar eitt mikilvægasta þjóðargangverk, heilbrigðiskerfið. Öll viljum við það sama, ÖFLUGT heilbrigðiskerfi. Nú hefur það verið opinberlega viðurkennt að allir Íslendingar og þeir sem okkur heim sækja skuli eiga kost á sem bestu heilbrigðisþjónustu hverju sinni, hvar sem í sveit eru staddir. Það hljótum við öll vilja. Dagljóst er að ef því skuli viðkomið þá verður utanspítalaþjónustan að vera bæði öflug og skilvirk sem fyrsti hlekkurinn í öryggiskeðju þeirri sem heilbrigðiskerfið á að vera. Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þeir sem reka og stjórna sjúkraflutningum á Íslandi virðast ekki undanþegnir þeim þrönga fjárhagsstakk sem ríkið sníðir þeim, frekar en aðrir sem ábyrgð bera á rekstri annarra heilbrigðiseininga. Iðulega þarf að taka langar og þungar glímur við ríkisvaldið um fjármagn til þess að landa megi samningum um rekstur þjónustunnar. Oft eru þessir samningar stuttir og bjóða þar af leiðandi ekki upp á það örugga umhverfi sem þarf til að þróa, efla og tryggja faglegan framgang. Þetta er miður. Ljóst er að marka þarf skýra stefnu um það hvernig þessi mikilvæga þjónusta skuli rekin og veitt án þess að þurfa sífellt að vera í krafsi og þrasi um krónur og aura. Að sjálfsögðu á ekki að bruðla með almannafé en það verður að ríkja sátt um og skynsöm stefna í uppbyggingu þessa hlutar heilbrigðiskerfisins, leyfi ég mér því að halda því fram að utanspítalaþjónustan þolir veglegri fjármögnun en boðið er uppá í dag. Hvernig má svo tryggja að utanspítalaþjónusta sé öflug og þróist á faglegan hátt, líkt og í öðrum löndun. Jú þar má nefna nokkra þætti. Mikilvægast er að sjúkraflutningamenn séu vel menntaðir og þjálfaðir. Þetta á við um grunnmenntun, framhaldsmenntun, endurmenntun og viðhaldsþjálfun. Jafnframt að þeir hafi allan þann nauðsynlega búnað sem þarf til að sinna þjónustunni á öruggan hátt, bæði fyrir þá og þiggjendur þjónustunnar. Ljúka þarf þegar hafinni vinnu við að koma á fót rafrænni skráningu í sjúkraflutningum. Það yrði sterkur liður í eflingu sjúklingaöryggis og skilvirkri umsýslu allrar tölfræði, sem svo er nauðsynlegt hjálpartæki þegar þjónustan er rýnd til gagns og unnið að frekari framþróun. Stórefla þarf sjúkraflug. Þeir aðilar sem sinna fluginu í dag hvort sem um er að ræða fastvængja vélar eða þyrlur gera það eins vel og hægt er af mikilli fagmennsku, en það verður að segjast að þessi þáttur er heldur lítilfjörlegur og knappt rekinn miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Það yrði stórt og jákvætt skref ef Íslendingar bættu í þyrluflóru sína sjúkraþyrlum, til viðbótar við stóru og öflugu björgunarþyrlurnar, þá að sjálfsögðu með sólarhrings staðarmönnun í stað bakvaktar fyrirkomulags. Já ég nefni hér önnur lönd. Horfa verður til þess hvernig aðrar þjóðir hafa eflt utanspítalaþjónustu á farsælan hátt og er öflugt sjúkraflug mikilvægur þáttur þar. Nú háttar nefnilega þannig til víða í dreifðari byggðum landsins að það er kannski einn sjúkrabíll á staðnum. Ef upp kemur alvarlegt slys eða bráð veikindi og tekin er ákvörðun um flutning á næsta sjúkrahús, landleiðina þá höfum við dæmi þess að sjúkrabíllinn, ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum og jafnvel lækninum, er burtu úr héraðinu í fleiri klukkustundir. Með eflingu sjúkraflugsins væri hægt að breyta þessu og jafnframt tryggja öruggan aðgang að öflugu bráðateymi, viðbragðinu heima í héraði, til vettvangsstuðnings, ráðgjafar og skjóts sjúkraflutnings. Sjálfsagt mætti nefna fleiri þætti og listinn ekki tæmandi. En einhvers staðar verður að byrja. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að málefnið er mikilvægt og margir bera ábyrgð á að vel fari. Ráðherrar, þingmenn, sveitastjórnarmenn, stjórnendur sjúkraflutninga, heilbrigðisstarfsfólk með aðkomu að málaflokknun og sjúkraflutningamenn. Með breyttri aldussamsetningu þjóðarinnar, stóraukinni fjölgun ferðamanna og breytingar á heilbrigðisþjónustu í héraði þá þarf að bregðast við, þörfin á eflingu utanspítalaþjónustunnar er þegar orðin augljós. Þessi þjónusta er viðkvæm og þarf að veitast á öruggan og faglegan hátt. Allt frá símtali sem berst til Neyðarlínunnar þar sem neyðarsímvörður vinnur úr tilfellinu og boðar viðeigandi bjargir, þar til sjúkling er komið í öruggt skjól sjúkrahússins. Ekki má gleyma ferlinu þarna á milli en þá er verið að veita manneskju heilbrigðisþjónustu. Megi árið 2016 marka tímamót hvað þennan málaflokk varðar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar