Koma snarpir inn eftir áramótin Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. janúar 2016 09:30 Mið-Ísland strákarnir eru alltaf í stuði. Vísir/Vilhelm „Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira