Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. janúar 2016 07:15 Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísir/AFP Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira