Snorri Steinn: Veit ekki hvort að ég eigi að kalla þetta lögreglumál Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2016 09:45 Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið á ófá stórmótin. vísir/stefán Íslenska landsliðið í handbolta spilar síðasta heimaleik sinn fyrir EM 2016 í kvöld í Kaplakrika en þar mæta strákarnir okkar Portúgal klukkan 19.30. Evrópumótið í Póllandi hefst annan föstudag, en okkar menn eru í riðli með Noregi, Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Ísland náði fimmta sæti á síðasta Evrópumóti en átti svo dapurt mót á HM í Katar fyrir ári síðan. Nú horfir til betri vegar þar sem allir leikmenn liðsins gefa kost á sér og eru heilir.Sjá einnig:Síðasti séns í kvöld að sjá strákana okkar fyrir EM „Við skulum ekki fagna of snemma,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur um ástandið á liðinu þegar Vísir spjallaði við hann á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í vikunni. „Þetta lítur vel út núna og það er kraftur á æfingunum. Það eru allir með og allir gefa kost á sér sem er gríðarlega jákvætt.“ „Ég held að það spili inn í að menn eru einbeittir og vilja fara á þetta mót. Eins og margoft hefur komið fram snýst þetta um Ólympíuleikana. Til þess að við komumst þangað þarf árangurinn að vera frábær,“ segir Snorri Steinn.Snorri Steinn svekktur eftir tap gegn Danmörku í 16 liða úrslitum EM 2016.vísir/eva björkSem minnst tala um Katar Strákarnir okkar spiluðu undir væntingum á HM í Katar fyrir ári síðan og fengu mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þar. Hversu lengi situr svoleiðis mót í mönnum? „Það er nokkuð misjafnt. Flestir þurfa bara að gíra sig inn í sitt félagslið um leið og þessi stórmót eru búin,“ segir Snorri.Sjá einnig:Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Strákarnir okkar voru þó fljótir að rífa sig í gang eftir Katar og spiluðu í heildina mjög vel á árinu 2015 ef heimsmeistaramótið er undanskilið. „Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks eftir Katar og við höfum spilað nokkuð vel eftir það mót. Ég vil því bara eyða sem fæstum orðum í það blessaða mót. Staðan á liðinu í dag er bara önnur og holningin. Við eigum bara að einbeita okkur að því og sjá svo til,“ segir Snorri en sér hann glampa í auga manna sem hann hefur séð áður fyrir mót sem gengu vel? „Mér hefur alltaf fundist vera hungur í liðinu. Maður er samt búinn að fara á svo mörg mót að það er erfitt að bera þetta allt saman. Mér finnst vera kraftur í liðinu núna. Menn virðast bæði í góðu formi; bæði við eldri og þessir ungu sem eru að koma inn,“ segir Snorri Steinn.Snorri Steinn skorar gríðarlega mikið fyrir Nimes í Frakklandi.vísir/stefánSlaka á og njóta Leikstjórnandinn þrautreyndi fluttist til Frakklands fyrir síðasta tímabil og þar hefur hann algjörlega slegið í gegn. Snorri Steinn skoraði grimmt fyrir Sélstad á síðustu leiktíð og hann er að standa sig enn betur núna með Nimes. Snorri er þriðji markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 98 mörk.Sjá einnig:Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM „Það hefur gengið mjög vel í Frakklandi, það verður að segjast alveg eins og er, og ég er bara mjög ánægður með það. Mér líður vel, liðinu mínu gengur vel, mér gengur vel og fjölskyldunni líður nokkuð vel fyrir utan eitt óhapp í vetur,“ segir hann. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé minn síðasti samningur og mitt síðasta lið í atvinnumennskunni. Það minnir mann svolítið á að slaka aðeins á og njóta þess meira.“ Snorri Steinn skoraði grimmt fyrir íslenska liðið á árum áður en eins og allir vita sem fylgjast með landsliðinu hefur hlutverk hans breyst mikið. Hann skýtur mun minna á markið í dag en má ekki fara að breyta því miðað við hversu vel gengur í Frakklandi? „Þú verður að spyrja þjálfarann að því,“ segir Snorri Steinn og brosir. „Hlutverkið er aðeins öðruvísi. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu. Ég fæ mikið traust í Nimes og er í svolítið frjálsu hlutverki. Breiddin þar er heldur ekki eins og í landsliðinu þannig maður getur leyft sér fleiri hluti.“Brotist var inn til Snorra Steins.vísir/eva björkInnbrot daglegt brauð Óhappið sem Snorri Steinn talar um var innbrot á heimili hans í desember þegar hann átti að spila með Íslandi í Gulldeildinni í Noregi. Glæpamenn létu greipar sópa á heimili hans þegar enginn var heima. „Fjölskyldan fór í helgarferð til Arnórs Atla og konunnar hans á meðan ég var hérna með landsliðinu. Svo komu þau heim að þessu á sunnudeginum. Þetta var bara eins og í bíómynd; allt í rúst. Það sem var verðmætt var tekið,“ segir Snorri Steinn.Sjá einnig:Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó „Það sem ég missti í þessu var ekki aðalmálið heldur er sú tilfinning sem maður hefur núna heima hjá sér helvíti leiðinleg og það er leiðinlegt að glíma við hana. Sérstaklega fyrir krakka og annað slíkt.“ Innbrot eru afar tíð í suður-Frakklandi segir Snorri og því gerði lögreglan í Nimes ekki einu sinni tilraun til að ná mönnunum sem brutust inn. „Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta lögreglumál þarna í suður-Frakklandi. Það er tekið undarlega á þessum hlutum. Því miður er þetta alltof algengt þarna,“ segir Snorri. „Það var hringt í lögguna og hún kom daginn eftir. Hún gerir enga tilraun til að ná svona mönnum, þetta er það algengt. Þeir bara nenna því ekki. Þetta er í tryggingaferli og ég fæ eitthvað af þessu bætt. Tryggingar bæta samt ekki þetta tilfinningalega,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta spilar síðasta heimaleik sinn fyrir EM 2016 í kvöld í Kaplakrika en þar mæta strákarnir okkar Portúgal klukkan 19.30. Evrópumótið í Póllandi hefst annan föstudag, en okkar menn eru í riðli með Noregi, Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Ísland náði fimmta sæti á síðasta Evrópumóti en átti svo dapurt mót á HM í Katar fyrir ári síðan. Nú horfir til betri vegar þar sem allir leikmenn liðsins gefa kost á sér og eru heilir.Sjá einnig:Síðasti séns í kvöld að sjá strákana okkar fyrir EM „Við skulum ekki fagna of snemma,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur um ástandið á liðinu þegar Vísir spjallaði við hann á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í vikunni. „Þetta lítur vel út núna og það er kraftur á æfingunum. Það eru allir með og allir gefa kost á sér sem er gríðarlega jákvætt.“ „Ég held að það spili inn í að menn eru einbeittir og vilja fara á þetta mót. Eins og margoft hefur komið fram snýst þetta um Ólympíuleikana. Til þess að við komumst þangað þarf árangurinn að vera frábær,“ segir Snorri Steinn.Snorri Steinn svekktur eftir tap gegn Danmörku í 16 liða úrslitum EM 2016.vísir/eva björkSem minnst tala um Katar Strákarnir okkar spiluðu undir væntingum á HM í Katar fyrir ári síðan og fengu mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þar. Hversu lengi situr svoleiðis mót í mönnum? „Það er nokkuð misjafnt. Flestir þurfa bara að gíra sig inn í sitt félagslið um leið og þessi stórmót eru búin,“ segir Snorri.Sjá einnig:Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Strákarnir okkar voru þó fljótir að rífa sig í gang eftir Katar og spiluðu í heildina mjög vel á árinu 2015 ef heimsmeistaramótið er undanskilið. „Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks eftir Katar og við höfum spilað nokkuð vel eftir það mót. Ég vil því bara eyða sem fæstum orðum í það blessaða mót. Staðan á liðinu í dag er bara önnur og holningin. Við eigum bara að einbeita okkur að því og sjá svo til,“ segir Snorri en sér hann glampa í auga manna sem hann hefur séð áður fyrir mót sem gengu vel? „Mér hefur alltaf fundist vera hungur í liðinu. Maður er samt búinn að fara á svo mörg mót að það er erfitt að bera þetta allt saman. Mér finnst vera kraftur í liðinu núna. Menn virðast bæði í góðu formi; bæði við eldri og þessir ungu sem eru að koma inn,“ segir Snorri Steinn.Snorri Steinn skorar gríðarlega mikið fyrir Nimes í Frakklandi.vísir/stefánSlaka á og njóta Leikstjórnandinn þrautreyndi fluttist til Frakklands fyrir síðasta tímabil og þar hefur hann algjörlega slegið í gegn. Snorri Steinn skoraði grimmt fyrir Sélstad á síðustu leiktíð og hann er að standa sig enn betur núna með Nimes. Snorri er þriðji markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 98 mörk.Sjá einnig:Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM „Það hefur gengið mjög vel í Frakklandi, það verður að segjast alveg eins og er, og ég er bara mjög ánægður með það. Mér líður vel, liðinu mínu gengur vel, mér gengur vel og fjölskyldunni líður nokkuð vel fyrir utan eitt óhapp í vetur,“ segir hann. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé minn síðasti samningur og mitt síðasta lið í atvinnumennskunni. Það minnir mann svolítið á að slaka aðeins á og njóta þess meira.“ Snorri Steinn skoraði grimmt fyrir íslenska liðið á árum áður en eins og allir vita sem fylgjast með landsliðinu hefur hlutverk hans breyst mikið. Hann skýtur mun minna á markið í dag en má ekki fara að breyta því miðað við hversu vel gengur í Frakklandi? „Þú verður að spyrja þjálfarann að því,“ segir Snorri Steinn og brosir. „Hlutverkið er aðeins öðruvísi. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu. Ég fæ mikið traust í Nimes og er í svolítið frjálsu hlutverki. Breiddin þar er heldur ekki eins og í landsliðinu þannig maður getur leyft sér fleiri hluti.“Brotist var inn til Snorra Steins.vísir/eva björkInnbrot daglegt brauð Óhappið sem Snorri Steinn talar um var innbrot á heimili hans í desember þegar hann átti að spila með Íslandi í Gulldeildinni í Noregi. Glæpamenn létu greipar sópa á heimili hans þegar enginn var heima. „Fjölskyldan fór í helgarferð til Arnórs Atla og konunnar hans á meðan ég var hérna með landsliðinu. Svo komu þau heim að þessu á sunnudeginum. Þetta var bara eins og í bíómynd; allt í rúst. Það sem var verðmætt var tekið,“ segir Snorri Steinn.Sjá einnig:Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó „Það sem ég missti í þessu var ekki aðalmálið heldur er sú tilfinning sem maður hefur núna heima hjá sér helvíti leiðinleg og það er leiðinlegt að glíma við hana. Sérstaklega fyrir krakka og annað slíkt.“ Innbrot eru afar tíð í suður-Frakklandi segir Snorri og því gerði lögreglan í Nimes ekki einu sinni tilraun til að ná mönnunum sem brutust inn. „Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta lögreglumál þarna í suður-Frakklandi. Það er tekið undarlega á þessum hlutum. Því miður er þetta alltof algengt þarna,“ segir Snorri. „Það var hringt í lögguna og hún kom daginn eftir. Hún gerir enga tilraun til að ná svona mönnum, þetta er það algengt. Þeir bara nenna því ekki. Þetta er í tryggingaferli og ég fæ eitthvað af þessu bætt. Tryggingar bæta samt ekki þetta tilfinningalega,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira