Viðskipti erlent

Kauphöllum í Kína lokað aftur

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað aftur eftir skarpar verðlækkanir.
Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað aftur eftir skarpar verðlækkanir. Vísir/AFP
Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags. Nýjar öryggisreglur kveða á um að verði verðfallið meira en sjö prósent skuli loka mörkuðum til að koma í veg fyrir meiri lækkanir. Fjárfestar í landinu eru á nálum eftir að ríkisstjórnin hóf aðgerðir sem miða að því að veikja gjaldmiðilinn, yuan. Þær aðgerðir benda til að ríkisstjórnin vilji auka útflutning og að hagvöxturinn sé að hægja meira á sér en búist hafði verið við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×