Sameinumst um aðstoð við Sýrlendinga Stuart Gill skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Nú þegar líður að því að fimm ár séu liðin frá því að borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi heldur alvarlegasti mannlegi harmleikur samtímans áfram, en um 250 þúsund mannslíf hafa tapast í Sýrlandsstríðinu fram til þessa. Alþjóðasamfélagið verður að taka sig verulega á til að bregðast við og hjálpa hinum átján milljónum íbúa Sýrlands og grannríkja þess, sem eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Í dag hefst í London alþjóðlega ráðstefnan „Supporting Syria and the region 2016“, sem bresk stjórnvöld standa að ásamt Þýskalandi, Kúveit, Noregi og Sameinuðu þjóðunum. Ráðstefnunni er ætlað að nálgast vandann með nýjum og metnaðarfullum hætti, sem miðar að því að stuðla að meiri langtímastuðningi við flóttamenn. Þessu á að áorka með hnitmiðuðum aðgerðum til að tryggja afkomu fólksins og lífsviðurværi og bættan aðgang að menntun. Með þessu er vonast til að flóttafólkið búi yfir þeirri færni og þekkingu sem best er til þess fallin að tryggja framtíð þess og möguleika á að snúa heim og byggja upp heimaland sitt að nýju að stríði loknu. Það gleður mig að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja ráðstefnuna og leggur markmiðum hennar lið fyrir Íslands hönd. Á ráðstefnunni í London er líka ætlunin að leita lausna á þeirri miklu neyð sem sýrlenskur almenningur stendur frammi fyrir, og safna verulega auknum fjárframlögum til að mæta þörfum nauðstaddra, bæði til skemmri og lengri tíma. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir framlögum upp á alls um 7,7 milljarða Bandaríkjadala. Þá er gert ráð fyrir að framlög upp á 1,2 milljarða dala til viðbótar vanti til að standa straum af kostnaði sem stjórnvöld í nágrannaríkjum Sýrlands bera af móttöku flóttamanna.Bretland leiðandi afl Bretland hefur verið leiðandi afl í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að taka á vandanum í Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra hefur fylgt eftir af festu þeirri stefnu að finna allsherjarlausn á vandanum, sem tekur á rótum hans frekar en einvörðungu að bregðast við afleiðingunum. Í þessari stefnu felst að alþjóðasamfélagið leggist saman á árar til að binda enda á hin grimmilegu stríðsátök sem enn geysa í landinu. Stefnan er þríþætt og nær til pólitískra og hernaðarlegra þátta auk mannúðaraðstoðar. Hvað hina pólitísku vídd varðar er Bretland einn af burðarásum Alþjóðabandalagsins til stuðnings Sýrlandi (ISSG – International Syria Support Group), sem vinnur að pólitískri lausn og að byggja brú yfir í friðsamlega framtíð. Hernaðarlega tekur Bretland virkan þátt í herferðinni gegn Daesh, hryðjuverkasveitunum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Bretland er jafnframt annar stærsti veitandi neyðaraðstoðar við flóttafólk á svæðinu, næst á eftir Bandaríkjunum. Framlög frá Bretlandi eru nú þegar komin yfir 1,1 milljarð sterlingspunda, sem varið er til mannúðaraðstoðar af öllu tagi, matarsendinga, tjaldbúða, læknishjálpar og hreins drykkjarvatns fyrir hundruð þúsunda nauðstaddra. Grannríki Sýrlands eins og Jórdanía, Tyrkland og Líbanon hafa án vafa bjargað miklum fjölda mannslífa með rausnarskap sínum gagnvart flóttafólki og með því að veita því hæli skammt frá heimahögum sínum, frekar en að það takist á hendur hættulega för í átt til Evrópu. En við verðum öll að leggja meira á okkur. Við verðum að taka saman höndum um að gera Sýrland að öruggari stað, með markið sett á friðsamlega uppbyggingu til framtíðar. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að hjálpa þeim fjórum milljónum manna sem dvelja í flóttamannabúðum í grannríkjum Sýrlands, sem og þeim 13 milljónum sem eru í nauðum staddar innan Sýrlands sjálfs. Sýrlenska þjóðin þarf að vita og finna að alþjóðasamfélagið stendur með henni og muni gera það áfram. Ráðstefnan í London mun ein og sér ekki vera fær um að leysa þau margslungnu vandamál sem við er að etja í Sýrlandi, og finna verður pólitíska lausn á deilunni. En með því að halda áfram að beina kastljósinu að óhæfuverkum í garð saklauss almennings munum við sjá til þess að áþján sýrlensku þjóðarinnar gleymist ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú þegar líður að því að fimm ár séu liðin frá því að borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi heldur alvarlegasti mannlegi harmleikur samtímans áfram, en um 250 þúsund mannslíf hafa tapast í Sýrlandsstríðinu fram til þessa. Alþjóðasamfélagið verður að taka sig verulega á til að bregðast við og hjálpa hinum átján milljónum íbúa Sýrlands og grannríkja þess, sem eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Í dag hefst í London alþjóðlega ráðstefnan „Supporting Syria and the region 2016“, sem bresk stjórnvöld standa að ásamt Þýskalandi, Kúveit, Noregi og Sameinuðu þjóðunum. Ráðstefnunni er ætlað að nálgast vandann með nýjum og metnaðarfullum hætti, sem miðar að því að stuðla að meiri langtímastuðningi við flóttamenn. Þessu á að áorka með hnitmiðuðum aðgerðum til að tryggja afkomu fólksins og lífsviðurværi og bættan aðgang að menntun. Með þessu er vonast til að flóttafólkið búi yfir þeirri færni og þekkingu sem best er til þess fallin að tryggja framtíð þess og möguleika á að snúa heim og byggja upp heimaland sitt að nýju að stríði loknu. Það gleður mig að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja ráðstefnuna og leggur markmiðum hennar lið fyrir Íslands hönd. Á ráðstefnunni í London er líka ætlunin að leita lausna á þeirri miklu neyð sem sýrlenskur almenningur stendur frammi fyrir, og safna verulega auknum fjárframlögum til að mæta þörfum nauðstaddra, bæði til skemmri og lengri tíma. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir framlögum upp á alls um 7,7 milljarða Bandaríkjadala. Þá er gert ráð fyrir að framlög upp á 1,2 milljarða dala til viðbótar vanti til að standa straum af kostnaði sem stjórnvöld í nágrannaríkjum Sýrlands bera af móttöku flóttamanna.Bretland leiðandi afl Bretland hefur verið leiðandi afl í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að taka á vandanum í Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra hefur fylgt eftir af festu þeirri stefnu að finna allsherjarlausn á vandanum, sem tekur á rótum hans frekar en einvörðungu að bregðast við afleiðingunum. Í þessari stefnu felst að alþjóðasamfélagið leggist saman á árar til að binda enda á hin grimmilegu stríðsátök sem enn geysa í landinu. Stefnan er þríþætt og nær til pólitískra og hernaðarlegra þátta auk mannúðaraðstoðar. Hvað hina pólitísku vídd varðar er Bretland einn af burðarásum Alþjóðabandalagsins til stuðnings Sýrlandi (ISSG – International Syria Support Group), sem vinnur að pólitískri lausn og að byggja brú yfir í friðsamlega framtíð. Hernaðarlega tekur Bretland virkan þátt í herferðinni gegn Daesh, hryðjuverkasveitunum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Bretland er jafnframt annar stærsti veitandi neyðaraðstoðar við flóttafólk á svæðinu, næst á eftir Bandaríkjunum. Framlög frá Bretlandi eru nú þegar komin yfir 1,1 milljarð sterlingspunda, sem varið er til mannúðaraðstoðar af öllu tagi, matarsendinga, tjaldbúða, læknishjálpar og hreins drykkjarvatns fyrir hundruð þúsunda nauðstaddra. Grannríki Sýrlands eins og Jórdanía, Tyrkland og Líbanon hafa án vafa bjargað miklum fjölda mannslífa með rausnarskap sínum gagnvart flóttafólki og með því að veita því hæli skammt frá heimahögum sínum, frekar en að það takist á hendur hættulega för í átt til Evrópu. En við verðum öll að leggja meira á okkur. Við verðum að taka saman höndum um að gera Sýrland að öruggari stað, með markið sett á friðsamlega uppbyggingu til framtíðar. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að hjálpa þeim fjórum milljónum manna sem dvelja í flóttamannabúðum í grannríkjum Sýrlands, sem og þeim 13 milljónum sem eru í nauðum staddar innan Sýrlands sjálfs. Sýrlenska þjóðin þarf að vita og finna að alþjóðasamfélagið stendur með henni og muni gera það áfram. Ráðstefnan í London mun ein og sér ekki vera fær um að leysa þau margslungnu vandamál sem við er að etja í Sýrlandi, og finna verður pólitíska lausn á deilunni. En með því að halda áfram að beina kastljósinu að óhæfuverkum í garð saklauss almennings munum við sjá til þess að áþján sýrlensku þjóðarinnar gleymist ekki.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun