Vil ekki styggja mömmu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 09:45 Kristjón er búinn að skrifa nokkrar bækur og stefnir aftur á þá braut síðar. Fjölmiðlabransinn hefur átt hug hans síðustu ár en hann lítur á það spor sem hluta af rithöfundarferlinum. Vísir/ Anton Brink „Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“ Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„Undanfarið hef ég óspart reynt að sannfæra sjálfan mig um að aldur sé bara tala en eftir því sem nær dregur hinni stóru stund hefur fjarað mjög undan þeirri sannfæringu,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Pressunnar og DV.is, um fertugsafmælið í dag. Honum finnst erfitt að verða miðaldra – finnur samt engan mun. „Ég er ekki farinn að hækka í sjónvarpinu og heldur ekki kominn með vatnsglas á náttborðið,“ huggar hann sig við og vippar sér í alvarlegri gír. „Að öllu gamni slepptu þá eigum við að vera þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að taka þátt í þessu samkvæmi og njóta stundanna með fjölskyldu og vinum.“ Kristjón býst við að drjúgur tími dagsins fari í að svara símtölum og kveðjum. Hann lýkur miklu lofsorði á samstarfsfólkið en kveðst þó munu beita sér fyrir því að þeir sem segi brandara á hans kostnað innan fyrirtækisins í dag verði umsvifalaust reknir. Þeir sem hrósa honum fyrir unglegt útlit gætu hins vegar átt von á stöðuhækkun síðar á árinu. Í kvöld er móðir hans, Elísabet Jökulsdóttir, skáld og forsetaframbjóðandi, búin að bjóða honum í mat. „Það er ekki hægt að skorast undan því þegar tilvonandi forseti boðar mann í heimsókn. Ég vil heldur ekki styggja mömmu ef hún skyldi vinna þessar kosningar svo mér verði nú boðið á Bessastaði reglulega,“ segir Kristjón sem stefnir á að bjóða sínum nánustu í gott partí síðar í vetur. „Svo treysti ég því að þú veljir unglegustu myndina af mér. Ég hótaði ljósmyndaranum mjög mikið, þú skalt ekki verða hissa þó hann komi dálítið bældur til baka.“
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira