Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-22 | FH-ingar með mikilvægan sigur á botnliðinu Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Karolis Stropus í baráttu við Andra Berg Haraldsson. vísir/stefán FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“ Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira