Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 28-25 | Seltirningar byrja vel eftir fríið Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 4. febrúar 2016 22:30 Aron Dagur Pálsson, leikmaður Gróttu. vísir/stefán Grótta fer vel af stað eftir vetrarfríið í Olís-deild karla í handbolta en í kvöld unnu Seltirningar góðan þriggja marka sigur, 28-25, á Fram á heimavelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en frábær kafli hjá heimamönnum um miðbik seinni hálfleiks gerði útslagið. Grótta breytti þá stöðunni úr 19-17 í 24-19 og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Með sigrinum fór Grótta upp fyrir Akureyri í 6. sæti deildarinnar. Fram er enn í 3. sætinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu og það var ekki að sjá að fríið langa sæti í mönnum. Grótta skoraði fyrsta markið en þá komu fjögur Fram-mörk gegn einu Seltirninga og staðan orðin 2-5. Kristófer Fannar Guðmundsson byrjaði vel í marki Fram og lagði grunninn að þessari góðu byrjun liðsins. Grótta svaraði með 5-1 kafla og komst yfir, 7-6, þegar Guðni Ingvarsson skoraði sitt eina mark í fyrri hálfleiknum. Eftir þennan slæma kafla herti Fram-liðið vörnina og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 7-10. En líkt og fyrr í leiknum entist forystan ekki lengi. Grótta skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 10-10. Liðin skoruðu bæði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Heimamenn komu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka forystu, 17-14. Vörn Gróttu var öflug lengst af í seinni hálfleik en það sama verður ekki sagt um Fram-vörnina sem var óvenju slök enda fékk liðið á sig 16 mörk í seinni hálfleiknum sem gerist ekki á þeim bænum. Tveimur til þremur mörkum munaði á liðunum næstu mínúturnar. En í stöðunni 19-17 skiptu heimamenn um gír, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og komust fimm mörkum yfir, 24-19, þegar Daði Laxdal Gautason skoraði sitt fimmta mark með frábæru skoti í slá og inn. En Gróttumenn hleyptu gestunum inn í leikinn með barnalegum mistökum í sókninni auk þess sem tvær brottvísanir á skömmum kafla fóru illa með liðið. Framarar nýttu sér þessi vandræði heimamanna, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark, 24-23. En lengra komust gestirnir ekki. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum leiksins og náði undirtökunum að nýju. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum. Lokatölur 28-25, Gróttu í vil. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Seltirninga með sjö mörk en Daði Laxdal kom næstur með sex. Þráinn Orri Jónsson átti einnig prýðisgóðan leik; nýtti færin sín vel og var sterkur í vörninni. Hann skilaði fjórum mörkum líkt og Júlíus Þórir Stefánsson og Viggó Kristjánsson sem var einnig duglegur að mata félaga sína. Þá stóð Lárus Helgi Ólafsson fyrir sínu í markinu og varði 17 skot (41%), þar af fimm frá bróður sínum í liði Fram, Þorgrími Smára. Garðar B. Sigurjónsson nýtti sínar mínútur vel í liði Fram og skoraði sex mörk úr jafnmörgum skotum. Stefán Darri Þórsson átti sömuleiðis fínan leik með fimm mörk. Miklu munaði um að skyttur liðsins náðu sér ekki á strik en Þorgrímur Smári og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu aðeins fimm mörk úr samtals 14 skotum.Lárus Helgi: Var með hann í vasanum Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, var kampakátur í leikslok eftir góðan sigur Seltirninga á Fram í kvöld. "Við erum gríðarlega ánægðir með þessa byrjun og erum búnir að leggja ótrúlega mikið inn í bankann hjá okkur," sagði Lárus og bætti því við að Gróttumenn hafi nýtt vetrarfríið vel til að æfa. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum hafði Grótta undirtökin ef frá er talinn nokkurra mínútna kafli þar sem Fram skoraði fjögur mörk í röð. "Þetta var jafnt í fyrri hálfleik, þeir jafnvel ívið sterkari. Við vorum kannski heppnir að ná að jafna fyrir hálfleik. Við gerðum mistök í sókninni sem okkur fannst við geta lagað," sagði Lárus. "Okkar leikplan í seinni hálfleik gekk algjörlega upp. Þetta gekk í raun allt upp nema á þessum kafla þar sem við erum mikið færri og þeir minnka muninn niður í eitt mark. Þá vorum við við það að missa "kúlið". En við komum sterkir til baka." Lárus átti fínan leik í kvöld og varði 17 skot, þar af fimm frá bróður sínum í Fram-liðinu, Þorgrími Smára, sem hann var í raun með í vasanum. "Það er annað hvort þannig eða hann er með mig í vasanum," sagði Lárus og hló. "Við hugsum nánast eins og þetta er annað hvort eða. Í dag datt þetta mín megin en síðast var hann með mig."Guðlaugur: Þeir leystu vörnina okkar vel Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, kvaðst nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í tapinu fyrir Gróttu í kvöld. "Mér fannst við kasta forskotinu of auðveldlega frá okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðlaugur eftir leik en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. "Við komumst þremur mörkum yfir en við spiluðum ekki nógu vel úr þeirri stöðu og hleyptum þeim inn í leikinn. Ég er ósáttur með það en sáttur með margt í fyrri hálfleik, vörnin var á köflum fín en við vorum klaufar í sókninni." Varnarleikur Fram var hins vegar langt frá því að vera góður í seinni hálfleik þar sem liðið fékk á sig 16 mörk. "Við komum almennt ekki nógu vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég þarf að taka það til mín, hvernig ég talaði við strákana í hálfleik," sagði Guðlaugur sem segir að Grótta hafi leyst varnarleik Fram vel í leiknum. "Við höfum átt í vandræðum í vörninni gegn Gróttu í vetur og þeir hafa leyst varnarleik okkar vel." Fram er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. En hvað þarf liðið að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Við þurfum bara að sinna vinnunni okkar, mæta ákveðnir til leiks og vinna leiki," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Grótta fer vel af stað eftir vetrarfríið í Olís-deild karla í handbolta en í kvöld unnu Seltirningar góðan þriggja marka sigur, 28-25, á Fram á heimavelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en frábær kafli hjá heimamönnum um miðbik seinni hálfleiks gerði útslagið. Grótta breytti þá stöðunni úr 19-17 í 24-19 og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Með sigrinum fór Grótta upp fyrir Akureyri í 6. sæti deildarinnar. Fram er enn í 3. sætinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu og það var ekki að sjá að fríið langa sæti í mönnum. Grótta skoraði fyrsta markið en þá komu fjögur Fram-mörk gegn einu Seltirninga og staðan orðin 2-5. Kristófer Fannar Guðmundsson byrjaði vel í marki Fram og lagði grunninn að þessari góðu byrjun liðsins. Grótta svaraði með 5-1 kafla og komst yfir, 7-6, þegar Guðni Ingvarsson skoraði sitt eina mark í fyrri hálfleiknum. Eftir þennan slæma kafla herti Fram-liðið vörnina og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 7-10. En líkt og fyrr í leiknum entist forystan ekki lengi. Grótta skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 10-10. Liðin skoruðu bæði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Heimamenn komu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka forystu, 17-14. Vörn Gróttu var öflug lengst af í seinni hálfleik en það sama verður ekki sagt um Fram-vörnina sem var óvenju slök enda fékk liðið á sig 16 mörk í seinni hálfleiknum sem gerist ekki á þeim bænum. Tveimur til þremur mörkum munaði á liðunum næstu mínúturnar. En í stöðunni 19-17 skiptu heimamenn um gír, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og komust fimm mörkum yfir, 24-19, þegar Daði Laxdal Gautason skoraði sitt fimmta mark með frábæru skoti í slá og inn. En Gróttumenn hleyptu gestunum inn í leikinn með barnalegum mistökum í sókninni auk þess sem tvær brottvísanir á skömmum kafla fóru illa með liðið. Framarar nýttu sér þessi vandræði heimamanna, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark, 24-23. En lengra komust gestirnir ekki. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum leiksins og náði undirtökunum að nýju. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum. Lokatölur 28-25, Gróttu í vil. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Seltirninga með sjö mörk en Daði Laxdal kom næstur með sex. Þráinn Orri Jónsson átti einnig prýðisgóðan leik; nýtti færin sín vel og var sterkur í vörninni. Hann skilaði fjórum mörkum líkt og Júlíus Þórir Stefánsson og Viggó Kristjánsson sem var einnig duglegur að mata félaga sína. Þá stóð Lárus Helgi Ólafsson fyrir sínu í markinu og varði 17 skot (41%), þar af fimm frá bróður sínum í liði Fram, Þorgrími Smára. Garðar B. Sigurjónsson nýtti sínar mínútur vel í liði Fram og skoraði sex mörk úr jafnmörgum skotum. Stefán Darri Þórsson átti sömuleiðis fínan leik með fimm mörk. Miklu munaði um að skyttur liðsins náðu sér ekki á strik en Þorgrímur Smári og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu aðeins fimm mörk úr samtals 14 skotum.Lárus Helgi: Var með hann í vasanum Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, var kampakátur í leikslok eftir góðan sigur Seltirninga á Fram í kvöld. "Við erum gríðarlega ánægðir með þessa byrjun og erum búnir að leggja ótrúlega mikið inn í bankann hjá okkur," sagði Lárus og bætti því við að Gróttumenn hafi nýtt vetrarfríið vel til að æfa. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum hafði Grótta undirtökin ef frá er talinn nokkurra mínútna kafli þar sem Fram skoraði fjögur mörk í röð. "Þetta var jafnt í fyrri hálfleik, þeir jafnvel ívið sterkari. Við vorum kannski heppnir að ná að jafna fyrir hálfleik. Við gerðum mistök í sókninni sem okkur fannst við geta lagað," sagði Lárus. "Okkar leikplan í seinni hálfleik gekk algjörlega upp. Þetta gekk í raun allt upp nema á þessum kafla þar sem við erum mikið færri og þeir minnka muninn niður í eitt mark. Þá vorum við við það að missa "kúlið". En við komum sterkir til baka." Lárus átti fínan leik í kvöld og varði 17 skot, þar af fimm frá bróður sínum í Fram-liðinu, Þorgrími Smára, sem hann var í raun með í vasanum. "Það er annað hvort þannig eða hann er með mig í vasanum," sagði Lárus og hló. "Við hugsum nánast eins og þetta er annað hvort eða. Í dag datt þetta mín megin en síðast var hann með mig."Guðlaugur: Þeir leystu vörnina okkar vel Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, kvaðst nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í tapinu fyrir Gróttu í kvöld. "Mér fannst við kasta forskotinu of auðveldlega frá okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðlaugur eftir leik en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. "Við komumst þremur mörkum yfir en við spiluðum ekki nógu vel úr þeirri stöðu og hleyptum þeim inn í leikinn. Ég er ósáttur með það en sáttur með margt í fyrri hálfleik, vörnin var á köflum fín en við vorum klaufar í sókninni." Varnarleikur Fram var hins vegar langt frá því að vera góður í seinni hálfleik þar sem liðið fékk á sig 16 mörk. "Við komum almennt ekki nógu vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég þarf að taka það til mín, hvernig ég talaði við strákana í hálfleik," sagði Guðlaugur sem segir að Grótta hafi leyst varnarleik Fram vel í leiknum. "Við höfum átt í vandræðum í vörninni gegn Gróttu í vetur og þeir hafa leyst varnarleik okkar vel." Fram er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. En hvað þarf liðið að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Við þurfum bara að sinna vinnunni okkar, mæta ákveðnir til leiks og vinna leiki," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn