Hver er sinnar gæfu smiður – eða hvað? Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 09:00 Öll höfum við einhvern tímann lent í því að vera heppin og óheppin. Við skrifum það strax á heppni ef einhver vinnur í lottói en á sama tíma skrifum við það á óheppni þegar einhver lendir í bílslysi. Við erum heppin eða óheppin með veður í útilegunni og eins erum við heppin eða óheppin með nágranna. Heppni virðist þó síður koma upp í huga okkar í tengslum við annars konar atburðarrásir í lífi okkar. Þannig skrifum við það ekki á heppni þegar fólk á velgengni að fagna í starfi og eða þegar við erum ráðin í draumastarfið eða fáum stöðuhækkun. Þessi hugrenningatengsl virka einnig í hina áttina en þá á ég við að við kennum frekar framtaksleysi, áhugaleysi, skorti á hæfileikum og leti um þegar fólki gengur miður vel í lífinu en óheppni. Þetta er þó mikill misskilningur en tilviljanir, heppni og óheppni hafa mun meiri áhrif á atburðarrásina í lífi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Að sjálfsögðu er líklegra að okkur muni ganga vel í lífinu ef við sýnum dugnað og eljusemi og að sama skapi ólíklegra ef við leggjum ekkert á okkur og bíðum bara eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Hinsvegar komumst við ekkert áfram ef við erum ekki líka svolítið heppin og eins getur óheppni aftrað okkur frá því að komast áfram þrátt fyrir að við séum dugleg og atorkusöm. Þannig geta latir og framtakslausir einstaklingar verið gríðarlega heppnir og komist áfram á tiltölulega auðveldan hátt án þess að þurfa að leggja mikið á sig sjálfir. Á sama hátt geta harðduglegir og hæfileikaríkir einstaklingar verið mjög óheppnir í lífinu og lent í meiri áföllum en aðrir sem kemur í veg fyrir að þeir nái árangri. Við á Íslandi erum heppin að hafa fæðst í landi sem er í dag eitt það auðugasta og öruggasta í heimi og þar sem vestræn gildi um mannréttindi og frelsi eru í hávegum höfð. Það er ekki okkur að þakka heldur erum við heppin. Þau okkar sem fæddust inn í vel stæðar fjölskyldur sem gátu stutt okkur til dáða eigum það líka heppninni að þakka en ekki okkar eigin framlagi. Þau okkar sem áttum foreldra sem sýndu okkur hlýju og gáfu okkur nærandi og gott uppeldi í veganesti út í lífið erum heppin. Það var ekki okkur að þakka heldur vorum við heppin. Þau okkar sem ólumst upp við bág kjör, slæmar heimilsaðstæður og/eða vanrækslu voru óheppin. Það var ekki okkur að kenna heldur vorum við óheppin. Þau okkar sem höfðum styrk í okkur, stuðning frá vinum og vandamönnum eða stuðning samfélagsins til að takast á við erfiðleikana erum heppin. Sum okkar voru ekki eins heppin. Eins hefur heppni og það að vera á réttum stað á réttum tíma oft áhrif á hvaða vinnu við endum í eða hvaða fólki við kynnumst og endum í sambandi með. Það þýðir ekki að allt velti á heppninni einni saman en með því að sækja um vinnur, fara á ráðstefnur og mynda tengslanet er maður útsettari fyrir því að verða heppinn og að sama skapi er líklegra að við verðum heppin og finnum lífsförunautinn ef við förum út á lífið en ef við sitjum heima, einfaldlega af því að þá hittirðu fleiri. Þrátt fyrir hversu augljóst þetta virðist eru ekki allir sem átta sig á hlutdeild heppninnar í framvindu lífsins og að framvinda lífsins er blanda af okkar eigin gjörðum og tilviljunum. Í raun sýna rannsóknir fram á að þeir sem eru hvað heppnastir í lífinu og njóta mestrar velgengni eru ólíklegri en aðrir til þess að tileinka heppni hluta af velgengni sinni. Þannig er ríkt fólk sem hefur náð miklum árangri mun líklegra en fólk í lægri þjóðfélagsstigum til þess að rekja velgengni sína til sinnar eigin vinnusemi og hæfileika og gefa ekki gaum að öðrum áhrifaþáttum eins og heppni og tilviljunum. Það er einkar óheppilegt vegna þess að það hefur þau áhrif að viðkomandi er einnig ólíklegri til þess að sýna af sér gjafmildi og nýta lánsemi sína til góðra verka en aðrir. Þarna gæti verið komin útskýring fyrir því af hverju þeir sem eru efnaðri eru oft nískari en þeir sem hafa meira á milli handanna. Þetta útskýrir að minnsta kosti tilhneigingu auðmanna að verja auð sinn með kjafti og klóm með því að reyna allt sem þeir geta til að lágmarka það sem þeir greiða í skatt. Þetta styðja rannsóknir og er ríkasta eitt prósent Bandaríkjamanna til að mynda mun líklegra en afgangurinn af þjóðinni til að reyna að komast hjá sköttum, reglugerðum og að reyna að takmarka útgjöld ríkisins sem mest. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta hljóma ansi kunnuglega. Það skrítna er að þetta eru sömu aðilarnir og hafa grætt hvað mest á að hafa alist uppí vernduðu umhverfi með sterkum innviðum sem hefur gefið þeim tækifæri til að komast á þann stað sem þeir eru í dag. Niðurstaðan er þessi: Sum okkar eiga það til að ofmeta eigin þátt í velgengni okkar og vanmeta hlutdeild heppninnar og þeir sem eru ríkari og hafa notið meiri velgengni í lífinu eru líklegri til þess en aðrir. Ekki vegna þess að þeir eru gráðugir eða uppfullir af illsku heldur af því að hegðun mannsins mótast af vitsmuna- og atferlisskekkjum sem gera m.a. það að verkum að við tökum frekar eftir því þegar á móti blæs en þegar vel gengur. Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá rannsóknir sýna fram á að þegar við erum hvött til þess að koma auga á með hvaða hætti heppnin hefur hjálpað okkur til að komast áfram og við viðurkennum hlutdeild heppninnar í velgengni okkar, gerir það okkur örlátari og gjafmildari. Málshátturinn „Vinnan göfgar manninn“ er ekki eintóm þvæla þar sem vinnusemi er oftast (ekki alveg alltaf) einn af þeim þáttum sem sker úr um hvernig fólki gengur í lífinu. Ég þykist hinsvegar vera búin að færa ágætis rök fyrir því að málshátturinn „ Hver er sinnar gæfu smiður“ eigi ekki alltaf við rök að styðjast. Þessi grein er að hluta til byggð á greininni: Why Luck Matters More Than You Might Think eftir Robert H. Frank. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Öll höfum við einhvern tímann lent í því að vera heppin og óheppin. Við skrifum það strax á heppni ef einhver vinnur í lottói en á sama tíma skrifum við það á óheppni þegar einhver lendir í bílslysi. Við erum heppin eða óheppin með veður í útilegunni og eins erum við heppin eða óheppin með nágranna. Heppni virðist þó síður koma upp í huga okkar í tengslum við annars konar atburðarrásir í lífi okkar. Þannig skrifum við það ekki á heppni þegar fólk á velgengni að fagna í starfi og eða þegar við erum ráðin í draumastarfið eða fáum stöðuhækkun. Þessi hugrenningatengsl virka einnig í hina áttina en þá á ég við að við kennum frekar framtaksleysi, áhugaleysi, skorti á hæfileikum og leti um þegar fólki gengur miður vel í lífinu en óheppni. Þetta er þó mikill misskilningur en tilviljanir, heppni og óheppni hafa mun meiri áhrif á atburðarrásina í lífi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Að sjálfsögðu er líklegra að okkur muni ganga vel í lífinu ef við sýnum dugnað og eljusemi og að sama skapi ólíklegra ef við leggjum ekkert á okkur og bíðum bara eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Hinsvegar komumst við ekkert áfram ef við erum ekki líka svolítið heppin og eins getur óheppni aftrað okkur frá því að komast áfram þrátt fyrir að við séum dugleg og atorkusöm. Þannig geta latir og framtakslausir einstaklingar verið gríðarlega heppnir og komist áfram á tiltölulega auðveldan hátt án þess að þurfa að leggja mikið á sig sjálfir. Á sama hátt geta harðduglegir og hæfileikaríkir einstaklingar verið mjög óheppnir í lífinu og lent í meiri áföllum en aðrir sem kemur í veg fyrir að þeir nái árangri. Við á Íslandi erum heppin að hafa fæðst í landi sem er í dag eitt það auðugasta og öruggasta í heimi og þar sem vestræn gildi um mannréttindi og frelsi eru í hávegum höfð. Það er ekki okkur að þakka heldur erum við heppin. Þau okkar sem fæddust inn í vel stæðar fjölskyldur sem gátu stutt okkur til dáða eigum það líka heppninni að þakka en ekki okkar eigin framlagi. Þau okkar sem áttum foreldra sem sýndu okkur hlýju og gáfu okkur nærandi og gott uppeldi í veganesti út í lífið erum heppin. Það var ekki okkur að þakka heldur vorum við heppin. Þau okkar sem ólumst upp við bág kjör, slæmar heimilsaðstæður og/eða vanrækslu voru óheppin. Það var ekki okkur að kenna heldur vorum við óheppin. Þau okkar sem höfðum styrk í okkur, stuðning frá vinum og vandamönnum eða stuðning samfélagsins til að takast á við erfiðleikana erum heppin. Sum okkar voru ekki eins heppin. Eins hefur heppni og það að vera á réttum stað á réttum tíma oft áhrif á hvaða vinnu við endum í eða hvaða fólki við kynnumst og endum í sambandi með. Það þýðir ekki að allt velti á heppninni einni saman en með því að sækja um vinnur, fara á ráðstefnur og mynda tengslanet er maður útsettari fyrir því að verða heppinn og að sama skapi er líklegra að við verðum heppin og finnum lífsförunautinn ef við förum út á lífið en ef við sitjum heima, einfaldlega af því að þá hittirðu fleiri. Þrátt fyrir hversu augljóst þetta virðist eru ekki allir sem átta sig á hlutdeild heppninnar í framvindu lífsins og að framvinda lífsins er blanda af okkar eigin gjörðum og tilviljunum. Í raun sýna rannsóknir fram á að þeir sem eru hvað heppnastir í lífinu og njóta mestrar velgengni eru ólíklegri en aðrir til þess að tileinka heppni hluta af velgengni sinni. Þannig er ríkt fólk sem hefur náð miklum árangri mun líklegra en fólk í lægri þjóðfélagsstigum til þess að rekja velgengni sína til sinnar eigin vinnusemi og hæfileika og gefa ekki gaum að öðrum áhrifaþáttum eins og heppni og tilviljunum. Það er einkar óheppilegt vegna þess að það hefur þau áhrif að viðkomandi er einnig ólíklegri til þess að sýna af sér gjafmildi og nýta lánsemi sína til góðra verka en aðrir. Þarna gæti verið komin útskýring fyrir því af hverju þeir sem eru efnaðri eru oft nískari en þeir sem hafa meira á milli handanna. Þetta útskýrir að minnsta kosti tilhneigingu auðmanna að verja auð sinn með kjafti og klóm með því að reyna allt sem þeir geta til að lágmarka það sem þeir greiða í skatt. Þetta styðja rannsóknir og er ríkasta eitt prósent Bandaríkjamanna til að mynda mun líklegra en afgangurinn af þjóðinni til að reyna að komast hjá sköttum, reglugerðum og að reyna að takmarka útgjöld ríkisins sem mest. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta hljóma ansi kunnuglega. Það skrítna er að þetta eru sömu aðilarnir og hafa grætt hvað mest á að hafa alist uppí vernduðu umhverfi með sterkum innviðum sem hefur gefið þeim tækifæri til að komast á þann stað sem þeir eru í dag. Niðurstaðan er þessi: Sum okkar eiga það til að ofmeta eigin þátt í velgengni okkar og vanmeta hlutdeild heppninnar og þeir sem eru ríkari og hafa notið meiri velgengni í lífinu eru líklegri til þess en aðrir. Ekki vegna þess að þeir eru gráðugir eða uppfullir af illsku heldur af því að hegðun mannsins mótast af vitsmuna- og atferlisskekkjum sem gera m.a. það að verkum að við tökum frekar eftir því þegar á móti blæs en þegar vel gengur. Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá rannsóknir sýna fram á að þegar við erum hvött til þess að koma auga á með hvaða hætti heppnin hefur hjálpað okkur til að komast áfram og við viðurkennum hlutdeild heppninnar í velgengni okkar, gerir það okkur örlátari og gjafmildari. Málshátturinn „Vinnan göfgar manninn“ er ekki eintóm þvæla þar sem vinnusemi er oftast (ekki alveg alltaf) einn af þeim þáttum sem sker úr um hvernig fólki gengur í lífinu. Ég þykist hinsvegar vera búin að færa ágætis rök fyrir því að málshátturinn „ Hver er sinnar gæfu smiður“ eigi ekki alltaf við rök að styðjast. Þessi grein er að hluta til byggð á greininni: Why Luck Matters More Than You Might Think eftir Robert H. Frank.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar