Kolefnisspor og ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Gunnar Sverrisson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar