Formaður Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 11:21 „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30