Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson skrifar 29. september 2016 07:00 Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun