Tryggjum eðlilega fjármögnun heilsugæslunnar Óskar Reykdalsson skrifar 29. september 2016 07:00 Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar