Tryggjum eðlilega fjármögnun heilsugæslunnar Óskar Reykdalsson skrifar 29. september 2016 07:00 Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun