Rússi ók inní flugstöð á flótta frá lögreglu Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 16:54 Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent
Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent