Tvær stuttar ferðasögur um einkarekna hjartaspítala Ólafur Ólafsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið. Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkrahúsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjartalækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel. Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins. Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum. Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst. Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenningur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið. Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkrahúsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjartalækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel. Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins. Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum. Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst. Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenningur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun