Sjá einnig: Hefur beðið í fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð
NPA samningar eru persónumiðuð aðstoð þar sem notendur geta sniðið aðstoðina eftir sínum þörfum. Nýlega kom út skýrsla um NPA-samninga sem sýnir mjög góðan árangur verkefnis en þar var meðal annars hagkvæmni og nýtni aðstoðar rannsökuð sem og ánægja með þjónustuna.

Eygló Harðardóttir sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni að sveitarstjórnir landsins hafi tafið málið en NPA samningar eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga.

„Ríkið hefur ekki klárað málið. Það er áhugi á lagasetningu en við viljum að fjármagn fylgi lagasetningu svo það sé hægt að reka þetta verkefni sómasamlega.“
Halldór segir vilja hjá sveitarfélögum að reka NPA-verkfnið enda málefni fatlaðra á þeirra borði. En til að lögbinda verkefnið þurfi að setja mun meira fjármagn í það en sett var í tilraunaverkefnið.
„Það eru viðræður í gangi og þetta er á einhverju stigi núna án þess að ég geti tjáð mig sérstaklega um það, en fram til þessa hefur þetta verið ströggl um fjármagn,“ segir Halldór.